Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979. HÆTTIÐ AÐ ROFLA Gunnar Bender skrifar: Um næstu helgi gengur þjóðin til kosninga um það hvaða flokkar eigi að vera við völd. Mörg þúsund kjós- endur hafa ekki ennþá ákveðið hvaða flokk þeir ætli að kjósa. Frambjóð- endur hvers flokks fyrir sig fullyrða að þeir muni standa við gefnar yfir- lýsingar sínar í öllum aðalatri^um. Allir flokkar hafa lýst því yfir að þeir hafi lyfið til að stoppa verðbólguna. Ef hún verður ekki stoppuð strax mun illa fara. Verðbólgan er komin langt upp fyrir eölileg mörk. Síðustu árin hafa stjórnmálamenn í staö þess að vinna bug á verðbólgunni keppzt við að rífast hver við annan. Þess vegna hefur þessi bölvaldur verið lát- inn sitja á hakanum fyrir röflinu. Það sem þarf að ske næstu mánuði er að flokkarnir verða að taka höndum saman og hætta að láta röflið ganga fyrir. Röflið bjargar ekki þjóðinni út úr þessari gífurlegu verðbólgu. Menn segja að kjör verkafólks séu aðalrót verðbólgunnar. Þetta er hin mesta blekking. Kjör verkafólks hafa ekki batnað siðustu fimm árin. Kaupmátt- ur timakaupsins er í ár svipaður og hann var árið 1974. Verkalýðsflokkur? Alþýðubandalagið hefur ekki lagt fram merkilegar tillögur til að stoppa verðbólguna. Hvernig stendur á því? Alþýðubandalagið hefur alla tíð kall- að sig verkalýðsflokk. Ekkert er Al- þýðubandalaginu svo heilagt að ekki geti það brotið það. 19. júní var ákveðið í vinstri stjórninni sálugu að banna verkfall farmanna. Fram að þeim degi voru til menn í þessu þjóð- félagi sem héldu að Alþýðubanda- lagið léti ekki leiða sig svo langt. Það er greinilega ekki sama hverjir stjórna. Og hvernig er með slagorðið ísland úr Nató, herinn burt? Jú, það er búið að taka það til meðferðar, svona rétt til málamynda, fyrir kosn- ingar. Það yrði ægilegt ef herinn færi, það yrði ekkert baráttumál eftir. Þá er boðað til baráttu gegn erlendri stóriðju. Hún er nú ekki eins mikil og hún sýnist á yfirborðinu. Spurningarmerki Alþýðuflokkurinn er stórt spurn- ingarmerki fyrir þessar kosningar. Svo virðist sem hann sé nú að vinna aðeins á, eftir að hann var ekki orðinn að neinu. Þessir óákveðnu eiga eftir að fylkja sér um flokkinn. Flokkurinn hefur dustað rykið af slagorðum sínum og tillögum úr sið- ustu kosningum. Alþýðutlokkurinn boðaði gerbreytta efnahagsstefnu fyrir kosningar ’78. Flokkurinn gerði hvað eftir annað tilraun til að koma stefnu sinni fram i síðustu stjórn. En það gekk ekki. Flokkurinn gerði það sem aðrir flokkar hafa ekki þorað að gera áður, hann stóð upp og sagði: ,,Hingað og ekki lengra.” Hann vill ekki vera í stjórn sem engan árangur ber. Klofinn Sjálfstæðisflokkurinn er án efa slagorðaflokkurinn í þessum kosn- ingum. Hann kemur dulbúinn til kosninga með slagorðið Leiftursókn gegn verðbólgu. Albert Guðmunds- son lýsti yfir því fyrir skömmu að hann vissi ekkert um þessa leiftur- sókn. Enda hefur það komið á dag- inn að hann kemur ekki mikið nálægt þessum vinnustaðafundum. Hann gæti kannski talað af sér. Geir hefur þó ákveðið að senda Albert til Eyja um daginn. Enda ekki mikill séns á að hann tali af sér þar. Flokkurinn gengur klofinn til þessara kosninga. Jón G. Sólnes í Norðurlandskjör- dæmi og Éggert Haukdal og Ingólfur Jónsson á Hellu í Suðurlandskjör- dæmi. En það er farið leynt með þennan klofning. Verðbólguforinginn Framsóknarflokkurinn kemur fram með hinn skrautlegasta bækling fyrir þessar kosningar. Bæklingurinn er hinn merkilegasti til lestrar ef menn taka hann ekki of alvarlega. Menn hrópa Framsókn J1 framfara. Framfara fyrir SÍS-auðhringinn sem flokkurinn vill ekki fyrir nokkurn „fslenzk stjórnmál eru furðulegt fyrírbærí,” segir bréfritari. Raddir lesenda mun hrófla við. Verðbólgustjórinn Óli hefur fært sig um set, hingað suður. Síðasta áratug vilja fram- sóknarmenn kalla framsóknaráratug- inn. Verði þeim að góðu, þetta er mesti verðbólguáratugur í íslands- sögunni. Eftir þennan áratug eru fslendingar komnir í neðsta þrepið hvað lánstraust snertir. Þetta eru nú afrekin hans Óla, mannsins sem þjóðin vill stóla á. Furðulegt fyrirbæri íslenzk stjórnmál eru furðulegt fyrirbæri. Tökum dæmi: „Fyrir skömmu sendu tvö félög fatlaðra á landinu, Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra, og Sjálfs- björg, landssamtök fatlaðra, frá sér lista með spurningum sem beint var til stjórnmálaflokka þessa lands. Þar var fjallað í nokkrum megindráttum um ýmis hagsmunamál fatlaðra og hafa fengizt svör við þessum spurn- ingum sem lesendur dagblaðanna hafa væntanlega litið augum. Þar er aðallega fjallað um ágæti flokkanna og hversu vel þeir hafi staðið sig í um- bótum til handa fötluðum.” Þetta er smá sýnishorn úr grein eftir Arnþór Helgason fyrir skömmu. Já, við- brögðin frá stjórnmálamönnum um þessi mál eru dæmigerð fyrir þá pólitík sem hér er rekin. Fatlaðir hafa verið sniðgengn- ir alla sína tíð. En stjórnmála- mennirnir voru ekki að segja frá þvi. Heldur var betra að telja upp afrekin þótt fá væru. Sú pólitík sem rekin hefur verið hér síðustu mánuði hefur villt fyrir kjósendum. En hvernig sem kosningar fara er eitt á hreinu, við verðum strax að þeim loknum að drekkja verðbólgupúkanum. Þó að hann sé orðinn helzt til of stór. Kosið er um stef nu Sjálf stæðisf lokksins Magnússon skrifar: Pálsson skrifar í Dagblaðið á mánudaginn og segist ekki hafa skrifað um pólitík áður, en það er auðheyrt að hann hefur ekki heldur fylgzt með pólitíkinni að undan- förnu. Eftir samsuðu um klofning og óánægju í Sjálfstæðisflokknum spilar hann popp-þlötu Alþýðu- bandalagsins um dúkkustjórnina og aðdraganda kosninganna. Greinilega hefur hann ekki fylgzt með málflutn- ingi vinstri flokkanna á þessum síð- ustu dögum, þegar þeir lýsa ástand- inu á stjórnarheimilinu fyrrverandi og reyna að koma höggi hver á ann- an. Alþjóð veit af biturri reynslu að vinstri stjórnir geta ekki unnið saman af heilindum og hafa þær ævinlega hrökklast frá völdum eftir stuttan tíma eftir að hafa stórskaðað at- vinnulíf þjóðarinnar og skilið við efnahagsmálin í rústum. Halda menn að verðbólgan lækki úr 80% með smáskammtalækningum eða að kaupmáttur launa aukist þegar fyrir- sjáanlegt er að hagvöxtur stendur í stað að óbreyttri efnahagsstefnu? Kannski við eigum að gefa börnum okkar að borða manngildishugsjónir Framsóknar eða loforðasúpu A- flokkanna þegar launaumslögin eru tóm eftir skattpíningu vinstri flokk- anna og dýrtíð af þeirra völdum? Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn flokka lagt spilin á borðið með djarf- huga stefnuskrá og segir þjóðinni hvað hann ætlar að gera að afloknum kosningum ef hann fær til þess nægjanlegt fylgi kjósenda. öll þjóð- málaumræðan snýst um stefnu Sjálf- stæðisflokksins og vinstri menn eru skömmustulegir yfir þeim ógöngum sem þeir hafa leitt þjóðina í og kvíða einkunnagjöfinni sem þeir eiga von á frá þjóðinni um næstu helgi. Þeir gera allt sem þeir geta til þess að sverta þessa stefnu og snúa út úr henni. Verði þeim að góðu, nú er kosið um stefnu Sjálfstæðisflokksins og ég er þess fullviss að hún á hljóm- grunn hjá þjóðinni. Eflum einn flokk til ábyrgðar. Þakkarorð til Ellerts Schram —og um kosningamar á sunnudaginn Jóhann Þórólfsson skrifar: Vil ég þá fyrst byrja á því að þakka Ellert fyrir þá drengilegu framkomu hans og velvild er hann sýndi vini mínum Pétri, með því að færa hann á lista Sjálfstæðisflokksins upp í öruggt sæti þar sem hann skipar nú 6. sæti. Mér finnst það helviti hart að sjó- mannastéttin og hinir lægst launuðu ásamt gamla fólkinu sem hann hefur barizt fyrir af drengskap og dugnaði, eigi að sitja á hakanum. Vonandi kemur það ekki fyrir aftur. Nú hefur Ellert bjargað því og ég veit að marg- ir virða hann og meta fyrir hans drengilega sjónarmið. Þar sem kosn- ingar fara fram á sunnudaginn er ekki úr vegi að láta hugann reika til stjórnmálamanna smástund. Við kjósendur hljótum nú að vera anzi sæmilega mettir af þessu tali ,,Ég vcit, að margir virða Ellert og meta fyrír hans drengilegu sjónar-, mið,” segir bréfritari. þeirra, bæði í sjónvarpi, útvarpi og blöðum. Allir ætla þeir að stöðva verðbólguna, já, og koma henni niður í 30 prósent og þar með að bæta efnahag þjóðarinnar. Það verður ekki amalegt að lifa i þessu landi eftir að næsta ríkisstjórn verður mynduð þegar flokkur eins-og Fram- sóknarflokkur með Ólaf Jóhannes- son í fararbroddi hugsar sér að mynda einu sinni enn vinstri stjórn, flokkur sem er til vinstri í dag og til hægri á morgun, sem sagt hann er eins og vindurinn blæs í það og það sinn enda líka eins og sagt er opinn i báða enda. Með þvi, kjósendur góðir, að'kjósa hann er atkvæðum kastað áglæ. Það mætti skrifa langa grein um óstjórn íslendinga og ráðamenn þjóðarinnar sem aldrei þora að taka föstum tökum þá óðaverðbólgu sem yfirokkurdynur. Læt þetta nægja þótt margt sé til að tala um. „Framsókn á skilið traust kjósenda” Ljósfarí skrifar: Kosningabaráttan er nú að renna sitt skeið. Málgögn stjórnmálaflokk- anna hafa hvert í kapp við annað gert tilraunir til að varpa mestu rýrð á andstöðuflokkana og gera þá óábyggilega í augum almennings. Það leynist þó ekki hvernig landið liggur því fólki er ljóst hver á ámælin skilið. Morgunblaðið og Þjóðviljinn veitast að Framsóknarflokknum báðir með sömu rökin að Fram- sóknarflokkurinn ætli í stjórn með hinum. Tíminn svarar þessu með yfiriýsingum um vilja i vinstri stjórn. Alþýðublaðið kappkostar hinsvegar að hrósa sjálfu sér, skjótvirk og ,,ár- angursrík” störf alþýðuflokksmanna stíga þeim svo til höfuðs að ætla mætti að þeir telji sig í guðatölu. Störf þeirra munu þó vart verða til annars en að þeir geti fætt flokks- menn sína á einu brauði. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- bandalagið hræðast báðir Fram- sóknarflokkinn. Sjálfstæðisflokkur- inn vegna þess að Framsókn verði leiðandi afl til vinstra samstarfs. Þeir eru eini flokkurinn sem hefur gefið slíkar upplýsingar um vilja í vinstri stjórn. íhaldið hefur glatað þeirri von sinni að fá meirihluta þingmanna með óábyrgri afstöðu til skamm- degiskosninga. Andstöðuafl Sjálf- stæðisflokksins í baráttu gegn verð- bólgu og eini flokkurinn sem hefur fastmótaða stefnu i þeim málum er Framsóknarflokkurinn. Sjálfstæðis- menn vita líka að Framsókn á skilið traust kjósenda. Alþýðubandalag hræðist hins vegar vegna þess að það þekkir skugga sinn úr síðustu stjóm. Það veitist að framsóknarmönnum með þvi að draga fram í dagsljósið ríkisstjórnir þær sem hann hefur starfað í með Sjálfstæðisflokki. Það er kannski óskastjórn Alþýðubanda- lagsins. Ekki veit ég betur en Alþýðu- bandalagið hafi starfað með Sjálf- stæðisflokknum í ríkisstjórn og hví ekki Alþýðubandalag nú. Hafa al- þýðubandalagsmenn gefið yfirlýs- ingu um að þeir vilji starfa með Al- þýðuflokknum í væntanlegri vinstri- stjórn? Þeir eru kannski svo óábyrgir kjósendum sínum og láglaunafólki að þeir stefni að því að vera utan stjórna og ætla Sjálfst.flokki völd næstu ómældu framtíð. A-flokkarnir svokölluðu hafa um langt skeið verið erkifjendur í íslenzkri pólitík og virðast ekkert breytast með breyttum tímum. Sýnir það að fastmótaðar stjórnmálakenningar, sem samdar voru fyrir tugum og hundruðum ára langt úti í heimi við allt aðrar að- stæður, standast ekki hvað þá þegar stjórna á með þeim báðum. Framsóknarflokkur hefur því haft erfitt hlutverk i íslenzkri pólitík, það er, að sætta þessi að því er virðist ósættanlegu öfl. Þeim mun sterkari sem Framsóknarflokkur er ætti honum að vera auðveldara að vera sáttasemjari og i raun ættu allir vinstri menn að ganga í einn flokk og mynda þar með sterkan vinstri flokk. Framsóknarflokkurinn er sá eini sem er vænlegur til þess hlutverks. Kirkjufélag Digranesprestakalls FLÚAMARKAÐUR OGBASAR verður í Safiiaðarheimilinu við Bjarnhólastíg LAUGARDAGINN 1. DES. KL. 2 E.H. Margt águlegra muna — kökur ognufl. Komið og gerið góð kaup — og styrkið gott málefhi um leið. NEFNDIN

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.