Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 16
16 erum vió komnk med fuKt hús afjóh- skrauti og jóhpappír sem enginn annar ermeá MUHÚSIO Laugavegi 178 — Sími 86780 (næsta hús við Sjónvarpið) Söngskglinn í Reykjavík Aukasýning Hvað er svo glatt SÖNGUR & GAMAN í Háskólabíói MIÐASALA FRÁ KL. 16.00. DAGBLAÐID. FOSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979. SJÁLFSTÆÐISMENN REYNDU AÐ HEFTA FRJÁLSA USTSKÖPUN — seinheppinn áróðursmaður er Birgir ísleifur Gunnarsson „Alþýðubandalagið er andstætt frjálsri listsköpun,” segir Birgir ís- leifur Gunnarsson, 3. maður álista Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik, i grein í Dagblaðinu sl. þriðjudag (27. nóv.). Lái mér hver sem vill, þótt ég teldi þetta til tíðinda, en hversu oft sem ég las greinina vandlega í gegn og þræddi þar alla krákustíga, var ekki stafkrók að finna til rökstuðnings þessari fullyrðingu. Hér var um að ræða órökstudda staðhæfingu, dylgjur, og skynibornari maður en Birgir ísleifur hefði gert sér grein fyrir, að listamenn læsu þetta af áhuga, því að þetta snertir þeirra eigin starfsgrein, og þeir hlytu að heimta sannanir. Birgir ísleifur slær þvi eitt af mörgum vindhöggum þessarar kosningabaráttu, hafi hann ætlað listamönnum að trúa slíkri full- yrðingu án þess að henni fylgdi nokkuð, sem mark var á takandi. Og geti hann ekki fært einhver dæmi máli sínu til sönnunar, hljóta orð hans að dæmast dauð og ómerk, en einnig afar heimskuleg. En Birgir ísleifur er líka sein- heppinn. Það gerist til allrar hamingju ekki oft, að löggjafinn ætli sér að hefta frjálsa hugsun listamanna eða segja þeim fyrir verkum. En á stjórnartíma Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins (1974—78) var lagt fram frumvarp til leiklistarlaga. í frumvarpinu stóð eftirfarandi á- kvæði um hlutverk leiklistarráðs, að það skyldi vera „vettvangur skoðanaskipta og umræðna um leik- listarmál og stuðla að stefnumótun á því sviði á hverjum tíma.” Gegn þessu ákvæði barðist ég þá á þeim for- sendum, að hugsanlega mætti skilja þetta ákvæði á þann veg, að opinbert leiklistarráð ætti að ráða því hvaða Kjallarinn Svava Jakobsdóttir tökum listamaður, hvort sem um rit- höfund eða leikhúsfólk væri að ræða, tæki viðfangsefni sitt. Þetta á- kvæði gæti þannig heft frjálsa list- sköpun. í stjórnartíð Geirs Hallgrímssonar var ekki nokkur leið að fá þetta ákvaéði tekið út úr frum- varpinu, og það varð að lögum. Það var ekki fyrr en á næstsíðasta þingi, í tið vinstri stjórnar, er ég var for- maður menntamálanefndar neðri deildar og Ragnar Arnalds mennta- málaráðherra, að ég knúði fram breytingu á lögunum, er hafnaði slíkri opinberri stefnumótun í leiklist- armálum. Það gerist til allrar hamingju heldur ekki oft á löggjafarþingi okkar, að ritskoðunar á listum sé krafist. Þess er þó skemmst að minnast, er einn þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, Ragnhildur Helga- dóttir, kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár, ekki einungis til þess að krefj- ast ritskoðunar á bók sem naut þýð- ingarstyrks úr Norræna þýðingar- sjóðnum, heldur jafnframt til að krefjast refsingar til handa þeim sem stóðu að útgáfu bókarinnar hér á landi. Ragnhildur Helgadóttir talaði enga tæpitungu. Hún sagði orðrétt: „En það er ljóst að hér þarf viðbrögð. Viðeigandi stjórnvöld á- kveða til hvaða aðgerða samkvæmt íslenskum lögum ætti að grípa, og sá sem hefur málefni Norræna þýðing- arsjóðsins með höndum fyrir ísland, þ.e. hæstvirtur menntamálaráðherra, ætti að ákveða í fyrsta lagi að leysa þá frá störfum sem misbeita svo valdi sínu og í öðru lagi að standa að og styðja breytingar á reglum sjóðsins.” Hér er þeim sem starfa að listum og bókaútgáfu í landinu umbúða- laust hótað refsingu og atvinnumissi, ef starf þeirra og listrænn skerfur fellur ekki Sjálfstæðisflokknum í geð. Ég læt lesendum eftir að dæma um hvort listsköpun geti talist frjáls við þau skilyrði sem Sjálfsæðisflokk- urinn setur. Og ætla þeir sem unna frjálsri hugsun og frjálsri listsköpun að kjósa slíkan flokk yfir sig? Svava Jakobsdóttir. „Umbúöalaust hótað refsingu og atvinnu- missi, ef starf þeirra... fellur ekki Sjálf- stæðisflokknum í geð.’ r OPH) í KVOLD TIL KL 7 Póstsendum LAUGAVEG/69 SÍM116850. ÖKKLASKÚR ÚR LEÐRI Litur: Vínrautt Kr. 33.650.- leöur Verðkr. 17.150.- Vi AFRAM TIL FRAM- SÓKNAR 0G FRAMFARA tlm síðustu aldamót, svo dæmi sé tekið, voru að alast upp á íslandi ungmenni sem bjuggu við harla ólík lífskjör miðað við þau sem nú eru að komast til vits og ára. Híbýli fólksins voru hin hrörlegustu og oft á tíðum raunverulegir moldarkofar hlaðnir úr torfi og grjóti. Lýsing húsanna var af mjög skornum skammti eða aðeins frá svonefndum grútarlömpum, sömu- leiðis upphitun aðeins frá hlöðum. Kveiktir voru eldar heimilanna við hlóðirnar og þá var táknræn sú athöfn á fjölda heimila að „fela eld” eins og það var kallað. Sú athöfn var í því fólgin að agnarlítil glóð var látin loga yfir nóttina til að hægt væri að kveikja eld að morgni. Oft á tíðum voru vetur svo harðir að við lá að fólk og fénaður frysi til bana. Búpeningur féll af veikleika og harðindum og varð þá oft bjargar- skortur hjá fjölda heimila. Ekki var það óalgengt í ofanálag að eina og sama fjölskyldan missti tvö eða jafnvel þrjú börn á sama árinu. Þá Kjallarinn Jón Eyjóffsson voru mörg og þung sporin stigin til kirkjugarðanna. Á veturna hurfu lágir bæirnir að mestu i snjóskaflana en þegar vetrarmorgunn lýsti upp hjarnið sást að rauk upp um mjallarþökin. Menntun barna og ungmenna var oftast af þvi allra minnsta hjá alþýðu manna, aðeins lært að Iesa og að draga til stafs, svo og reikningur með eins konar tölum. Ungmenni í þá daga áttu að sjálfsögðu sínar vonir og þrár um betri menntun og lífskjör en svigrúmið til að láta draumana rætast var ekki mikið hjá alþýðu manna 'sökum fátæktar. Allir urðu að vinna og læra að bjarga sér á frumstæðan hátt og oft var vinna barna og ungmenna svo mikil að við lá að um hreinan þrældóm væri að ræða. Þá voru heldur ekki komin þau samgöngutæki sem nú eru allra eign og þykja sjálfsögð. Þá urðu menn að 'brjótast yfir fjöll og heiðar fótgangndi í ófærð og snjósköflum öðrum til aðstoðar og bjargar þegar illa stóðá. Þrautseigja fólksins var í raun og veru undraverð og það geymdi í sálu sinni þann lífsneista sem til þurfti til að lifinu yrði lifað. í örðugleikum I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.