Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979. Framsókn hef ur vinninginn hjá KEA áAkureyri Úrslit í skoðanakönnun starfs- manna á skrifstofum KEA á Akur- cyri voru sem hér segir: A-2 atkvæði B-38 atkvæði D-3 atkvæði G-4 atkvæði S-4atkvæði Alls tóku 59 þátt i skoðanakönn- uninni. Átta seðlar voru auðir og ógildir. Starfsmenn í vöruhúsi og birgða- stöð KEA gerðu einnig skoðana- könnun hjá sér og tóku 65 þátt í henni. Atkvæði féllu þannig: A-listi: 3 atkvæði B-listi: 27 atkvæöi D-listi: 12 alkvæði G-listi: 8 atkvæði S-listi: éalkvæði. Auðir seðlar og ógildir voru níu. í Mjólkursamlagi KEA fór skoðanakönnun þannig þar sem 45 kusu af 58 starfsmönnum: A—6 = 13.95% B-22 = 51.16% D-3 = 6.98% G-9 = 20.93% S-3 = 6.98% óákv. 1 ogógildur 1. » -ÓV/BS. AðalgeirogViðar á Akureyri: D-listinn íforystu 50 starfsmenn hjá bygginga- féiaginu Aðalgeir og Viðar á Akur- ■ eyri cfndu til skoðanakönnunar: Alþýðuflokkur 2 atkvæði, Framsóknarflokkur 12atkvæði, Sjálfstæðisflokkur I9atkvæði, Alþýðubandalag 5 atkvæði, Sólness-listinn 9 atkvæði. Auðir og ógildir 3. -ARH. Sex fyrirtæki í Keflavík: Kratar sterkir Starfsmenn i 6 fyrirtækjum i Keflavik hafa efnt til skoðanakönn- unar. Fyrirtækin eru: Ólafur l.árus- son Hraðfrystihús, Slökkvistöðin, Skipasmiðastöðin Keflavik, Bifreiða- verkstæði og snjóruðningsdeild á Kcflavikurflugvelli og Hitavcita Suðurnesja. Heildarúrslit eru scm hér segir: Alþýðuflokkur HOatkvæði, Framsóknarflokkur 21 atkvæði, SjálfstæðisflokkurSOatkvæði, Alþýðubandalagið 18alkvæði, Sólskinsflokkurinn 2atkvæði. -BS. Björgúlfurá Dalvik: Sólnes fékk meira en hinir samanlagt Ahöfnin á togaranum Björgúlfi frá Dalvík cfndi lil skoðanakönnunar: Alþýðuflokkur I atkvæði, FramsóknarflokkurOatkvæði, Sjálfstæðisflokkur 2 atkvæði, Alþýðubandalág 2 atkvæði, Sólness-listinn 7 atkvæði, Auöirogógildir 1. -ARH. Hitaveita Akureyrar: Sólnessigur Starfsmenn Hitaveitu Akureyrar efndu til skoöanakönnunar. Úrslit urðu: Alþýðuflokkur 1 atkvæði, Framsóknarflokkur 5 atkvæði, Sjálfstæðisflokkur4atkvæði, Alþýðubandalag 3 atkvæði, Sólness-lislinn 7 atkvæöi, Auðirogógildir2. -ARH. Togarinn Sléttbakur: Hreinn meirihluti hjáSólnes Áhöfnin á togaranum Sléttbak á Akureyri efndi til skoðanakönnunar. Alþýðuflokkur I atkvæði, Framsóknarflokkur Oatkvæði, Sjálfstæöisflokkur 1 atkvæði, Alþýðubandalag 8 atkvæði, Sólness-listinn 12atkvæði. -ARH. Þegar nýja ferjan loksins kom til Hríseyjar: 300 MANNA KAFFISAMSÆTI 0G K0KKTEILB0D Á EFTIR —Veizlan tilbúin um þrjár helgar en skipinu seinkaði Á sunnudaginn kom hið nýja ferjuskip, Sævar, til Hríseyjar i fyrsta sinn en skipið hefur Stál hf. á Seyðisfirði smíðað. Þetta nýja og langþráða skip er 30 brúttólestir, knúið 359 hestafla aðalvél og hefur auk þess tvær Ijósavélar. Skipið átti upphaflega að vera til- búið fyrir mörgum mánuðum en nú hefur afhending þess á lokasprettin- um enn tafizt vegna ýmissa bilana og lagfæringa á því hjá skipasmíðastöð- inni. En þegar skipið kom til Hríseyjar á sunnudag var þvi innilega fagnað og efnt til stórveizlu. Fimmtán kvenna valkyrjuhópur hafði sl. þrjár helgar búizt við komu skipsins en þó skips- koman drægist var stórveizlan tilbúin á sunnudaginn og gestir voru um 300 talsins í samkomuhúsinu Sæborg. Meðal gesta voru allir fyrrverandi þingmenn kjördæmisins, m.a.s. S- listans, og héldu allir hjartnæmar ræður. Nýja Hriseyjarferjan kemur i heimahöfn i fyrsta sinn. DB-mynd: Valdís. Að kaffisamsætinu loknu var öllu ferjuna og veittur var kokkteill. Þótti fullorðnu fólki boðið um borð í nýju sú veizla ekki síðri. Síðan var skólabörnum boðið i siglingu til Dalvíkur með ferjunni og fóru nokkru fleiri í þá ferð en ferj- unni er ætlað að flytja samtímis i framtíðinni. Nýi ferjubáturinn, Sævar, tekur við af eldri og miklu minni Sævari sem haldið hefur uppi samgöngum við Hrísey undanfarið 21 ár. í nýja Sævari er rúmgott farþegarými fyrir 35—40 manns og unnt mun að fiytja einn bíl í hverri ferð milli lands og eyjar. Er 6 tonna vökvakrani um borð. Öll siglingatæki eru af nýjustu gerð, radar, dýptarmælir og hliðar- skrúfa sem mikil bót er að í þröngum höfnum sem ferjan gengur á milli. Sævar verður fyrst og fremst í förum milli Hríseyjar og Litla- Árskógssands. Eru ákveðnar 23 fastaferðir i viku. Auk þess verður siglt til nærliggjandi hafna eftir því sem þörf krefur. Sigling milli lands í fastaferðum og'eyja tekur 15 mín. hvoraleið. -A.St./Valdis, Hrísey. Sláturhús KS á Sauðárkróki: 1081 km af kindagörnum verkaður Sauðfjárslátrun er nýlokið i Slátur- húsi KS á Sauðárkróki sem er með full- komnustu sláturhúsum á landinu hvað allan aðbúnað varðar. Alls var slátrað 65.454 kindum, þar af 7.040 fullorðnum. Meðalþungi dilka var 12,6 kg eða 1,8 lakari en í fyrra. Nýtt eru öll innyfli og er Sláturhús KS eina húsið norðanlands sem hirðir garnir. Verkaðar voru47 þúsund garnir, þar af 27 þúsund saltaðar til útflutnings, og fóru þær á Bretlandsmarkað. Hinar voru frystar og seldar innanlands. Til gamans var reiknað út hve marga km væri búið að verka og reyndust þeir vera 1081. Að jafnaði unnu 150 manns hjá Sláturhúsi KS í haust og var allur aðbúnaður með áaætum. Þess má geta að Sláturhús KS er eitt af örfáum húsum í landinu sem hefur leyfi til útflutnings á kjöti. Sláturhússtjóri er Sigurjón Gestsson. -GAJ/SS, Steintúni 30 barnaleikrit bárust: Ekkert verkið verðlaunahæft Ekkert leikrit verðlaunahæft, var einróma niðurstaða 5 manna dóm- nefndar er fjallaði um 30 handrit að barnaleikritum sem bárust í samkeppni á vegum Ríkisútvarpsins. Efnt var til samkeppni um barnaleikrit til flutnings i hljóðvarpi og sjónvarpi í tilefni barnaárs. Þrenn verðlaun voru í boði fyrir hljóðvarpsleikrit og annað eins fyrir sjónvarpsleikrit. Enginn þótti verðlaunanna verðugur. -ARH. Mannáhverjum kjörstað, ekki kjördeild Eitt orð skolaðist til í forsíðufrétt DB í gær um „eftirlit” flokkanna með kjósendum á kjördag. Þar var haft eftir Bjarna P. Magnússyni hjá Alþýðu- flokknum að flokkurinn yrði með „einn starfsmann i hverri kjördeild.” Þetta er rangt, Bjarni sagði i viðtali við DB í gærmorgun að flokkurinn yrði með einn starfsmann á hverjum kjörstað. DB biðst velvirðingar á þessum mistökum. BSRB: 17,55-39% kaupkröfur Ráðuneytisstjórinn i fjármálaráðu- neytinu, Höskuldur Jónsson, tók í gær á móti nýjum kaupkröfum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í fjarveru Sighvats Björgvinssonar ráðherra sem er í slagnum á Vest- fjörðum. Kaupkröfurnar eru frá 17,55 prósentum upp í 39 prósent, að sögn Haralds Steinþórssonar, fram- k,væmdastjóra BSRB. Krafizt er ^meslrar hækkunar á lægstu flokkana en síðan jafnrar krónutölu í hækkun- um þegar ofar dregur sem leiðir til launajöfnunar. Haraldur nefndi sem dæmi að hæstu laun BSRB-manna væru nú 2,67 sinnum hærri en lægstu launin en yrðu 2,25 sinnum hærri en lægstu laun ef gengið yrði að kröfum BSRB. Hann sagði að krafizt væri að byrjunarlaunin færu í 302 þúsund í 1. launaflokki. Krafan fyrir hæstu laun væri að þau yrði 703 þúsund. Þessar tölur væru miðaðar við kaup eftir hækkunina 1. september. Haraldur sagði að framhaldið færi nú eftir því hvenær komin yrði í landinu rikisstjórn sem gæti byrjað samningaviðræður við BSRB. -HH. Hér fæddist vinstri stjómin — og hér skal hún drepin líka —Birgir ísleifur í heimsókn á „minnsta vinnustað” borgarinnar „Það var talað um það á sínum tíma að vinstri stjórnin hefði orðið til við þennan pylsuskúr og því þykir okkur sjálfstæðismönnum við hæfi að drepa hana hér endanlega líka,” sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þegar hann kom á „minnsta vinnustað Reykjavíkur” síðdegis í gær. Það er að sjálfsögðu pylsuskúr Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar í Austur- stræti. Sjálfstæðismenn hafa, eins og frambjóðendur annarra flokka, sótt vinnustaði stíft og boðað fagnaðar- erindi flokks síns. Trúlega hafa sjálf- stæðismenn þó verið einna duglegastir við slíkar heimsóknir — ef marka má það að þeir séu nú komnir niður í eins manns vinnustaði. Ásgeir Hannes mun hafa notað sér það tækifæri sem hann fékk í gær til að spyrja út í stefnu flokksins sem hann hefur stundum gagnrýnt óvægilega. -ÓV. Birgir tsleifur sporðrennir pylsu til minningar um vinstri stjórnina sálugu. Ekki er annað að sjá en þeir séu álika kátir yfir þvi, Birgir og Ásgeir Hannes Eiriksson. DB-mynd: Ragnar Th.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.