Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 5
.r*>c V *,< ‘‘ i "* 'L*A 'c• ■ .1
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979.
NOKKUR ORD TIL STJÓRNMÁLAMANNA
Dragið þetta nú ekki lengur. Að svo
mæltu sé ég ekki ástæðu til að hafa
þessa kveðju lengri til ykkar. Vona
að þið framkvæmið það sem hér er
talað um. Með beztu kveðju til ykkar
allra.
Hrunið falið
Ólafur Ólafsson, Hátúni 4, skrifar:
Við fali vinstri stjórnarinnar í okt.
sl. brá dagbl. Vísir við skjótt og
framkvæmdi könnun á fylgi ísl.
stjórnmálaflokka. Samkv. þeirri
könnun átti Sjálfstæðisflokkurinn að
fá 35 þingmenn. Samkv. könnun, er
blaðið birtir í dag, föstud. 23. nóv.
ætti sami flokkur að fá 26—27 þing-
sæti. — En nú gerist hið furftúlega:
Þótt lciiað sé með logandi Ijósi í frétt
blaðsins í dag, þá finnst oktöber-
könnunarinnar hvergi getið.
Nú vakna tvær spurningar:
1) Hvað er verið að leitast við að
fela?
2) Hvert hafa áðurnefnd 8—9 þing-
sæti farið (á einum mánuði)?
við þurfum að fá fleiri konur á þing.
Þær stjórna heimili margar hverjar
mjög til sóma, eins gætu þær stjórn-
að þjóðarskútunni ekkert síður
heldur en karlmenn og í þessari hug-
vekju skora ég ykkur kvenfólkið að
stofna ykkar eigin stjórnmálaflokk
áður en karlarnir sökkva skútunni
alveg. Það er kominn tími til að þið
íhugið þetta, ég skyldi verða fljótur
að kjósa ykkur og ég er sannfærður
um að þið munduð fá mikið fylgi.
Kosningagetraun Rauða krossins ereinföld. Leikurinn er í þvífólginn að spá um
fimm tölur, hvernig sætum verði skipt í komandi Alþingiskosningum.
Móttaka seðla í getraunageyma er hjá Rauða kross aðilum og um sjálfa
kosningahelgina frá laugardeginum á bensínstöðvum og við kjörstaðina.
í fyrra seldum við 20.000 seðla án skipulegrar dreifingar. Þá gat enginn giskað
rétt, en þeirsem næst komust, skiptu pottinum milli sín.
"" * ' :. jjt r.;wn «u9<{ i új, /sí.itr ibrj . ’ugtodðrsv njjsg itiöi :wí
Núer búið að dreifaseðlum til flestra heimilaá landinu. Ef við þreföldum
þátttökuna, verður 12 milljón króna pottur til skiptanna.
Kynnist og styðjið starf Rauða krossins innanlands og utan. Lítið við hjá okkur.
Valið er auðvelt.
Sauðkræklingur skrifar:
Ólafur Jóhannesson, fyrrv. for-
sætisráðherra og stærsti verðbólgu-
kóngur landsins, er nú þegar farinn
að gera því skóna við fjölmiðlana, að
hann sé I alvöru að gæla við hugsun-
ina um það að láta kjósa sig sem for-
seta landsins á næsta ári.
Hann er sem sagt á lokaspretti
kosningabaráttunnar að gefa kjós-
endum það í skyn, að hann muni á
miðju næsta ári hlaupast frá þeim og
segja ,,Takk og bless.” Reykvískir
kjósendur ættu að leggja sér þetta vel
á minni og verða fljótari til og segja
við Óla Jó á kjördegi: „Farðu, Óli, í
Fljót og það fljótt.”
Ólafur Jóhannesson skal ekki
halda það, að þjóðin kjósi forseta
sem fær reiðiköst og öskrar i sjón-
varpið þó ung kona spyrji hann
óþægilegra spurninga.
Og Ólafur Jóhannesson þarf ekki
að halda það, að hann í raun haFi
fylgi 42% aðspurðra um forsætisráð-
herrastöðuna þegar aðeins 27% vilja
vinstri stjórn. Ólafur Jóhannesson er
varla svo skyni skroppinn að hann
sjái ekki og skilji ekki þversögnina og
grínið í þessu.
Óli Jó á að hætta þessum kúnstum
og leikaraskap og leggja glottið til
hliðar. Við erum búin að fá nóg af
verðbólgukónginum mikla.
„Ólafur Jóhannesson skilur ekki
grinið,” segir bréfritarí.
Forseta-
draumar
Ólafs
— hann skilur ekki grínið
Jóhann Þórólfsson skrifar:
Það má furðulegt teljast um þessa
framámenn þjóðarinnar, hvað mörg
ár sem þeir sitja á alþingi, að þeim
skuli aldrei lærast að geta stjómað
þessum hólma. Dýrtíðin vex hröðum
skrefum, gjaldmiðill íslendinga er
hvergi gjaldgengur og óráðsían er á
öllum sviðum, sama hvar litið er, að
engin orð fá lýst því ástandi.
Það er eins og ég hef áður sagt að
r
Raddir
lesenda
✓
ES: Auðvitað gleypti svo hið hlut-
lausa ríkisútvarp frétt Vísishráa.
ES: Frétt um skoðanakönnun á
Skattstofu Reykjavíkur, en sam-
kvæmt henni mundu þingsæti í Rvk
skiptast þannig (12 sæti):
A — 3 (1978:3)
B — 1 (1978: 1)
D —6(1978:5)
G —2(1978:3)
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
HJÁLPARSJÓÐUR
IdHNWÓlSWNlSOOnv