Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 16
16________ DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980 REGLUGERÐARAKVÆÐIUM MERKINGU KJÖ1S BROTIN Stundum vantar nafn dýralæknis, stundum einnig sláturhafa og oftast nær er ekki tilgreint hvaða ár varslátrað ,,Það er afar erfitt að tryggja að fólk fái þaö Ijjöt sem það er að greiða fyrir og nánast furðulegt hve eftirlit með sláturleyfishöfuffí er lítið,” sagði Hrafn Bachmann kjötkaup- maður er hann á dögunum sýndi okkur nokkrar miðamerkingar er fylgja kjöti frá sláturleyfishöfum. ,,í allt of mörgum tilfellum eru reglugerðarákvæði sem gilda um þessa hluti brotin, og eftirlitið virðist nánast ekkert því þetta helduráfram áreftirár.” Hrafn sagði að í reglugerð varðandi nautakjöt og annað stór- gripakjöt væri ákvæði sem krefðist þess að merkja ætti sláturár hvers grips. Undantekningarlítið eða kannski undantekningarlaust er þetta ákvæði ekki uppfyllt. Við sáum ótal merkimiða hjá Hrafni þar sem hvergi var getið hvenær gripnum hafði verið slátrað. Á merkimiða kjöts á að vera nafn þess dýralæknis sem á að tryggja gæði kjötsins. Þau sjást ekki nema á hluta þeirra miða sem stórgripakjöti fylgja. Til eru dæmi um að á merkimiðum sé ekki tilgreint nafn sláturleyfishafa né heldur nafn dýra- læknis sem skoðað hefur kjötið og á að tryggja gæði þess. í reglugerðarákvæðum varðandi dilkakjöt er ekki skylda, en þó talið æskilegt, að á merkimiða sé getið um sláturár dilks eða ær. Þess finnast sem betur fer dæmi að sláturárið sé tilgreint en það er ekki í öllum tilfellum, enda ekki skylda sam- kvæmt reglugerð. Varðandi stórgripakjötið kemur það fyrir að prentuðum merkingum hefur verið breytt með blýantsyfir- strikunum. Þannig eru þess dæmi að á kjöti sem merkt var UN II (þýðir ungnautakjöt 2. flokkur) hafi annar leggurinn verið krotaður út og kjötið þannig gert 1. flokks. Upp úr öllu þessu kemur að við verðhækkanir kjöts á þriggja mán- aða fresti koma margar verðhækk- anir á gamalt kjöt. Eru þess þannig dæmi að kindasnitzel og kindabuff, sem unnið er úr lærvöðvum fyrsta flokks ærkjöts, þykir gott og er orðið vinsælt, hafi hækkað um 2500 krón- ur frá því í mai í vor og koma allar hækkanirnar á kjöt sem slátrað var og greitt bónda 1979. Sláturleyfishaf- inn fær allar hækkanirnar. -A.St. Tveir efstu miðarnir til vinstri eru með nafni sláturleyfishafa og á miðunum er lika nafn skoðunardýra- læknis. Á þá báða vantar ártalið. Á tveimur neðstu miðunum er ekkert ártal, ekkert nafn dýralæknis og á öðrum (þeim t.h.) ekki heldur nafn sláturleyfishafa. Miðinn efst til hægri er af kindakjötsskrokk frá Kaupfélagi Borgfirðinga. Þar er um 2. flokks kjöt að ræða, 6. verðflokk. En á miðanum er nafn dýralæknis og sláturártal — sem talið er æskilegt á miða með dilkakjöti en ekki skilyrði eins og á miðum stórgripakjöts. Heilbrigðisreglugerðin bannar einnig sölu á heimabakstri Við vöktum athygli á því í fimmtudagsblaðinu að samkvæmt lögum er bannað að baka kökur í heimahúsum og selja. Þórhallur Halldórsson forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits Reykj avik urborg- ar vakti athygli okkar á því að þetta er einnig bannað samkvæmt heilbrigðisreglugerð borgarinnar. -A.Bj. Marengsbotninn á að vera heimatilbúinn en e.t. r. er hœgt aðfá í bakariinu tilbúna botna með nokkuð háum köntum. DB-mynd Einar Ólason. ISBOMBA Með rommbleyttum rúsínum Einn af þeim ísréttum, sem komust í úrslitin i uppskriftasam- ‘keppninni hét ísbomba, marengs- botn með rommrúsinum og ís. Send- andi var Heiðrún Þorgeirsdóttir, Keflavik. Marengsbotn, bakaður með köntum 1/2 glas rúsinur, lagðar f romm daginn áður súkkulaðispænir og 1/2 Iftri Emmess isl. ísinn er hrærður með rúsínunum og súkkulaði og látinná marengs- botninn. Skreytt með súkkulaði- spónum. -A.Bj. Ódýrt f innskt síróp f Mosfellssveitinni Bakararmótmæla skrifumá Neytendasíðunni: Smákök- urá 40-50 kr „Mér brá við að lesa á Neytenda- siðu Dagblaðsins á fimmtudaginn að í bakaríum séu jólasmákökurnar „yfirleitt seldar á 180 kr. stykkið”. Ég trúi ekki að kökur á slíku brjálæðisverði fyrirfinnist í nokkru bakaríi. Aðalvertíðin í smákökum hjá okkur er fyrir jólin. Við bjóðum 10 tegundir og kostar stykkið af smá- kökum 50 krónur,” sagði Sigþór Sigurjónsson í Bakarameistaranum, Suðurveri. Hann vildi koma á fram- færi athugasemdum við skril Neytendasíðunnar um smá- kökubakstur þar sem rangai upplýsingar sem kæmu þar fram gætu „skaðað viðskiptin hjá okkur”. Sigþór sagði að í umræddri greir væri lika gefið í skyn að bakarat vönduðu ekki smákökubakstur álíka og húsmæður í heimahúsum. Sagði það fjarstæðu: „Bakarar spara ekkert og vanda mikið til vör.u sinnar, hvort sem það eru smákökui eða annað.” Angantýr Vilhjálmsson i Bakaranum við Leirubakka benti DB lika á að hann hefði jafnan á boðstólum sjö til átta tegundir af smákökum, sem kosta 40 krónur stykkið. Smákökurnar í Bakaranum eru litlar, svona eins og „okkur finnst að smákökur eigi að vera”. -ARH. Við minntumst á hve síróp væri dýrt i fimmtudagsblaðinu. Tókum fram að leyfilegt verð væri 2.362 kr. fyrir 1/2 kg. Kona úr Mosfellssveit hringdi og sagði að hún hefði keypt finnskt síróp i Kjörvali og hefði kgdós af því kostað 1.473 kr. Konan sagði að þetta væri Ijóst siróp, mjög gott. -A.Bj. Raddir neytenda Upplýsingaseðill til samanbutóar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlcga scndið okkur þcnnan svarscðil. Þannig cruð þér orðinn virkur þátttak- andi f upplýsingamjðlun mcðal almcnnings um hvcrt sé mcðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt hcimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks. Kostnaður í nóvembermánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr.________ Annað kr. Alls kr. m viKiv i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.