Dagblaðið - 17.12.1980, Side 14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980
—““““““"N
amuÐa
Utgefandi: Dagblaflið hf.
FramkvaemdastJöH: Svalnn R. EyjóHsson. Rltstjöri: J6nas Kristjánsson.
Aðstoðarritstjöri: Haukur Halgason. Fráttastjöri: ómar Vakllmarsson.
Skrifstofustjöri rítstjömar Jöhannas Raykdal.
Íþröttín Halkir Slmonarson. Msnnlng: Aðalstainn IngöMsson. Aðstoðarfréttastjön: Jönas Haraldsson.
Handrit Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson.
Blaðamann: Anna Bjamason, Atíi Rúnar Halldörsson, Atíi 8tainarsson, Ásgeir Tömasson, Bragi Sig-
urösson, Döra Stafánsdöttír, Eln AR>artsdöttír, Gisli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jönsson, Inga
Huld Hákonardöttir, Sigurður 8varrisson.
Ijósmyndir BJamlalfur BjamlaMsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Porri Sigurðsson
og Svolnn Þormöðsson.
Skrtfstofustjöri: ólafur Eyjölfsson. Gjaldkari: Þráinn Þoriaifsson. Augiýsingastjörí: Már E.M. Halldöra-
son. Droifingaratjðri: Valgarður H. Svainsdöttír.
Ritstjöm: Siðumúla 12. Afgralðsla, áskrtftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Aðabimi blaðslns er 27022 (10 Rnur).
Uljuþarfað kveða
Allir vildu Lilju kveðið hafa, var sagt
um frægan ljóðabálk á miðöldum. Hið
sama gerist nú, nokkur hundruð árum
eftir að Eysteinn Ásgrímsson orti sína
Lilju. Nú vilja margir kveðið hafa þá
leiftursókn, sem þjóðin hræddist fyrir
ári.
Helztu leiðtogar stjórnarandstöðu Sjálfstæðis-
flokksins hafa ástæðu til að brosa út í annað, nú þegar
Alþýðubandalagið vill stöðva víxlverkun launa og
verðlags í einu vetfangi, um leið og nýja krónan verður
tekin upp um áramótin.
Alþýðubandalagið er ekki eitt um leiftursóknarhit-
una. Frá Seðlabankanum heyrum við, að draga verði
,,úr verðbólgunni með samstilltu átaki á tiltölulega
skömmum tíma, á meðan hagstæð áhrif gjaldmiðils-
breytingarinnar geta enn orðið að liði”.
Enginn vafi er á, að kjósendur tóku niðurtalningar-
stefnu fram yfir leiftursókn í kosningunum í fyrra.
Líklega hafa margir óttazt, að lækningin yrði sárs-
aukameiri en sjúkdómurinn. En síðan þá hefur mörg-
um snúizt hugur.
Fyrir ári töldu margir sig og þjóðina ekki hafa efni á
hjöðnun verðbólgu. Menn töldu sig og aðra þurfa
verðbólgu til að standa við fjárfestingar sínar og greiða
niður skulduv Nú eru þeir ekki lengur vissir um kosti
verðbólgunnar.
Það væri líka sögulegt slys, ef við létum núllafækk-
unina ríða yfir án þess að nota tækifærið til upp-
skurðar á þjóðarhag. Ríkisstjórnin hefur bæði hér í
blaðinu og annars staðar verið hvött til að láta nú ekki
deigan síga.
Hingað til hefur ágreiningurinn í ríkisstjórninni
einkum virzt vera milli niðurtalningar og algers að-
gerðaleysis. Ennfremur að niðurtalningarmenn Fram-
sóknarflokksins væru þar í hreinum minnihluta gegn
aðgerðaleysissinnum.
Góðar eru því fréttirnar af því, að ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins hafi hreyft hugmyndum um því sem næst
algera stöðvun hækkana launa og verðlags um ára-
mótin. Þeir virðast þar með vera horfnir frá fyrri
stefnu aðgerðaleysis.
Enda hefur Jóhannes Nordal seðlabankastjóri bent
á, að ekki sé „ástæða til að ætla, að kjararýrnun þurfi
að verða umfram það, sem þegar á sér stað við núgild-
andi verðbótakerfi”. Óskerí verðtrygging leiðir líka til
kjaraskerðingar.
í grein í nýútkomnum Fjármálatíðindum heldur
Jóhannes Nordal því fram, að verðbólga síðasta ára-
tugar sé annars eðlis en verðbólga tveggja áratuganna
þar á undan. Þá fór verðbólgan af og til niður í alþjóð-
lega verðbólgu, en aldrei síðan.
Jóhannes segir, að verðbólgu áratuganna 1950—
1970 megi kenna sveiflum í gjaldeyristekjum og við-
skiptakjörum íslendinga. Á áratugnum 1970—1980 sé
hins vegar kominn til sögunnar heimatilbúinn víta-
hringur 40—60% verðbólgu.
Seðlabankastjórinn segir niðurtalninguna gjaldþrota
með því að benda á , ,þann litla og yfirleitt skammæra
árangur, sem náðst hefur á undanförnum árum með
því að reyna að draga úr verðbólgunni með hægfara
aðgerðum á tiltölulega löngum tíma”.
Jóhannes segir það lítils virði að benda á augljósar
staðreyndir af þessu tagi. Aðalatriðið sé að koma á
trausti milli stjórnvalda og helztu þrýstihópa þjóð-
félagsins, ef ráðizt verður í eins konar leiftursókn gegn
verðbólgunni.
Vangaveltur Alþýðubandalagsins eru dæmi um, að
nú er myndaður jarðvegur fyrir aðgerðir, er séu svo
róttækar, að dugi. Þá skiptir ekki máli, hver kveðið
hefur Lilju eða leiftursókn, heldur að hún verði
kveðin.
tu...*.
Nýja myntin
Bráðabirgðalög
eru réttlætanleg
-
Það fer vel á þvl, að nýr áratugur
hefst á Islandi með gildistöku nýs
gjaldmiðils, þar sem gamla verðlausa
krónan hundraðfaldast. Þessi breyt-
ing getur auðveldlega orðið tákn nýs
tíma og nýs viðhorfs 1 efnahagsmál-
um, ef landsmenn bera gæfu til þess
að standa saman um að vernda
stöðugleika hins nýja gjaldmiðiís.
Hvað meina
mennirnir?
En nú bregður svo viö, að alþingis-
menn úr stjórnarandstöðuflokkun-
um, þeir er i annan tíma leggja lítið
til málanna, hrópa slagorð um að
myntbreydngunni skuli frestað!
Hvað meina mennirnir? Þeir hljóta
að vera viti sínu fjær.
Jú, þeir styðja kröfu sína um
frestun myntbreytingarinnar þeim
„rökum”, að eins árs frestur veiti
svigrúm til þess að skoða málið
betur! Auðvitað eru þessi ,,rök” allra
óliklegust til þess að vekja áhuga hins
almenna borgara 1 landinu, svo oft
áður hefur þeim verið beitt við hin
ólikustu mál. Hver kannast ekki við
sagnorðin „að skoða”, ,,að at-
huga”, ,,að rannsaka” úr heimi ís-
lenzkra stjórnmála?
Fullvíst má telja, að allur almenn-
ingur fagni einmitt þeirri ákvörðun,
að um þessi áramót verði gerð gang-
skör að því, með opinberum að-
gerðum, að siðvæða gjaldmiðilinn,
og sem er meginforsenda þess, að
hinni brjáluðu spennu í efnahagslifi
hérlendis linni.
Það er því mikil kaldhæðni, þegar
alþingismenn, sem eiga að stuðla að
festu og öryggi í efnahagsmálum
landsmanna, jafnt og öðrum málum,
efna nánast til uppþots í þingsölum
út af svo sjálfsagðri framkvæmd sem
myntbreytingin er.
Frestun framkvæmda i þessum
efnum leiðir ekki til neins annars en
frekari ringulreiöar og - aukinnar
spennu, auk þess sem allur undirbún-
ingur er kominn á lokastig og myntin
tilbúin til dreifingar. Þeim mönnum,
sem nú hrópa hvað hæst um, að
myntbreytingunni verði „frestað”, er
varla mikið í mun að halda þing-
sætum sínum lengur og mun það
enda sannast, að einhver fréstun mun
verða á endurkjöri þessara þing-
manna. Kjósendur munu því senni-
lega „skoða” hug sinn og „athuga”
gaumgæfilega afstöðu þessará
manna, að lokinni myntbreytingu,
áður en krossað verður við nafn
þeirra 1 næstu kosningum.
Breytt hugarfar
Sú brjálæðislega spenna, sem nú
ríkir í efnahagslífi íslendinga og þar
með hugum fólks, er mikill skað-
valdur fyrir þjóðlifið i landinu, al-
mennt séð. Fólk, sem fær greitt fyrir
vinnu sína með verðlausum seðlum,
losnar smám saman við öll tengsl,
sem þjóðfélaginu er svo nauðsynlegt
að halda milli þegnanna, gagnstætt
því sem nú er, að hver einstaklingur
berst einn út af fyrir sig, og án tillits
til allra aðstæðna, viö að koma hin-
um verðlausa gjaldmiðli í lóg á sem
skemmstum tíma og oftar en ekki
áður en hans er aflað. Með því einu
móti hefur fólki tekizt að lifa af þá
voða- og verðbólgutíma, sem verð-
laus gjaldmiðill hefur átt sinn þátt í
að skapa.
Það er ekki tiltakanlega langsótt að
minna á þá hugarfarsbreytingu, sem
verður hjá fólki 1 þessu verðbólgu-
landi okkar, þegar það fer 1 ferðalag
til annarra land og skilur eftir hinn
verðlausa íslenzka gjaldmiðil, en
notar í hans stað verðmætar myntein-
ingar, hvort sem það eru þýzk mörk,
ensk pund, hollenzk gyllini, Banda-
rikjadollara eða hvaða aðra verð-
mætamynt semer.
Fólki finnst það hafa verömæti í
fórum sínum, hugsunarhátturinn
verður allt annar og öryggistilfinn-
ingin verður meiri við að finna það
og sjá, að gjaldmiOilllnn er vjrtúr óg
verðmætaskipti fara fram á allt ann-
an hátt en hér tíðkast. Þar keppist
fólk Við að halda utan um gjaldmiðil-
inn, hér er keppzt við að losa sig við
hann. Á þessu er grundvallarmunur.
íslendingar þeir, sem búsettir eru
erlendis um lengri eða skemmri tíma,
eiga ekki í neinum erfiðleikum með
að aðlagast því efnahagskerfi, sem
fyrir er í viðkomandi löndum, og
bregður raunar mjög við, ef þeir
flytja heim aftur og komast að raun
um, að ástandiö hefur sífellt farið
versnandi.
Kjallarinn
Geir Andersen
Það er engan veginn rökrétt, að í
atvinnugrein, þar sem aðeins starfa
um 13% alls vinnuafls landsins, skuli
launagreiðslur í þessari atvinnugrein,
fiskiðnaði, vera stefnumarkandi fyrir
allar aðrar atvinnugreinar.
Þar sem þessum atvinnuvegi er séð
fyrir fjármagni, hvort eð er, hvernig
sem veltur, ætti skilyrðislaust að láta
af þeim ósið (þvi auðvitað er það
ekkert annað en ósiður), að mæta
lækkandi fiskverði með gengislækk-
unum. Ef fiskafurðir okkar lækka á
erlendum mörkuðum, á öll þjóðin að
taka þann skell á sig, þar með taldir
sjómenn og útgerð.
Lögbinding
er sjálfsögð
Sá, er þetta ritar, hefur margsinnis
haldið því fram, að gjaldmiðilsbreyt-
ing ein sér sé til mikilla bóta og muni
valda straumhvörfum í hugarfari hjá
fólki. Hinu skal ekki mótmælt, að
svokallaðar „róttækar” ráðstafanir,
sem sífellt er klifað á að gera þurfi
samhliða myntbreytingunni, svo að
hún hafi áhrif til langframa eru
æskilegar, en alls ekki nauðsynlegar.
Enginn getur heldur sagt fyrir með
fullri vissu, hvaða aðgerðir, hvort
serfi þær eru taldar róttækar eða
ekki, hafaáhrif til langframa. Þannig
yrðu þeir stjórnarandstæðingar eða
aðrir, sem heimta nú þegar skýr svör
við þvi, hvaða efnahagsráðstafanir
eigi að gera samhliða myntbreyting-
unni, engu nær í sjálfu sér, þótt slíkar
aðgerðir væru opinberaðar í dag.
Það eina, sem myndi ske við slíka
opinberun er, að samstundis upp-
hæfust ramakvein frá þeim sömu
mönnum og opinberunina heimta,
sem aftur leiddi til þess, að málþóf og
deilur hæfust um þær aðgerðir mun
fyrr en nauðsynlegt er. Það myndi
svo aftur leiða til þess að veikja fyrir-
fram þær aðgerðir, sem æskilegar eru
taldar.
'Það leiðir því af sjálfu sér og
verður varla í móti mælt með neinum
rökum, að það er meira en réttlætan-
legt að setja bráðabirgðalög, meöan
Alþingi er ekki að störfum, ef svo
fer, að undirbúningi að æskilegum
ráðstöfunum verður ekki lokið, áður
en Alþingi lýkur störfum fyrir jóla-
leyfl. Ennfremur mælir ekkert á móti
því, að ráðstafanir í efnahagsmálum
séu gerðar innan ramma gildandi
iagaheimilda.
Þær ráðstafanir, sem æskilegast
væri, að bráðabirgðalög yrðu sett
um, eru lögbinding kaupgjalds og
verðlags og fastskráning gengis
erlends gjaldmiðils miðað við þá
skráningu, sem gildir við myntbreyt-
inguna.
Það er ekkert, sem mælir á móti
því, að slikar ráðstafanir verði fram-
kvæmdar með lagaheimildum eða
bráðabirgðalögum, sem yrðu síðan
staðfest á Alþingi, eftir að það kemur
saman að nýju í janúar.
Svo langþreyttur er almenningur
orðinn á því að bíða eftir aðgerðum
hinna ýmsu undangenginna ríkis-
stjóma, að ákvörðunartaka nú
myndi mælast vel fyrir hjá fólki.
Þegar ákvörðun um lögbindingu
kaupgjalds og verðlags er annars
vegar, verður ekki hjá því komizt, áð
einhverjir telji á rétt sinn gengið.
Slíkur réttur er þó ímyndun ein, auk
þess sem sá „réttur”, ef einhver er,
verður harla lítils virði, ef halda á
áfram á sömu braut og hingað til
hefur verið gert. Víxlhækkanir kaup-
gjalds og verðalgs er varla hægt að
telja til réttinda, hvað þá hagsbóta
fy rir einn eða annan í þessu landi.
Ef einhverjir vilja kalla lögbind-
ingu kaupgjalds og verðlags „kaup-
bindingu og verðlagshöft”, þá er
slíkt ekkert annað en gildir í velflest-
um nálægum löndum Vestur-Evrópu
og Bandarikjunum, en þar er heldur
ekki til staðar lögbundin kaupgjalds-
vísitala, byggingarvísitala eða fram-
færsluvísitala, né heldur atvinnu-
vegir, sem fá ómælt fjármagn sjálf-
krafa frá sameiginlegum sjóði lands-
manna, hvernig sem reksturinn
gengur.
Að öllu samanlögðu, og þegar litið
er til þess ástands, sem skapast mun
héré landi, að óbreyttum aðstæðum,
er ekki áhorfsmál, að myntbreytingin
og æskilegar ráðstafanir samhliða
henni, sem eru raunar ekki annað en
„pennastriks-framkvæmdir” er sú
hagstæðasta lausn sem íslendingar
eiga völ á til þess að ná fótfestu á
hinu hála svelli efnahagsmála, sem
landsmenn hafa naumast kynnzt í
eigin landi, nema í formi skötulíkis.
Geir R. Andersen.
£ „Þær ráðstafanir, sem æskilegast væri,
að bráðabirgðalög yrðu sett um, eru lög-
binding kaupgjalds og verðlags og fastskrán-
ing gengis erlends gjaldmiðils miðað við þá
skráningu, sem gildir við myntbreytinguna.”