Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 8
8 — — v ... DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent Dauflega horfir um fríð í Ubanon: ENN ER BARIZT AF HÖRKU í LÍBANON — ísraelsmenn lofa að reyna ekki að eyðileggja loftvamaeldf laugar Sýrlendinga í Líbanon meðan enn er unnið að sáttatilraunum í deilu ísraels og Sýriands Enn var barizt i Libanon í nótt og var skipzt á skotum yfir hina svoköll- uðu grænu línu sem skilur að hverfi kristinna manna og múhameðstrúar- manna í Beirút. Tilraunir til að koma á vopnahléi í gær virðast því hafa mistekizt. Sjúkrahúslæknar skýrðu frá því að yfir tuttugu manns hefðu látið lífið í skotbardögum um helgina. Tala særðravar óþekkt. Ríkisútvarpið í Beirút skýrði frá því I gær aö reynt væri að koma á vopnahléi eftir pólitiskum Ieiðum en sýnilegt er að þær tilraunir hafa farið út um þúfur. Kristnir hægri menn og islamskir vinstri menn sökuðu hvorir aðra um að hafa hafið bardagana. ísraelsmenn drógu nokkuð úr spennunni um eldflaugaskotpalla Sýrlendinga i Líbanon með því að lýsa því yfir í gær að þeir myndu ekki ráðast á þá meðan enn væri mögu- leiki á friðsamlegri lausn. Ágrein- ingur mun nú innan ríkisstjórnar ísraels um þetta mál en samkomulag varð um það í gær innan stjórnar- innar að ekki skyldi reynt að eyði- leggja skoktpalla Sýrlendinga meðan Philip Habib sendimaður Bandaríkj- anna héldi áfram sáttatilraunum sín- Búizt er við að Habib komi til ísraels í dag eða á morgun aö nýju eftir að hafa sótt Saudi-Araba, Sýrlendinga og Libanonsmenn heim. I REUTER 8 Yorkshire-lög- reglan veitir Atíanta aðstoð Yorkshire-lögreglan hefur nú sent einn af sínum reyndustu mönnum, Ronald Gregory, til aðstoðar Atlanta- lögreglunni í Bandaríkjunum vegna hinna . óhugnanlegu og óupplýstu morða þar síðustu mánuði. Eru morðin nú orðin 27 talsins og lögreglan stendur ráðþrota. Gregory stjórnaði leitinni að Yorks- hire-morðingjanum svonefnda sem myrti þrettán konur á fimm árum. Er reynsla Gregorys talin geta komið Atlanta-lögreglunni til góða. Júgóslavar ásaka Albani Philip Habib sendimaður Bandaríkjanna hcfur verið óþrc.vtandi i sáttatilraunum sfn- um f Miðausturlöndum og þeytzt þar á milli landa undanfarna daga. Höggva Saudi-Ar- abar á hnútinn? —Habib til Sýríands í dag Philip Habib, sendimaður Banda- ríkjastjórnar í deilunni í Mið-austur- löndum, er væntanlegur til Damaskus í dag eftir tveggja daga viðræður við leiðtoga Saudi-Arabfu um leiðir til lausnar eldflaugadeilu Sýrlendinga og ísraelsmanna. Búizt hafði verið við að Habib kæmi til Sýrlands í gær en hann mun hafa ákveöið að framlengja dvöl sína í Saudi-Arabiu um sólarhring til að geta átt ftarlegri viðræður við leiðtoga þar. Heimildir greina að Khalid kon- ungur f Saudi-Arabíu hafi sent bréf til Hafez Al-Assad Sýrlandsforseta f gær. Ekkert er vitað um innihald þess en menn gera sér vonir um að sending þess hleypi nýju blóði í sáttaumleitanir Habibs. ísraelsmenn hafa sem kunnugt er hótað að beita valdi ef Sýrlendingar verða ekki á brott með eldflaugar sínar frá Líbanon. Sýrlendingar segja slikt ekki koma til greina enda séu þær aðeins varnarviðbúnaður. — um að Manda sér í inn- anríkismál í Júgóslavíu Júgóslavar hafa ásakað hina stalín- isku nágranna sína, Albani, um að blanda sér í innanríkismál í Júgóslavíu. Júgóslavneska fréttastofan Tanjug vitnaði í gær í málgagn albanska kommúnistaflokksins þar sem ráða- menn í Belgrad voru hvattir til að veita Kosovohéraði í Suður-Júgóslavíu sjálf- stæði en íbúar þar eru af albönsku bergi brotnir. Mikil uppþot urðu i Kosovohéraði í marz og apríl sfðastliðnum og létu þá níu manns lífiö og fjölmargir særðust. Albanskir þjóðernissinnar voru taldir standa á bak við þessar óeirðir. Leiðtogar í Júgóslavíu kölluðu at- burðina í Kosovo gagnbyltingarstarf- semi og sökuðu Albani um að hafa um árabil reynt að kynda undir með aðskilnaðarsinnum í héraðinu. Mannfall í átök- um á landamærum Kfna og Víetnam Spennan á landamærum Kina og Víetnam jókst mjög í gær. Kinverjar lýstu því þá yfir að þeir hefðu fellt 150 víetnamska hermenn í átökum á landa mærunum. Víetnamar sökuðu Kínverja um vopnaðar ögranir. Átökin i gær eru þau verstu sem skýrt hefur verið frá milli þjóðanna síðan mánaðarlangt landamærastrið Kinverja og Vietnama var háð fyrir tveimur árum. Fréttastofan Nýja Kína sagði að víet- nömsk hersveii hefði ráðizt á landa- mærastöð Kínverja. dyggilega studd af stórskotaliði. „Kínverskar landamærasveitir sneru vörn í sókn af miklu hugrekki og felldu meira en 150 hermenn úr liði fjand- mannsins,” sagði í frétt kínversku fréttastofunnar. Á sama tíma sendu Víetnamar mót mælaorðsendingu til kínverska utan rikisráðuneytisins vegna vaxandi vopn aðra ögrana Kinverja á landamærum þjóðanna. Sigur Mitterrands (til hægri) yfir Giscard d’Estaing forscta í frönsku forsetakosningunum á dögunum hefur mælzt misjafn- lega fyrir. Augljóst er að ýmsir óttast stefnu Mitterrands og hefur sá ótti meðal annars leitt tii þess að frankinn hefur fallið talsvert i verði. í gær hét náinn samstarfsmaður Mitterrands því að hin nýja stjórn Frakklands mundi leitast við að tryggja gengi frankans. Mitterrand tekur formlcga við embætti á miðvikudag. Carter lætur í sér heyra um steff nu Reagans: „Aukinn vígbúnaður kem- ur ekki í stað samninga” —segir Jimmy Carter, sem hvetur Reagan til að gefa ekki mannréttindastefnu Carter-stjórnarínnar upp á bátinn Jimmy Carter fyrrverandi forseti hvatti í gærkvöldi eftirmann sinn, Ronald Reagan, til að gefa ekki upp á bátinn áherzlu Carter-stjórnarinnar á mannréttindi og viðleitni til að kom- ast að samkomulagi við Sovétríkin um takmörkun gjöreyðingarvopna. Þetta er í annað skipti sem Carter heldur ræöu á opinberum vettvangi síðan hann lét af embætti i janúar sföastliðnum. Carter sagði að Bandaríkin þegðu ekki þegar þúsundir manna væru myrtar ( Kampútseu eða þegar ráðizt væri á Afganistan. „Kúgunarstjórnin óttast alls staðar að hinn siðmenntaði heimur muni ekki þegja, að hann muni láta í sér heyra og fordæma brot á grundvall- armannréttindum,” sagði Carter. „Allt of oft i sögunni,” sagði for- setinn fyrrverandi, „hefur traustiö til hljóðlegra, diplómatískra leiða reynzt árangurslaust . . . Þekking al- mennings og fordæming almennings er nauðsynleg til að halda i skefjum þeim sem mundu pynta, fangelsa eða refsa hinum saklausu á annan hátt. ” Hann sagði aö aukinn vigbúnaður Bandarikjanna gæti ekki komið í staðinn fyrir gagnkvæma samninga um takmörkun vígbúnaðar eins og Salt II samkomulagið. Carter bætti við: „Við höfum eðli- lega áhyggjur af útþenslu Rússa en við ættum þó ekki að útiloka frekari samningaviðræður. ”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.