Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 26

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 26
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. MAÍ1981. 26 r Vi stillanlegir og tvívirk- ir höggdeyfar með ábyrgð. arahluta- og viðgerðaþjónustan er hjá okkur. SMYRILL HF.f Ármúla 7, sími 84450, ✓ KJÓLAR Nýjar sendingar e Mikiö úrval Elízubúðin Skipholti 5 Sími 26250 Verðbréfamarkaðurinn auglýsir: • HÚFUM OPNAÐ VERÐBRÉFA 0G FYR IRGREIÐSLUSKRIFSTOFU AÐ HAFNAR STRÆTI 20, R. í NÝJA HÚSINU VIÐ LÆKJARTORG. • HÚFUM KAUPENDUR AÐ 2 OG 3 ÁRA SKULDABRÉFUM, ENNFREMUR VÚRU VÍXLUM. Venlbrcfa- iUarL.’idiirinii l^rkjntonji ^ 12222 r '/ Búnaðarbanki íslands^ óskar eftir tilboðum í byggingu ca 2400 m3 húss fyrir starfsemi sína í Mosfellssveit. Húsinu skal skilað tilbúnu undir tréverk og málningu 15. janúar 1982. Útboðsgögn verða afhent frá og með mánu- deginum 18. maí 1981 á Verkfræðistofunni Ráðgjöf sf., Bolholti 4 Rvk, gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 2. júní kl. 14. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Út6ob Menning Menning Börn íbókum—Fyrri grein Hvað er raunsæi? Silja Aðabtalnsdóttir: (SLENSKAR BARNABÆKUR 1780-1979 Mál og mennlng 1981.402 bis. Er „barnasagan” sérstök sagna- grein, aðgreinileg frá öðrum tegund- um frásagna, annars konar skáldsög- um? Á þá ekki sama við um barna- ljóð, barna-Ieikrit, hverskonar bækur handa börgum að þær séu af sérstöku tagi og þar með frábrugðnar annarskonar bókmenntum og skáld- skap, fullorðins-bókum sem krakk- ar nefna svo einu nafni? Börn og saga Silja Aðalsteinsdóttir ieggur á það áherslu í inngangi að riti sínu um islenskar barnabækur í tvöhundruð ár að verkið sé bókmenntasaga, ætiaö að birta yfirlit yfir sögu og þróun barnabókmennta og setja það i samhengi við pólitíska sögu og sögu annarra bókmennta samtímis þeim. Silja Aöalsteinsdóttir. En til barnabókmennta, barnabóka teljast hér „fyrst og fremst þau skáld- rit sem hafa verið skrifuð og gefin úl á bók handa börnum,” segir hún, ennfremur ýmsar aðrar bækur, „ætlaðar bæði börnum og fullorðn- um en gefnar út í aðgengilegu formi fyrir börn,” og loks er lítillega fjallað um ævintýri og þjóðsögur,,en það eru bókmenntir fyrir alla,” segir Silja. Eins og sjá má eru tvö lykilorðin í þessari skilgreiningu: rit sem „sam- in” eru og „útgefin” beinlínis handa börnum, og upphaf barnabókmennta þar með sett í beint samband við upp- haf bókaútgáfu á almennan markað. Enda kemur fyrsta íslenska barna- bókin sem Silja telur, Barnaljóð séra Vigfúsar Jónssonar, 178, út um sama leyti sem önnur fyrstu frumsömdu skáldrit eftir innlenda samtíðarhöf- unda, kvæði séra Jóns á Bægisá og rímur Árna Böðvarssonar af Úlfari sterka. Gátur og grýlusögur Nú eru bókmenntir auðvitað eldri í landi heldur en bókaútgáfa og bóka- markaður. Og margt af bókmenntum fyrir daga bókaútgáfu hefur efalaust bæði verið ætlað og notað sér í lagi handa börnum — barnagælur, þulur og gátur, grýlusögur, margt af ævin- týrum um dætur og syni karls í koti, svo að eitthvað sé nefnt. Um þessa V „forsögu” sjálfrar barnabóka-sög- unnar ræðir Silja svo sem ekki neitt, en rekur upphaf barna-bókmennta hér í landi sem annarstaðar til 18du aldar og upplýsingastefnunnar. Með eflingu prentiðnar, þróun bókagerðar, uppkomu bókamark- aðar fyrir „almenna lesendur” sem svo eru nefndir og bera eiga kostnað af bókaútgáfunni, breytast auðvitað bókmenntirnar sjálfar, efniviður og aðferðir, afnot og þar með notagildi þeirra. Réttnefnd bóka-bylting er þá orðin, og helgast af tæknistigi, menntun, efnahag í hverju samfélagi, þegar bækur eru orðnar aðgengileg vara öilum almenningi í iandinu. Ætli þeim áfanga hafi verið náð til fulls hér á landi fyrr en um það bil um stríðsárin seinni? Upp úr þvi telur Silja aðalsteinsdóttir raunar að afger- andi þáttaskil verði í íslenskum barnabókmenntum og bókaútgáfu handabörnum. Saga og samtíö Barnabókmenntir okkar eiga eins og aðrar greinar samtíma-bókmennta upphaf sitt á öldinni sem leið. Rekja má með Silju aðdraganda þeirra aftur til loka 18du aldar og lengra þó ef vill. En í rauninni eru eiginlegar barna-bókmenntir mun yngri. Ætli Sigurbjörn Sveinsson sé ekki fyrsti barnabókahöfundur, og Bernskan, frá 1907, fyrsta barnabókin, sem enn er von til að sé lífvænleg. Aftur á móti hefur útgáfa barnabóka aukist örar en önnur bókaútgáfa allmörg undanfarin ár, aldrei meiri en hún varð i fyrra. Samtímis þessu hefur hlutur frumsaminna bóka farið sí- minnkandi á meðal útgefinna barna- bóka. Hér á' landi eins og annarstaðar eru skáldsögur fyrirferöarmesta grein bókmennta á okkar dögum. Skáld- sagan ryður sér í fyrirrúm í bók- menntunum, hér sem annarstaðar, samtímis viðgangi prentaðra bóka, tilkomu hins almenna bókamark- aðar. Eins og barnabókin er umfram allt markaðsvara, eins eru bókmennt- ir barnanna, frumsamdar og þýddar, frá ári til árs, umfram allt barnasögur af ýmislegu tagi. Það fer eftir þessu að barnabóka- saga Silju Aðalsteinsdóttur fjallar um- fram allt um ýtniskonar barnasögur, skáldsagnagerð handa börnum og unglingum. Af tólf aðalköflum í riti hennar eru þrír svo sem til inngangs að efninu (bls. 9—63) en fjórir eru nánast aukageta með aðalefni þess og fjalla um þjóðsögur og ævintýri (64—101), fræðirit (196—203), ljóð og leikrit (204—229) og myndabækur (230—240). Fimm meginkaflar ritsins fjalla allir um sögur og sagnagerð, bókum og höfundum skipað í kafl- ana eftir frásagnarefni og aðferðum þeirra. Barnasögur skipast þar með í fimm aðalflokka: minningasögur (102—125), hversdagssögur (sem Silju finnst „skondnara” hjá sér að kalla „hvunndagssögur” — 126— 148), raunsæjar skáldsögur (149— 195), afþreyingarsögur (241—320) og loks nýjar raunsæissögur (eða „ný- raunsæjar” skáldsögur) á síðasta áratug, eftir 1970 (321—360). Eins og blaðsíðutalið að ofan ber með sér eru það raunsæju skáldsög- urnar fyrr og síðar annarsvegar og svo afþreyingarsögurnar hinsvegar sem mest rúm og umræðu hljóta, enda líklega fyrirferðarmestu bóka- flokkamir. Veltur því augljóslega á miklu í meðferð efnisins hvaða skiln- ing höfundur leggur í megin-hugtök sín tvö, „raunsæi” og „afþreyingu”. f og með tilkomu bókamarkaðar, viðkomu skáldsagna á 19du öld ryðst raunsæisstefna til ríkja í bókmennt- unum, ríkjandi stefna í öllum þorra skáldsagnagerðar enn þann dag í dag, hvað sem líður þróun í bókmenntum að öðru leyti. Flestar skáldsögur semja sig að efnivið og frásagnarað- ferðum sem í upphafi tóku mótun undir merkjum realisma og natúral- isma á öldinni sem leið, og raunsæis- legur frásagnarháttur af þessu tagi auðkennir nánast allar reglulegar skáldsögur handa börnum og ungl- ingum. Að látast og þykjast Það er í stystu máli auðkenni „raunsæislegra” bókmennta að þær keppa umfram allt að veruleikalík- ingu, ekki bara í vali, meðferð, úr- lausn söguefnis, heldur einnig í máls- meðferð og stílshætti. Sögur sem þannig eru sagðar þykjast eða láta eins og þær væru „sannar sögur”, og lesandi tekur aðferð þeirra gilda að því marki að látast eða þykjast trúa sögunni á meðan hann er að lesa hana. Hitt er væntanlega deginum ljósara að slík „líking” með sögu og veruleika segir ekki hót um þá „túlk- un” veruleikans sem saga kann með einu móti eða öðru að birta lesanda sínum. íslensk skáldsagnagerð þróast undir sterkri raunsæishefð allt frá öndverðu og fram á þennan dag. Það er í rauninni ekki fyrr en með tilkomu „módernisma” -í skáldsðgum á sjöunda áratugnum að farið er að vefengja að einhverju marki hina „episku hefð” bókmenntanna. Og varla ágreiningur um það að hámarki og fullkomnun sinni nái hin epíska og raunsæislega frásagnarlist í skáldsög- um Halldórs Laxness á fjórða og fimmta áratug aldarinnar. Um hitt held ég að verði ekki heldur deilt að einhverjar okkar fremstu barnabækur eru skáldsögur nokkurra höfunda sem fyrst koma fram á fjórða áratugnum, einkum og sér í lagi þeirra Stefáns Jónssonar, Ragnheiðar Jónsdóttur, undir merkj- um hinnar félagslegu og pólitísku, róttæku og raunsæju bókmennta- stefnu sem stundum er kennd við „rauða penna”. En ekki er þar með sagt að lesendur séu fúsir til að fallast á það með Silju Aðalsteinsdóttur að meginstefna eða beinlínis markmið þessara bókmennta, þeirra sem máli skipta og munu lifa, hafi verið „að vekja verkafólk til vitundar um niðurbælt afi sitt, segja því hvernig sagan og þjóðfélagsþróunin hefði farið með það og efla það til rétt- mætrar uppreisnar gegn aldagamalli kúgun”. Það er að vísu ljóst að þessi og önnur þvílík ummæli Silju Aðal- steinsdóttur í bókinni ráðast af skoðunum sem hún hefur á því hvað sé réttnefnt og sannarlegt raunsæi í skáldskap. Að þeim verður nánar vikið í annarri grein, á morgun.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.