Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 7
DAGBLADID. MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1981.__________________________________7 Stofnfundur Samtaka um frjálsan útvarpsrekstur í kvöld: „Framundan er nokkurra ára barátta” —segir Ólafur Hauksson, einn stofnendanna ,,Það er ekki þingmeirihluti fyrir frjálsu útvarpi eins og er en við eigum þar marga dygga stuðningsmenn. Við eigum framundan nokkurra ára bar- áttu áður en útvarpsrekstur verður gefinn frjáls,” sagði Ólafur Hauks- son ritstjóri. Hann er einn þeirra sem unnið hefur að undirbúningi stofn- unar Samtaka um frjálsan útvarps- rekstur. Stofnfundurinn verður á Hótel Sðgu I kvöld. „Frjálst útvarp á viða orðið mjög góðan hljómgrunn. Til dæmis gáfu flestir vinnu sína, sem við leituðum til um fyrirgreiðslu vegna stofn- fundarins,” sagði Ólafur. ,,Og stuðningsmenn okkar koma úr öllum stjórnmálaflokkum. Við erum búnir að leita til manna úr öllum flokkum um setu f aðalstjórn samtakanna og undantekningalitið höfum við fengið jákvæðar undirtektir.” Sérstakur gestur stofnfundarins í kvöld verður brezkur dagskrárgerð- armaður frá Samtökum óháöra út- varpsstöðva í Bretlandi, Edwin Riddell aö nafni. Hann mun segja fundarmönnum frá þróun mála í Bretlandi, þar sem óháðar útvarps- stöðvar hafa verið við lýði um nokk- urra ára skeið i samkeppni við ríkis- útvarpið, BBC. Jafnframt mun Riddell svara spurningum, sem kunna að vakna hjá fundarmönnum. Auk ávarps Riddells verða flutt nokkur stutt framsöguerindi. Ólafur Hauksson ræðir um aðdragandann að stofnun Samtakanna um frjálsan útvarpsrekstur, Magnús Axelsson talar um verkefni -amtakanna og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leggur fram stofnsamþykkt og stýrir stjómarkjöri. Fundurinn hefst í kvöld klukkan 20.30. -At „MJÖG GÓÐ REYNSLA AF REKSTRIÓ- HÁÐRA ÚTVARPSSTÖDVA í ENGLANDI —segir Edwin Riddell dagskrárgerðarmaður Edwin Riddell kemur hingað til lands fyrst og fremst tíl að leiðrétta ýmiss konar misskilning sem hefur verið á loftí um frjálsar útvarps- stöðvar. Hann er aðstoöardagskrár- stjóri í fréttadeild Sambands óháðra útvarpsstöðva (IBA) í Englandi. Ein- okun var aflétt af rekstri útvarps þar í landi árið 1973 og ári síðar réðst Riddeil til sambandsins. „Reynslan af rekstri óháðra út- varpsstöðva í Englandi hefur að flestu leytí verið ákaflega góð,” sagði Edwin Riddell í samtali við blaða- mann DB. „Nú eru 24 stöðvar leyfðar. Til stendur að fjölga þeim upp í 44 á næstunni og síðan í 69.” Það er fyrst og fremst þingmönn- um íhaldsflokksins að þakka aö ein- okuninni var aflétt í Englandi. Ridd- ell sagði aö Verkamannaflokkurinn hafi verið á móti frjáisum útvarps- rekstri f upphafi en nú væru flokks- menn i sjöunda himni. „Við höfum ákaflega strangar reglur um að öllum sé gert jafn hátt undir höfði og ekki halli í frásögnum og viðtölum á málflutning neins flokks,” sagði Riddeil. „Gerist for- ráöamenn einhverrar stöðvar brotleg- ir við lögin um frjálst útvarp á hann á hættu að missa réttindin. Fyrirkomulagið hefur verið þannig að hver útvarpsstöð fær þriggja ára leyfi tíl reksturs. Arlega er farið yfir, hvort allt sé í lagi með reksturinn. Sé svo ekki hafa forráðamenn stöðvar- innar tímann þar til samningurinn rennur út tíl að koma rekstrinum i lag. Gerist það ekki missir stöðin leyfi sitt og verður að skila útvarps- sendinum,” sagöi Riddell. Stöðvarnar borga leigu á sendinum til IBA. Hún er mishá eftir hlustenda- fjölda og tekjumöguleikum af aug- lýsingum. Þannig greiðir Capital stöðin til dæmis um milljón sterlings- pund i leigu á ári. Hún hefur nokkrar milljónir hlustenda. Oháð stöð í Ply- mouth, sem hefur um 230 þúsund hlustendur, greiðir þrjátíu þúsund pund í leigu á ári. Edwin Riddell sagði að ekki aðeins pólitíkusar væru ánægðir með þróun útvarpsmála í Englandi. Sömu sögu væri að segja um bæjaryfirvöld og aðra. Stöðvarnar kæmu að góðum notum i neyðartilfellum eins og tíl dæmis þegar mikil snjókoma varð í Skotlandi og allar samgöngur fóru úr skorðum. Edwin Riddell var að lokum spurður um uppbyggingu dagskrár óháöu stöðvanna. „Þetta er blönduð dagskrá svo- kölluð. Tónlist að hluta í bland við fréttir, upplýsingar og símaþætti ým- iss konar (sbr. Bein lína, Eftir hádegið og fleiri íslenzkir þættir). Strangt eftirlit er haft með dagskrán- um til að þær séu innan þess ramma sem lögin leyfa. Dagskrárgerðin og reksturinn allur er fjármögnuð með auglýsingum.” KJARAKAUP KUREKASTIGVEL FYRIR DÖMUR 0G HERRA Verö 49,50 Verð 35,00 Verð 99,95 Teg. 7007 LttunAntik- brúntleður Stærðir 36—46 Teg. 420 -----— Utir: Rautt, blátt oða brúnt gerviefni Stærðir 36—41 Verð áður kr, 490.50 Teg.4421 Litur: fíautt rúsklnn Stærðir 37-41 Verð 99,95 Verð 99,95 Verð 99,95 Teg. 1815 Litur: Hvitt nubuck Stærðir 40 og 41 Verð áður 286,50' Nú 149,85 Teg. 26 Litur: Brúnt, biétt, vinrautt og fjólu- blátt leðurlakk m/leðursólum Stærðir36—41 Verð áður kr. 298,50 Nú kr. 99,95 Teg. 70 - Litur: Fjólublátt eða rautt leðurlakk Stærðir 36-41 Verð áður ku-285,- Nú kr. 99,95 Teg.13 fjólublátt leðurlakk Stærðir 36-41 Verð áður kr_298£0 Nú kr. 99,95 Teg. 8001 Utir: Blátt/grátt rautt/grátt svart/gratt lilla/grátt Stærðir 36-41 Teg.K Lrtur: Hvítt leður Stærðir 36-45 Verð áður ki_554i85 Núkr. 349,- Verð áður kh-245, Nú kr. 99,95 Skóverzlun Þórðar Péturssonar PÓSTSENDUM KIRKJUSTRÆTI8 - SÍM114181

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.