Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1981. BiMBIABlB ftfálsl, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðifl hf. Framkvæmdastjó/i: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aflstoflarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Roykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aðstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamonn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elíp Albertsdóttir, Gbli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurösson, Sigurflur Þorri Sigurðason og Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. Dreifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12.! Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalsimi blaflsins er 27022 (10 Ifnur). Dragnótin blífur Eitt hatrammasta deilumál á Faxa- flóasvæðinu er hin langvinna trúar- bragðastyrjöld um, hvort leyfa skuli dragnót í flóanum. Fá mál hafa fram- kallað annan eins tilfinningahita árum saman af beggja hálfu í umræðum. Dragnótarmenn hafa siðustu árin verið að síga á, eftir fyrra bann við þessari veiði. í fyrra heimilaði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráð- herra tveimur fiskvinnslustöðvum að gera út samtals fimm báta á skarkola í Faxaflóa. Vertíðin stóð frá 1. júlí fram í nóvember, stunduð af gömlum og afllitlum bátum sem nýttust vel til veiða af þessu tagi. Aflinn varð um 1100 tonn eða svipaður og talinn hafði verið hæfilegur og veitti um 100 manns at- vinnu. Enn hafa risið úfar með mönnum, er sjávarútvegs- ráðherra reynir að fá alþingi til að samþykkja endur- tekningu tilraunarinnar frá í fyrra. Ljóst virðist, að frumvarpið nái fram að ganga gegn harðvítugri and- stöðu nokkurra þingmanna. Helzta orsök óbeitar margra á dragnót er, að fyrr á árum voru stundaðar taumlausar veiðar með smáriðn- um dragnótum á grunnslóð. Komst þá á kreik trúar- setningin um, að dragnótin rótaði upp botninum og spillti miðunum. Nú er hins vegar miðað við 155 millimetra möskva og veiðar á takmörkuðu svæði undir vísindalegu eftir- liti Hafrannsóknastofnunar. Slíkt úthald er gerólíkt því, sem varð svo óvinsælt fyrr á árum, að leiddi til veiðibanns. Fiskifræðingar Hafrannsóknastofnunar hafa um langt skeið verið sannfærðir um, að dragnótin væri létt og meinlaust veiðarfæri, sem gerði okkur kleift að nýta skarkolann, einn af sárafáum vannýttum fiskistofnum við landið. Skarkolinn, sem margir þekkja betur sem rauð- sprettu, er einhver mesti herramannsmatur, sem hér er dreginn á land, einkum á vertíðartímanum síðari hluta sumars og haust. Skyldur honum og ekki síðri mat- fiskur er sólkolinn, sem ekkert er veiddur. Af ýmsum ástæðum hefur okkur reynzt erfitt að gera rauðsprettuna verðmæta til útflutnings. Hún hefur tapað sér í frystingu og ekki gefið nema brot af því verði, sem útlendingar hafa greitt fyrir hana ferska af heimaslóðum. Samt er reiknað með, að veiðin og vinnslan í fyrra hafi staðið undir sér og muni gera það áfram, ef ekki verður lagt í fjárfestingu til afkasta langt umfram þörf. Og það ætti að mega tryggja með varfærnu frumvarpi sj ávarútvegsr áðherr a. Hitt væri svo óneitanlega spennandi, ef unnt væri að koma skarkola og sólkola férskum í flugi á erlendan markað. Vegna óvenjumikils verðmunar á þessum fiski í fersku og frystu ástandi, ætti hér að vera verðugt viðfangsefni fyrir framtakssama. Fáránlegt er, að andstæðingar dragnótar geti talað um herramannsmatinn sem skít, er sé aðeins tækur í gúanó. Sé svo, hlýtur pottur að vera brotinn einhvers staðar í veiðum, vinnslu eða dreifingu. Það er bara verkefni til að leysa. Þegar skarkolafræðingar og veiðarfærafræðingar Hafrannsóknastofnunar þykjast vera búnir að full- reyna, að óhætt sé að veiða skarkola í dragnót í Faxa- flóa, er kominn tími til að slíðra sverð og láta af trúar- bragðadeilum. Um leið er nauðsynlegt að fara varlega í undanþág- um og beita ströngu eftirliti, svo ekki verði í þessum veiðum gerð nein mistök í líkingu við þau, sem gerð hafa verið við veiðar í suma aðra stofna. / Arás, árás Allir góðir kaupmenn kappkosta að hafa sem bezta vöru á boðstólum og koma þannig á móti óskum viðskiptamanna sinna. Það reynist hins vegar stundum erfitt fyrir kaup- manninn að uppfylla slikar óskir og fer það þá oftast eftir því um hvaða vörutegund er að ræða. Sé t.d. um að ræöa viðkvæma matvörutegund, eins og kartöflur, fær kaupmaöurinn litlu ráðið um gæði vörunnar, hann verður bara að selja það sem í pokanum er. - Nýlega flutti yfirmatsmaður garð- ávaxta, Eðvald B. Malmquist, ágætt erindi í Ríkisútvarpið þar sem hann undirstrikar að verði kartöflur fyrir áföllum og hnjaski í upptöku eða i fyrstu meðferð þá verði þær aldrei annað en gölluð söluvara. Að sjálfsögðu ber yfirmatsmannin- um skylda til þess að sjá um að sem beztar kartöflur séu á markaðnum hverju sinni. Það er öllum fyrir beztu, jafnt framleiðendum sem neytendum. Þetta er annars vegar reynt með gæðamati en hins vegar með leiðbeiningum. Umrætt erindi yfirmatsmannsins var mjög þarflegt m.a. vegna þess að í því kom fram ábending til framleið- enda varðandi framieiðsiu á steikar- kartöflum. Við höfum verið bændaþjóð, bændasamfélag, í þúsund ár. Hefðu bændurnir ekki þraukað og borið sigurorð af piágum og erlendri áþján, þraukað þolinmóðir í harðbýlu landi og borið gæfu til að skapa sérstæða þjóðmenningu, værum við ekki til i dag sem þjóð. Org kartöflu- framleiðanda En þar með er ekki sagt að það megi ekki ræða um íslenzkan Iand- búnað, alveg eins og um aðrar at- vinnugreinar þjóðarinnar. Það er hollt að skiptast á skoðunum, setja fram ný sjónarmið, ræða nýjar leiðir. Um landbúnaðarmál hefur lika verið fjörug umræða annað veifið upp á síðkastið. En það bregzt þá heldur ISLENZKUR HAG- VÖXTUR ER HÁÐ- UR SKYNSAMLEG- UM 0RKUBÚSKAP Svo treglega sem flóðgáttir himins- ins hafa opnazt á Þjórsársvæðinu undanfarin ár, mætti halda, að „rauðbirknir” orkuráðherrar séu ekki í náð þar efra. En nú hefur Hjörleifur óuttormsson spilað út sínu trompi, sem er frumvarp til laga um raforkuver, lagt fyrir Alþingi á mánudaginn var. Það er sagt stefnu- mótandi fyrir virkjunarframkvæmdir næstu 10 til 15 ára, enda geymir það ráðagerð um framleiðslu 720 mega- vatta til viðbótar þeim „litlum” 542, sem við höfum nú aðgang að. Við höfum setið heldur aftarlega á mer- inni, en nú á að hleypa Skjónu á val- hopp. Nýstárlegt lagafrumvarp Nefnt stórfrumvarp vekur margar spurningar, svo sem hvort líkja megi þvi við stjórnarskrá I Afríkulýðveldi. Þar í álfu er raunin, að því hástemmdari sem orð og yfirlýsingar stjórnarskráa eru, þeim mun minna er aö marka þær. Hefði komið fram frumvarp um virkjun Blöndu einnar eða Fljótsdalsvirkjunar, hefði slíkt plagg sagt talsvert. Þá hefðu menn vitað, hvað er í vændum og væntan- lega, að hendur verði látnar standa fram úr ermum. Því fleiri megavött sem nefnd eru í frumvarpinu, þeim mun víðara er þaö og óáþreifanlegra um, að hverju raunverulega er stefnt. Spyrja má t.d., hvort ráð sé að binda stjórnarstefnu í lög en ekki í málefnasamning til að tryggja, að ráð- herrar haldi sig við efniö. Hvað verður langt þangað til að stefnu- ræða forsætisráðherra verður gefin út sem lög samþykkt af Alþingi á hverju hausti? í orkulðgum frá 1967 segir að Orkustofnun skuli vinna að rannsókn- um og áætlunargerð um hagnýtingu orkulinda landsins til langs tima. Ef nýja raforkuveralagafrumvarpið segir eitthvað, sem festa má hendur á, þá er það yfirlýsing þess um stór- V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.