Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. MAÍ1981. 21 6 km ósteyptur vegarkaf li á Kjalarnesi veldur íbúum Grundarhverfis miklu tjóni: ÞURFA AÐ SKIPTA UM BÍLRÚÐ- UR ÁRLEGA FYRIR SKODUN — kaflinn verður steypturá næstu þremurárum, segir þingmaður kjördæmisins „Það tekur því ekki fyrir okkur að vera að skipta um bílrúður nema einu sinni á ári, fyrir skoðun, þær brotna strax aftur. Ég get nefnt sem dæmi að ég keypti í fyrra nýja rúðu. Þremur dögum seinna kom fyrsti bresturinn og þegar ég skipti núna um daginn voru 10 göt á rúðunni. Það eru ekki bara rúð- urnar sem fara heldur eru bílarnir okkar allir stórskemmdir,” sagði Jónas Sigfússon einn íbúa í Grundarhverfi á Kjalarnesi i samtali við DB. íbúar í Grundarhverfi hafa myndað með sér samtök og er Jónas einn af þremur í stjórn. Samtökin vinna að því að vegarkafli um 6 km sem liggur á Kjalarnesi verði lagður varanlegu slit- lagi. Árið 1973 var vegurinn steyptur upp í Kollafjörð. í fyrra var vegurinn síðan steyptur sunnan Arnarholts- afleggjara inn í Kjós og stóðu þá sex kílómetrar eftir á milli steyptu kafl- anna, ósteyptir. Sá kafli liggur framhjá ibúðarbyggöinni, sem nefnist Grundar- hverfi. „Bílar sem fara þama framhjá keyra eins og þeir séu á hraðbraut yfir ósteypta veginn. Þarna er skóli rétt hjá og 50% íbúanna eru börn. Hvergi er merki um hraðatakmörkun eða Bíópetersen kominn heim Hér stendur Bió-Erlendur hjá vél Bíópetersens, sem hefur líklega verið talsvert erfið f meðförum. Kvikmyndasafni Islands vex ört fiskur um hrygg. Fyrir stuttu veitti Erlendur Sveinsson forstöðumaður safnsins viðtöku kvikmyndatökuvél þeirri sem P. Petersen, Bíópetersen öðru nafni, notaði hér á landi á árunum 1919—1930. Bíópetersen setti á fót- fyrsta kvikmyndahús Reykjavikur sem síðar varð Gamla bíó, en tók auk þess kvikmyndir af helztu atburðum í bæjarlifinu. Kvikmyndatökuvélina gaf sonur Bíópetersens, Jörgen Höberg-Peter- sen, en samkvæmt upplýsingum Erlendar Sveinssonar er hún af gerð- inni Williamson Kinematograph, fyrir 35 mm filmu. Hún er handsnúin og með henni fylgja 4 filmuhylki sem hvert um sig tekur 30 metra filmu. í haust ætla svo Kvikmyndasafnið og Gamla bíó að minnast 75 ára af- mælis bíósins með úttekt á framlagi Bíópjetersens og vill safnið hvetja alla sem hafa undir höndum einhverjar upplýsingar um Bíópetersen og kvik- myndasýningar í Gamla bíói að hafa samband við forstöðumann. - AI LAOA1600 CANADA ■; ■ Verö fyrir öryrkja ca kr. 44.700 Munið að varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki. — Það var staðf est í könnun Verðlagsstof nunar. ****************** ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Verð ca kr.; 68.900.- í Biíreiclar & Lancllninaúanélar hí. <U,,)aJDIs' SurtiirlamMiraii! !4 - llr>kjaiil> - Simi aðvörun um að þarna sé þéttbýlis- kjarni. Þeir voru að hefla veginn í gær og næstu tvo daga eftir að það er gert er hann ófær vegna grjótflugs. Ég ræddi við Jóhann Einvarðsson þingmann kjördæmisins og fékk það uppgefið að tveir kílómetrar af þessum sex veröa steyptir í sumar, frá Kleifum að Saltvik. Á næsta ári verður lagt á 3—4 km eða frá Saltvik að Vallá og árið 1983 á að leggja slitlag á þá 700 metra sem eftir verða frá Vallá að Amarholtsafleggjaranum. Okkur finnst þetta svolitið sárt þar sem nnum megin í kjördæminu, Suðurnesin, er allt bundið varanlegu slitlagi. Ég frétti það einnig að á næsta ári á að tengja Reykjavík við Hafnar- fjörð og á meðan sitjum við eftir með sárt ennið við einn af umferöamestu þjóðvegum landsins,” sagði Jónas. -ELA. : :<§sgis>: Joke Teg. 10 Brúnt ledur Steerðir 36 46 Verð kr, 2$S. 70 ^ ipr' Free Teg. 7 7 Brúnt leður Stærðir: 36 40 kr .266,60 41 46kr.298.70 mmmm Litur: Rautt eða svart Igður. Nr. 36-40 kr. 285.40 Hvitt leður Nr. 40-46 Kr. 285.40 POSTSEIMDUM Skóverz/un Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvö/i — Sími 14181 Laugavegi 95— Sími 13570

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.