Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. MAÍ1981. 1 Erlent Erlent Erlent Erlent D Hestvagnar njóta nú vaxandi vinsæida sem brúðarkerrur. Gerald Ford við Kinamúrinn árió 197S. Sagt er að hljóð berist langar leiðir með veggjum múrsins og er Fordað reyna að hlusta eftírþvihvort hann heyriíBetty, konu sinni, sem var í nokkurri fjarlægð. Gerald Ford uppliföi stórkostlega bátsferð — á Yangtze-fljótinu í Kína Nýlega var Gerald Ford fyrrum Bandaríkjaforseti í heimsókn í Kína. Þar fór hann meðal annars í tveggja daga bátsferð niður Yangtze-fljótið. Á tti hann varla orð til að lýsa þeirri lífsreynslu sinni. „Ég get sagt án þess að hika að slík bátsferð er citthvað það stórkostlegasta sem nokkur maður getur upplifað. Margt af því sem barfyrir augu manns var ótrúlegt, ”sagði Ford. Kona hans, Betty, var líka með ífor. Þau tvö heimsóttu Kínafyrst árið 1975 en þá var Ford forseti. Hann tók við því embœtti við afsgögn Richards Nixon 1974 og gegndiþvlþar til Carter tók við íjanúar 1977. Lausnin á mengunar- vandamálinu? — gamhr siðir hefja innreið sína. — Ekki séð fyrir endann á hessari þróun. Lausnin á töluverðum hluta mengunarvandamálsins er hér með fundin. Nú er bara að fækka bílunum og fjölga hest- vögnunum. Um allt Vestur-Þýzkaland eru hestvagnar nú komnir í tízku og þá sem brúðarvagnar en hver veit hvar þetta endar? Óvígð sambúð nýtur t.d. ekki lengur sömu vinsælda og áður í ofangreindu landi heldur hefur tíðni hjónabanda aukizt. Hlutfallstala óskilgetinna barna nefur samt aldrei verið hærri í Vestur-Berlín en síðast- liðið ár enda eru þeir einangr- aðir blessaðir og hafa greini- lega ekkert frétt um þessa nýju siði. HEIMA í STOFU Happy húsið hefur alla tíó lagt mikla áherslu á góöa þjónustu við við- skiptavini sína. Og nú höfum viö stigiö enn eitt skrefiö íþessa átt. Við höfum látið útbúa 16 síóna litmyndabækl- ing með öllum almenn- um upplýsingum um Happy húsgögnin vinsælu og hjónarúmin Continental og Anyara. Þaö eina sem þú þarft að gera er að skrifa okkur eöa hringja og viö sendum bæklinginn um hæl þér að kostnað- arlausu, að sjálfsögðu. Ef þú býrð úti á landi þá getur þú hringt milli 11 og 13 og við borgum símtaliö. Það getur ekki veriö einfaldara. H HUStÐ fíeykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði, sími 54499 Verð eftir lækkun: kr.2.50 HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.