Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. MAl 1981. ( Erlent Erlent ______________Erlent_______________Erlent ) Tæpur þriðjungur atkvæða Mitterrands talinn kominn f rá kommúnistum: F/ifð/ þrisvar sinnum úr fangabúðum á stríðsárunum — Hinn nýi forseti Frakklands var virkur í andspyrnuhreyf ingunni gegn Þjóðverjum í síðari Fólk faðmaðist, söng og dansaði á götum Parísar þcgar Ijóst var að Mitterrand hafði verið kosinn forseti. Mitterrand hjónin giftu sig 28. október 1944. Þau kynntust i andspyrnuhreyfing unni og höfðu aðeins hitzt þrivegis þegar þau voru gefin saman í hjónaband. gengur undir dulnefninu „Morland”. Hann hittir De Gaulle 2. desem- ber 1943 I Alsír án þess að gruna að hann verði einn hatrammasti and- stæðingur hans i stjórnmálum síðar. Mitterrand kemur aftur til Frakk- lands í febrúar 1944 og tekur þátt í frelsun Parísarborgar. Nú hefst stjórnmálaferill hans og hann byrjar á að vera ráðherra fyrr- verandi andspyrnumanna í stjórn De Gaulie. 1946 er hann í framboði til þings fyrir Nievre að Chateav- Chinon sem er enn þann dag í dag pólitískt aðsetur hans. Eftir ýmsar ábyrgðarstöður verður hann innan- ríkismálaráðherra 1953 og þegar Alsír-stríðið braust út lýsti hann eftir- farandi yfir: „Alsír er Frakkland. Eina lausnin er stríð.” Hann var oft ásakaður síðar fyrir að hafa tekið þessa afstöðu, bæði af hægri- og vinstri mönnum. Árið 1954 er hannásakaður um að hafa komið leyndarmálum hersins til Kommúnistaflokksins og það tekur hann fleiri mánuði að sanna sakleysi sitt. Hann er ákæröur í annað skipti 1959, þegar De Gaulle kemst til valda aftur, um að hafa undirbúið falskar árásir á De Gaulle. Hann er hvítþveg- inn af öllum þessum ásökunum. Á þessu sama tímabili kemst hann í andstöðu við De Gaulle og er nú „sannur sósíalisti”. Hann byrjar að reyna að ná saman allri vinstri hreyfingunni. Hann vill skapa sterka fylkingu vinstri manna sem muni neyða kommúnista til samstarfs. Nú, tuttugu árum síðar, tókst það loks. Þegar uppþotin í maí 1968 byrja hikar hann ekki lengi og 28. maí lýsir hann yfir: ,,Ríkið er ekki lengur til og völdin eru ekki lengur i höndum þeirra sem þykjast stjórna.” En hann talar of seint því De Gaulle gefst ekki upp heldur leysir upp þing tveimur dögum seinna. Menn telja að Mitter- rand sé búinn að vera sem stjórn- málamaður. Vinstri samstaðan fellur og Pompidou er kosinn forseti 1969. Mitterrand lætur ekki bugast. Hann byggir upp Sósíalistaflokkinn og vill samvinnu við kommúnista á ný. Loks þann 27. júní 1972 skrifa sósialistar, kommúnistar og fiokkur róttækra vinstri manna undir sam- eiginlegan stjórnarsáttmála. Pompidou lézt snögglega 1974 og enn er boðað til kosninga. Mitterrand tapar fyrir Giscard d’Estaing með 400 þúsund atkvæða mun. Síðan þá hafa vinstri menn tekið þátt í þing- og bæjarstjórn ii kosningum 1976 og 1977. Alltaf kemur upp ósætti og samstarf slitnar scint á árinu 1977. Árið eftir tapa þeir verulegu fylgi. Nú er sambandið komið á aftur og - eftir er að sjá hvernig gengur. Danielle Gouze, sem nú er frú Mitterrand, fæddist 29. október í Cluny. Foreldrar hennar voru kenn- arar og hún var alin upp við hug- myndir sósíalista og í trúleysi. Hún varð að yfirgefa barnaskóla sex ára gömul vegna þess að hún var „fermd” að kaþólskum sið. Hún var sextán ára gömul þegar stríðið brauzt út og þar sem pabbi hennar var virkur í andspyrnuhreyfingunni var hún send til Anneiy til öryggis til guð- föður síns og þar tók hún stúdents- próf. Hún bauð sig fram sem sjálfboða- liði til hjúkrunarstarfa sautján ára fyrir andspyrnuhreyfinguna. Hún var enn sautján ára þegar hún kynntist Francois Mitterrand í apríl 1944. Þau giftu sig 28. október sama ár eftir að hafa hitzt þrisvar sinnum. Giftingin fór fram í kirkju að vilja manns hennar. Þau hjón eignuðust þrjá syni, Pascal sem dó ungur, Jean- Christophe sem nú er blaðamaður og Gilbert sem kennir lögfræði. Danielle hefur lítið sézt opinber- lega og um hana er sagt að hún vilji frekar rækta blóm en bera þau opin- berlega. Hún er alls ekki alltaf sam- mála eiginmanni sínum en styður hann eindregið sem sósíalista. Um konu sína segir Mitterrand: ,,Hún er miklu sannari sósíalisti en ég.” Þessi hægfara kona, sem vill sem minnst hafa sig í frammi, er einn harðasti baráttumaðurinn í hreyfing- • unni „Eining fyrir Salvador og Rómönsku Ameríku”. Sigríflur M. Vigfúsdóttir skrifar frá París: „Tíu, níu, átta, sjö, sex, ftmm, fjórir, þrír, tveir, einn. . . .” Þulur- inn i franska sjónvarpinu telur síðustu sekúndurnar áður en klukkan verður átta að frönskum tíma. „Mitterrand er forseti Frakk- lands.” Um leið og þulurinn sleppir orðunum má heyra hróp og köll úti á götu, bílhom eru þeytt af öllum lífs og sálarkröftum. Fólk þyrpist að Bastillu-torginu. Það faðmast og syngur. Rauðum rós- um og fánum er veifað. „Við unnum, við unnum.” Gleðin heldur áfram fram undir morgun. Það er dansað á götum úti. Rauða rósin er tákn franska sósíalistaflokksins. í fysta skipti í 23 ár mun sósíalisti setjast i forsetastól Frakklands. Meginástæðan til sigurs Mitter- rand er vafalaust sú að kreppan hefur þrengt mjög svo að kaupmætti franskrar alþýðu og atvinnuleysi er mikið. Tæpar tvær milljónir manna eru á atvinnuleysisskrá. Greinilegt er að öll vinstri hreyfing- in hélt höndum saman og sennilega hafa gaullistar líka lagt hönd á plóg- inn. Mitterrand hlaut rétt rúm 52 Mitterrand gekk undir dulnefninu „Morland” í andspyrnuhrcyfingunni. Hann cr annar frá vinstri i efri röð. Frú Mitterrand með rauðar rósir. tákn sósialista. Um konu sina segir hinn nýi Frakklandsforseti: Hún er miklu sannari sósialisti en ég. prósent atkvæða á móti tæpum 48 prósent atkvæða Giscard d’Estaing. Af þessum 52 prósentum má álíta að um það bil 15 prósent komi frá kommúnistum. Þótt okkur finnist 4 prósent ekki mikill munur þá er hér um að ræða um 1,2 milljónir manna. Benda má á til samanburðar að Giscard d’Estaing vann með um 400 þúsund atkvæða mun í síðustu forsetakosningum, 1974. Francois Maurice Adrien Marie Mitterrand fæddist 26. október 1916 að Jarnac í Charente héraði. Hann var fimmta barn foreldra sinna af átta börnum. Faðir hans vann við járnbrautarstöðina og varð stöðvar- stjóri. Fjölskylda hans var mjög trúuð og Francois lærði og tók stúdentspróf hjá kaþólskum prest- um. Að þvi loknu, 18 ára gamall, fer hann til Parísar að nema lögfræði og stjóni málafræði.AÖ prófum loknum 1938 fer haun i herinn. Þann 14. júní 1940 er hann tekinn til fanga af Þjóðverjum. Fyrsta flóttatilraun hans er 5. marz 1941. Hann gengur í 22 nætur og sefur á daginn. Eftir 600 km göngu er hann tekinn fastur aftur. 1 nóvember sama ár flýr hann öðru sinni og kemst með lest til Metz. Þar felur hann sig á litlu gistihúsi en borgin er full af Þjóðverj- um og starfskona á hótelinu segir til hans. Enn er hann settur í sérstakar búðir. Hann gefst ekki upp og tíu dögum seinna klifrar hann berfættur yfir hliðið og hleypur í burtu. Hann heldur á heimaslóðir og gengur í and- spyrnuhreyfinguna þar sem hann

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.