Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 24
24 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. MAl 1981. Veðrið Qert er ráð fyrlr frekar haagH austan- aða norðaustanátt. Skýjað varður að mastu á landinu I dag, búast má við skúrum suðvastanlands an þokuloftl á noröan- og austanvarðu landinu, sárstaklega við strandur, en lldega verður bjart I innsvaltum í dag. Klukkan 6 var suðaustan 2, þoku- móða og 8 stig í RaykJavRc, austan 1, rigning og 6 stlg á Gufuskálum, breytileg átt 1, alskýjað og 4 stlg á Galtarvita, norðvestan 2, þoka og 4 stlg á Akureyri, austan 2, þokumóða og 3 stlg á Raufarhöfn, austan 1, þoka og 1 stig á Dalatanga, norðaust- an 3, þokumóða og 6 stlg á Hðfn og austan 4, þokumóða og 7 stig á Stór- hðföa. I Þórshöfn var þokumóða og 8 stlg, láttskýjaö og 18 stlg í Osló, haiðsklrt og 13 stlg f Stokkhólmi, skýjað og 9 stig í London, þokumóða og 12 stig f Hamborg, suld og 10 stlg í Parfs, látt- skýjaö og 8 stlg f Madrid, skýjað og 14 stig f Lissabon og léttskýjað og 12 stigfNaw York. Birglr Kristján Hauksson, sem lézt 9. maí sl., fæddist 23. október 1954 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Mál- fríður Þórðardóttir og Haukur Guð- mundsson. Árið 1967 fluttist hann með móður sinni í Kópavog og bjó þar síðan. Birgir lauk gagnfræðaprófi í Kópavogi en auk þess stundaði hann nám einn vetur í Héraðsskólanum í Borgarfirði. Birgir stundaði iðnnám hjá Sindrasmiðjunni en árið 1972 hóf hann störf hjá Guðmundi Arasyni og vann hjá honum síðan. Birgir verður jarösunginn i dag, 18. mai, kl. 13.30 frá Kópavogskirkju. Vilhjálmur Aðalsteinsson, sem lézt á Landspítalanum 16. apríl, fæddist 3. nóvember 1919 á Akureyri. Vilhjálmur stundaði ýmis störf um ævina og þegar ÍSAL var stofnað hóf hann störf hjá fyrirtækinu og starfaði þar til dauða- dags. Vilhjálmur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Borghildur Eggertsdóttir en þau slitu samvistum.Seinni kona ^iapniin tii . Vilhjálms var Þorbjörg Guðjónsdóttir. Vilhjálmur eignaðist 7 börn og eru 6 á lifi. Slgmar Friðriksson bakarameistari, semlézt6. maisl., fæddist31. júlí 1901 á Seyðisfirði. Foreldrar hans voru Helga Sigurðardóttir og Friðrik Jóns- son. Sigmar stundaði bakaranám í Björnsbakaríi í Reykjavík og lauk því árið 1926. Hann vann við jðn sína mestan hluta ævi sinnar en vann einnig almenna verkamannavinnu. Sigmar var gerður að heiðursfélaga íþróttafélags- ins Hugins árið 1973. Árið 1929 kvænt- ist Sigmar Svövu Sveinbjörnsdóttur og áttu þau 12 börn. Hann var jarðsettur á Seyðisfirði 16. maí sl. Friðrik Jóhannesson skipstjóri, sem lézt 2. maí sl., fæddist 15. maí 1927 á Fáskrúðsfirði. Foreldrar hans voru Guðfmna Árnadóttir og Jóhannes Michelsen. Friðrik fór í Sjómannaskól- ann og gerðist fljótlega skipstjóri en eignaðist svo sjálfur bát sem hann stjórnaði og átti i mörg ár. Síðan gerðist hann tollvörður og gegndi því starfi þar til embættið var lagt niður. Friðrik sat í hreppsnefnd á Fáskrúðs- firði og einnig kenndi hann sjóvinnslu við unglingaskólann þar. Hann var kvæntur Stefaníu Ingólfsdóttur og áttu þau 4 börn. Friðrik var jarðsunginn 9. maí sl. frá Búðakirkju. Ágúst Öskar Sæmundsson rafvirkja- meistari, sem lézt 8. maí sl., fæddist 27. ágúst 1911 í Reykjavlk. Foreldrar hans Andlát Sveinn Gunnlaugsson skólastjóri, sem lézt 3. mai, fæddist 17. maí 1889 í Flatey á Breiðafirði. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Sveinsson og Guðlaug Gunnlaugsdóttir. Sveinn lauk prófi frá Kennaraskólanum vorið 1909. Fyrsta veturinn kenndi hann í Flatey en síöan á Patreksfirði í 4 ár. 1914—1928 kenndi Sveinn í Breiðafjarðareyjum en tók síðan við skólastjórastöðu barnaskól- ans í Flatey og gegndi því starfi frá 1930 til 1959 er hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Hann annaðist þó stundakennslu lengur. Árið 1910 kvæntist Sveinn Sigríði Oddnýju Bene- diktsdóttur, áttu þau 3 börn, hún lézt árið 1957. Árið 1958 kvæntist Sveinn önnu Ólafsdóttur, hún lézt árið 1977. UM JiELGINA ÞJÓDLÍF 0G RÚNTURINN Löður — eitt allra bezta efni sjónvarpsins. Það var margt gott og einnig margt slæmt sem sjónvarpið bauð lands- mönnum að horfa á yfir helgina. Eitt af því leiðinlegasta sem sjónvarpið býður upp á er þátturinn Á döfinni sem samanstendur eingöngu af fréttatilkynningum,..sem eru lesnar, og með eru sýndar ljísmyndir, mjög misjafnar að gæðum. Skonrokk er aftur á móti þáttur sem er yfirleitt mjög fagmannlega unninn. Þar koma fram poppstjöm- úr sem syngja og flytja lög sín á oft mjög frumlegan og skemmtilegan hátt. Ófá lög hafa orðið vinsæl á þennan hátt og í erlendum sjónvarps- stöðvum eru þeir farnir að koma með óskalagaþætti þar sem unga fólkiö getur bæði séð og heyrt uppáhalds- lögin sín flutt. Kvikmynd sjónvarpsins á föstu- dagskvöldið var í einu orði sagt frá- bær, mjög raunsæ og góð kvikmynd og allur leikur fyrsta flokks. Aðalefni íþróttaþáttarins var enski bikarúrslitaleikurinn milli Manchest- er City og Tottenham og verð ég að segja eins og er að hann olli mér nokkrum vonbrigðum og bauð ekki upp á neina sérstaka knattspyrnu. Hefði Bjarni alveg mátt sleppa því að sýna leikinn í heild. En ég bíð spennt- ur eftir seinni leiknum sem sagður er mjög góður og sýna allt þaö bezta sem þessi vinsælasta íþrótt heims getur boðið okkur. Annað efni íþróttaþáttarins á laugardaginn var í miklum minnihluta, helzi að borð- tennisaðdáendur fengju eitthvað við sitt hæfi. Fyrst ég er byrjaður að tala um íþróttir vil ég endilega beina því til Bjarna Felixsonar að hann reyni að fá fleiri golfmyndir. Þær eru vel þegnar hjá mörgum, það veit ég, og heyrt hef ég fólk, sem ekki stundar golf, lýsa ánægju sinni með golf- myndina sem sýnd var á laugardags- kvöldið fyrir viku. Löður er uppáhaldsþátturinn minn í sjónvarpinu. Bæði kemur til mjög skemmtilega skrifað handrit og hreint stórkostlegar týpur sem eru uppistaðan í þáttunum. í þættinum á laugardaginn var aldeilis frábært samtal milli kvenpersóna þáttanna þar sem þær voru allar að drepast úr karlmannsleysi. Ekki horfði ég nú meira af laugar- dagsdagsskránni, hafði lítinn áhuga á nútíma útfærslu á Öskubusku i með- förum blökkumanna og hefði örugg- lega sofnað yfir heimsmeistarakeppni í samkvæmisdönsum. Þjóðlif er örugglega bezta eigin framleiðsla sem sjónvarpið gerir. hafa allir þættirnir í vetur verið með afbrigðum góðir og ekki brást Sigrún okkur í þetta skiptið frekar en áður. Rúnturinn er hugtak sem allir Reykvíkingar þekkja og flestir eiga einhverjar skemmtilegar minningar um rúntinn. Þó mikið sé búið að skrifa og þrasa um þennan sam- komustað reykvískrar æsku væri borgin okkar ekki söm ef rúnturinn væri tekinn af okkur og er ég viss um að ungt fólk á eftir að hittast á rúnt- inum um ókomna framtíð eins og krakkar geranú. Nútímatónlist getur verið skemmti- leg, eins og kom fram í Þjóðlífi, en fyrir mig og aðra sem ekki hrærast í þessari tegund tónlistar er skýringa þörf, annars er þetta fyrir mig eins og að horfa á rússneska kvikmynd án skýringartexta. -HK. voru Guðlaug Jóhannsdóttir og Sæmundur Þórðarson. Árið 1941 kvæntist Ágúst Guðnýju Karlsdóttur og áttu þau 7 börn. Þau bjuggu í Reykjavik. Stefán Magnússon bókbindari, sem lézt 9. mai sl., fæddist 6. marz 1906 í Torf- mýri í Blönduhlið. Foreldrar hans voru Ragnheiður Jakobina Gísladóttir og Magnús Hannesson. Eftir að barna- skóla lauk fór Stefán i unglingaskóla á Sauðárkróki þar sem foreldrar hans bjuggu. Skömmu síðar fluttist hann að Reynistað og var m.a. meðhjálpari við Reynistaðarkirkju. Stefán lærði bók- band á Akureyri og stundaði það fyrst með annarri vinnu en síðan eingöngu. Stefán fluttist siðan til Sauðárkróks þar sem hann stundaöi bókbandiö sem aðalatvinnu. Hann var jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju sl. laugardag. Anna Thorlacius, Kársnesbraut 108, lézt 14. maí sl. Ragnar V. Jónsson veitingamaður, Sól- landi við Reykjanesbraut, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni i Reykjavík þriöjudaginn 19. maí kl. 13.30. Jarðsett verður á Þingvöllum sama dag. Árni Sigurðsson, Skipagötu 2 Akur- eyri, lézt á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 15. maí sl. Slgrún Ásmundsdóttir, sem lézt á Landspitalanum 11. mai sl., veröur jarðsett frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 20. maí kl. 10.30. Jakob Elnarsson bóndi, sem lézt 10. maí sl., fæddist 18. marz 1898 að Norður-Reykjum. Foreldrar hans voru Ingibjörg Eyjólfsdóttir og Einar Þórð- arson. Árið 1930 tók Jakob við búinu á Efri-Reykjum og bjó þar síðan í um hálfa öld. Jakob var kjörinn heiðursfé- lagi Umf. Aftureldingar. Árið 1948 kvæntist Jakob Guðjónu Benedikts- dóttur og áttu þau 2 syni. Ragnar Gislason frá Viðey, Sólvalla- götu 52, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju i dag, 18. maí, kl. 15. Rebekka Bjarnadóttir, sem lézt að Hrafnistu 11. maí sl., verður jarðsett frá Fossvogskirkju 19. mai kl. 13.30. Jónina Guðrún Benediktsdóttir frá Steinalæk, Bugðulæk 13, sem lézt á Landspitalanum 13. maí sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 19. maí kl. 16. LifMlÍH Auka-aukasýning á Konu Ákveðið hafði verið að hætta sýningum á leikritinu Kona eftir Dario Fo og Franca Rame um siðustu helgi en vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að bæta við einni aukasýningu, þriðjudaginn 19. mai, og lýkur þar með sýningum á þessu vinsæla verki Alþýðuleikhússins í Reykjavík. Leikhópurinn hefur farið með þessa sýningu viða um sveitir og nú síöast var leikið fyrir starfsfólk Hrauneyjafossvirkjunar. Fyrsta júlí leggur hópurinn af stað í leikför austur og noröur um land. Fyrsta sýningin verður í Vík i Mýrdal en sú síðasta væntan- elga í Grímsey þann 24. júlí. Konu, sem hlaut mikið lof gagnrýnenda, er leik— stýrt af Guðrúnu Asmundsdóttur, leikmynd gerði Ivan Török og leikhljóð Gunnar R. Sveinsson. Alþýðuleikhúsið býður væntanlega gesti sina vel- komna og minnir á aö það kostar ekkert að brosa. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferðamanna- Nr. 91 — 16. mal 1981 gjaldeyrir Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjadollar 6,848 6,886 7,553 1 Steríingspund 14,227 14,264 16,690 1 Kanadadollar 6,706 5,721 6,293 1 Dönsk króna 0,9498 0,9523 1,0476 1 Norsk króna 1,2071 1,2103 1,3313 1 Sœnsk króna 1,3947 1,3984 1,6382 1 Finnskt mark 1,5828 1,5868 1,7466 1 Franskurfranki U397 1,2429 U872 1 Belg. franki 0,1823 0,1838 0,2020 1 Svissn. franki 3,3194 3,3282 3,6610 1 Hollenzk ftoripa 2,6826 2,6896 2,9588 1 V.-þýzktmaric 2,9862 2,9930 3,2923 1 ftöisk Ifra 0,00599 0,00601 0,00661 1 Austurr. Sch. 0,4228 0,4240 0,4664 1 Portug. Escudo 0,1125 0,1128 0,1241 1 Spánskurpesetí 0,0749 0,0751 0,0826 1 Japansktyen 0,03077 0,03085 0,03394 1 Irskt Dund 10,904 10,932 12,025 SDR (sárstök dráttarréttindi) 8/1 8,0485 8,0696 Simsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.