Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. MAÍ1981. Kjallarinn ATHUGASEMDIR VIÐ SKRIF DAGBLAÐSINS UM BÚRFELLSVIRKJUN Jön I.Bjamason ekki að hrópað er árás, árás. Sú varð einnig raunin á að afloknu erindi yfirraatsmannsins. Kartöfluframleið- andi í Þykkvabæ rekur neðan org mikið og hrópar árás á Þykkbæinga. Greininni iýkur kartöfluframleið- andinn með ósk til yfirmatsmannsins um að hann dragi sverð úr slíðrum og höggvi Þykkbæingum betri braut að diskum neytenda. Þetta er falleg ósk hjá kartöfluframleiðandanum og ekki vanþörf á henni. En það var og er einmitt þetta sem yfirmatsmaður- inn er að gera, hann er að vinna að þvi að fá betri vöru á disk neytand- ans. Þess vegna er full ástæða fyrir kartöfluframleiðandann að fara að ráðum matsmannsins en ekki að reka neðan org og hrópa árás, árás. Kartöfluframleiðandinn segir í grein sinni að boðskapur yfirmats- mannsins sé varla svara virði, hann sé ekki dómbær, enda hljóti það að vera matsatriði hvers og eins kartöflu- framleiðanda hvernig helst sé hægt aðnáendumsaman. Þeir sletta skyrinu sem eiga það. Hvernig væri nú kartöfluframleið- andi góður að þú upplýstir neytendur um þær breytingar sem gerðar voru á flokkunarreglum kartaflna þegar harðærishljóðið ómaði frá Djúpár- hreppi hérna um árið, hvort harðærisverðbæturnar, sem settar voru á, hafa verið felldar niður. Borguðum við neytendur þær í fyrra í góðærinu? Ef svo er: Hvursu lengi skal slík ölmusa af hendi látin. Jón I. Bjarnason ritstjóri. í aprílmánuði síðastliðnum ritaði ég grein í Morgunblaðið, þar sem ég rifjaði upp nokkrar staðreyndir um Búrfellsvirkjun og þann hag, sem íslendingar hafa haft af þessari fyrstu stórvirkjun sinni og rafmagnssölunni til álverksmiðjunnar í Straumsvík. Þar kom meðal annars fram, að tekjur Landsvirkjunar á þeim fyrstu 25 árum, sem rafmagnssölu- samningurinn við ÍSAL gildir, verða meiri en tvöföld sú fjárhæð, sem þarf til að standa undir greiðslum afborgana og vaxta af öllum lánum, sem tekin voru vegna Búrfellsvirkj- unar, að meðtöldum framkvæmdum við Þórisvatnsmiðlun, spennistöð við Geitháls, gasaflstöðinni í Straumsvík og tveim háspennulínum frá Búrfelli til Reykjavíkur. Þessi Morgunblaðsgrein mín hefur orðið Birgi Frímannssyni, verkfræð- ingi og forstjóra Verks hf., tilefni til að veitast í Dagblaðinu að Lands- virkjun og stjórnendum hennar. Meginádeiluefni Birgis á Landsvirkj- un er, að tekið skyldi tilboði Foss- krafts, sem var lægstbjóðandi í bygg- ingu Búrfellsvirkjunar, fremur en næstlægsta tilboði, sem kom frá franska fyrirtækinu Dömez, en til stóð, að fyrirtæki Birgis yrði undir- verktaki hins franska fyrirtækis. Það er alkunna, að samkeppni verktakafyrirtækja um stórfram- kvæmdir er mikil, og svo varð raunin Kjallarinn ÁmiGrétarFinnsson á við Búrfellsvirkjun. Tilboð Foss- krafs var lægst, eins og áður segir, og því var engum blöðum um það að fletta, að hagkvæmast var fyrir Landsvirkjun að taka því. Lands- virkjun hefur kappkostað að bjóða sem flest af sínum verkefnum út á frjálsum markaði. Munu þau vinnu- brögð vera í samræmi við vilja Birgis Frímannssonar, ef ég hef skilið skrif hans rétt. Að sjálfsögðu hljóta menn oft að verða fyrir vonbrigðum, er þeir missa af góðu verki, en í frjálsri „Af þessu má Ijóst vera, aó Birgir Frímannsson ber saman ósambærilegar samkeppni er það lægsta tilboð, sem blífur, og þeir, sem þar verða undir, hafa ekki við neinn nema sjálfanm sig að sakast. Flestir jafna sig, sem betur fer, fljótt aftur, enda er sagt, að tíminn lækni öll sár. Svo virðist hinsvegar ekki vera um þau von- brigði, sem Birgir Frímannsson varð fyrir, er tilboðinu í Búfellsvirkjun, sem hann batt vonir við fyrir 15 árum, var hafnað. Yfir þau hefur hann sýnilega ekki komist, og ber að harma það. Byggtá misskilningi Vangaveltum Birgis Frímanns- sonar um það, hvernig Landsvirkjun hafi tekist til við framkvæmd verksamningsins við Fosskraft, verður hver og einn að dæma fyrir sig. Sama gildir um hugleiðingar hans um það , hvernig málum hefði skipast til betri vegar, ef skjólstæð- ingur hans, DUmez, hefði fengið verkið í stað lægstbjóðanda, Foss- krafts. Þar hef ég enga löngun til að kasta rýrð á hæfni Birgis Frímanns- sonar, enda var mér tjáð á sínum tíma, að Frakkar yrðu heppnir með samstarfsmann, þar sem Birgir var. Hvernig þessir aðilar hefðu staðið sig, getur hinsvegar enginn sagt um með neinni vissu i dag. Þá tel ég rétt að víkja nokkuð að þeim staðhæfingum, sem Birgir setur fram í grein sinni um stofnkostnað Búrfellsvirkjunar, ekki síst sökum þess, að ritstjóri Dagblaðsins tók þær síðan upp ómeitar og gerði að þunga- miðju í forystugrein blaðsins. Birgir staðhæfir, að stofnkostnaður Búr- fellsvirkjunar, 70 milljónir Banda- ríkjadala, hafi í upphafi verið áætlaður 47 milljónir dala og fram- kvæmdir því farið um 50%. fram úr áætlun. Þetta er misskilningur. í grein minni kom fram, að stofn- kostnaður Búrfellsvirkjunar að meðtöldum kostnaði við Þórisvatns- miðlun, spennistöðina við Geitháls, gasaflstöðina í Straumsvík og tveim háspennulínum frá Búrfelli til Reykjavíkur hafi reynst um 70 milljónir dala. Er þá átt við upp- safnaðan kostnað að meðtöldum vöxtum á byggingartíma á verðlagi hvers árs á tímabilinu frá 1966— 1973. Birgir Frímannsson setur fram kostnaðaráætlun, sem birtist í Morgunblaðinu 2. apríl 1966. Þar er stofnkostnaður Búrfellsvirkjunar áætlaður á verðlagi þess tíma, það er áranna 1965—1966, eða allt öðru verðlagi en mínar tölur. í þeirri kostnaðaráætlun, sem Birgir vitnar til, var ekki reiknað með nærri eins miklu miðlunarrými í Þórisvatni eins og síðar var ákveðið í tengslum við hugmyndir að virkjun Tungnaár við Sigöldu og Hrauneyjafoss. Munar hér allmiklu í kostnaði. Þá vantar í kostnaðaráætlunina frá 1966, sem Birgir vitnar til, kostnað við Búrfells- linu 2, sem lokið var árið 1973. Fleira mætti tína til, en þetta verður látið nægja. Af þessu má ljóst vera, að Birgir Frímannsson ber saman ósambærilegar tölur. Ailar vanga- veltur hans varðandi samanburðinn eru því á misskilningi byggðar og niðurstöður hans í samræmi við það. Hafnarfirði, Árni Grétar Finnson. iðjustefnu. Að því leyti lýsir það málamiðlun innan ríkisstjórnarinnar eða tilslökun af hálfu Hjörleifs Gúttormssonar frá fyrri stórum orðum hans. Hvernig hafa Norðmenn farið að? Hikið við að taka af skarið í frum- varpi Hjörleifs er þó vafalítið sprott- ið af fyrri stefnumiðum hans varð- andi stóriðju, fjárfestingu erlends Kjallarinn Sigurður Gizurarson áhættufjármagns hér á landi o.s.frv. Nánast óhugsandi er að stofna til stórvirkjana og stóriðju án þess að gera það í tengslum við erlend fyrir- tæki. Þannig hafa norsku sósíal- demókratarnir — vinstri mennirnir þar I landi — beizlað fallvötn Noregs. Reynsla Norðmanna liggur á borðinu og getur orðið okkur leiðarljós. Stálbrœðsluriddarar og álverskavalerar Hins vegar með því að nota meint vömm Alusuisse í áróðursskyní, hefur Hjörleifur fest sig í möskvum þjóðernisdrambs. Þégar í óefni er komið, verður erfiðara um að bæta. Síður en svo er, að erlendir aðilar séu á hverju strái, er festa vilji fé sitt hér á landi og ljá okkur verkþekkingu. Allt tal um, að við getum reist slíkar verksmiðjur sjálfir, rekið þær sjálfir o.s.frv. er meira og minna út í loftið. Þar er fjöldi óvissuþátta og ekki sízt sá, er snýr að markaðsaðstöðu og arðbærni. Þar gegnir sama máli og um meginhluta útflutnings okkar: Freðfiskinn. Ef Bandaríkjamönnum sinnaðist alvarlega við okkur, mundi freðfiskmarkaður okkar þar í landi lokast á fáeinum mánuðum með óbætanlegu tjóni. í fersku minni er að Union Carbide dró sig út úr samningagerð við íslendinga um kísiljárnverksmiðjuna á Grundar- tanga gegn greiðslu skaðabóta, enda haföi sá risi þekkingarskilyrði taps og gróða. Mr. Múgabeog hr. Hjörleifur Ekki dreg ég í efa góðan vilja og hæfileika Hjörleifs Guttormssonar, en orð hans og athafnir í orku- og iðnaðarmálum kalla stundum fram i hugann nafn jábróður hans, marxist- ans mr. Múgabes í Simbabve- Ródesíu, sem einnig er ráðherra í vanþróuðu landi. Ekki aðeins reyndist mr. Múgabe mjög markviss sem skæruliðaforingi, heldur hefur hann og reynzt traustur, orðvar og mjög virkur um að varðveita það rlki, sem hann hefur leitt til sjálf- stæðis. Mr. Múgabe hefur verið óþreytandi, síðan hann kom til valda, að hamra á, að efnahagslegt sjálf- stæði, þ.e. efnahagslegur máttur ríkis, er ekki síður mikilvægt en stjórnarfarslegt sjálfstæði. Hann hefur lagt áherzlu á, að varðveita beri og efla traustið í mannlegum samskiptum milli hvítra og svartra, milli innlendra og erlendra og varast ögrandi orð og yfirlýsingar. Hann hefur hvatt útlendinga til að draga ekki fé sitt og fjárfestingar út úr land- inu, heldur fjárfesta meira og stuðla þannig að eflingu iðnaðar, verzlunar og auðlegð landsins. Ólíkt hafast þeir að, skoðana- bræður, mr. Múgabe og hr. Hjör- leifúr. Annar gerir allt til að sefa spenntar tatigar og efla það traust og ró, sem sterkt atvinnulíf og blóm- legur efnahagur fær bezt þrifizt við. En hinn er sýnu blóðheitari og fer í fjölmiðla með yfirlýsingar, sem eru til þess fallnar að fá þá útlendinga, sem átt hafa við okkur viðskipti, til að kippa að sér hendinni. Raunar hafa ráðamenn Alusuisse þegar stokkið upp á nef sér. Vitaskuld munu kárínur í samskiptum við Alusuisse gera torveldara en ella að setjast að samningaborði með öðrum erlendum fyrirtækjum. Ofnýttir fiskstofnar en vannýtt fallvötn Fiskstofnar okkar eru ofnýttir, en fallvötn okkar eru vannýtt. Hver nýr skuttogari hefur keðjuverkun: Fleiri „Ólíkt hafast þeir aö, skoöanabræöurnir, mr. Múgabe og hr. Hjörleifur.” skrapdagar — tap útgerðar — fisk- verðshækkun með pólitískri ákvörð- un í Verðlagsráði sjávarútvegsins — tap frystihúsa — hækkað verð á út- fluttum fiskafurðum með gengis- lækkun íslenzku krónunnar — aukin verðbólga. Nýting fallvatna þýðir hins vegar sterkara efnahagslíf — traustari íslenzkur gjaldmiðill — minni verð- bólga. vernd mikill liðsauki og verkfræðing- um Landsvirkjúnar loflegur vitnis- burður. Hafa þeir nú fundið nýjar leiðir til að leysa vatnsmiðlunarvanda á Þjórsársvæði. Mikils raunsæis er þörf, þegar finna skal meðalhófið milli nauðsyn- legrar mannvirkjagerðar og náttúru- verndar. Heiðalönd við Blöndu verða aldrei lögð að jöfnu við lifheim Laxár og Þjórsárvera. Virkri náttúruvernd verður afleins við komið með aflstoð tœkninnar Sumum náttúruverndarmönnum hættir til að gerast tæknifjendur. En á meðan sólardögum fer sífjölgandi í London og lax er tekinn að veiðast í Thamesá, á bökkum hverrar vestrænir kapitalistar spranga, versnar ástandið í Eystrasaltinu sakir gífurlegrar mengunar, er berst í það með fljótum Austur-Þýzkalands. 1 ríkjum sósíalismans og hins missta glæps er enginn kapitalisti, sem hægt er að berja til hlýðni. Stjórnarvöld eiga þar við sig sjálf, hvort þau hafi efni á því að setja upp tæki til mengunarvarna. Og yfirleitt hafa þau ekkiefniáþví. 1 vanþróuðu löndunum er eyði- legging á ríki náttúrunnar mest, því að þar ræðst fólkið í örbirgð sinni á gróðurinn og dýrin í viðleitni sinni til að draga fram lífið. Því minni tækni, þeim mun minni líkur á virkri náttúruvemd. Eindresgni náttúruverndar og tœkniþróunar Á síðasta áratug var Laxá í Suður- Þingeyjarsýslu bjargað frá því að verða að nauðsynjalausu eyði- leggingu að bráð. Nú hafa verkfræð- ingar Landsvirkjunar um síðir lýst yfir, að Þjórsárverum verði ekki sökkt undir vatn. Er það náttúm- Fallvötnin: auðlindir hóraðanna Virkjunarverkfræðingum er nauð- synlegt að vera sæmilega heima í vatnalögum. Á liðnu sumri voru teknar nokkrar kvíslir Skjálfanda- fljóts uppi við jökla og veitt suður á bóginn inn á þurrbrjósta Þjórsár- svæðið S!;V‘er ekki hægt að gera án þess að tala við Pétur eða Pál, sem hagsmuna kann að hafa að gæta. Bændur á bökkum Skjálfandafljóts allt frá sjávarósum og upp í Bárðar- dal hafa hagsmuna að gæta i fljótinu. „Vötn skulu svo renna sem að fornu hafa runnið,” segir í 7. gr. vatna- laganna. Aætlanir eru uppi um að taka vatn Jökulsár á Fjöllum og veita því austur á land inn í kjördæmi orku- ráðherrans og Framkvæmda- stofnunarforstjórans. Fitlað er við þá hugmynd að steypa því þar fram af fjallabrúnum, eins og Norður-Þing- eyingum komi málið alls ekki við. Sumarið 1979 vísaði sýslunefnd Norður-Þingeyjarsýslu á bug hug- myndum um að leiða fallvötn burt úr héraðinu. Fallvötnin eru auðlindir héraðanna. Hugsanlegt er að leiða þær burt sem vatn eða rafmagn. Inn- lend sem erlend nýlendustefna er þó ekki það sem koma skal. Nytjar auð- linda í héruðunum sjálfum koma í veg.fyrir orkutap og dýrar lí’nulagnir. Þær eru þáttur í æskilegri valddreif- ingu. Sigurður Gizurarson sýslumaður. > t..... — \r

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.