Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 16
16 I DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1981. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D * r* <: . “>f X'" , ; \ . - ■ f ; >•* mm, j /á mé ■9 ! í i II Þessi myndasyrpa sýnir aðdragandann að þriðja marki Valsmanna svo og markið sjálft. Jón Gunnar Bergs sést á bak við Stefán markvörð á miðmyndinni. DB-myndir Bjarnleifur. ÖSTER TÓK AIK IKENNSLUSTUND —vann 5-0, en Teitur skoraði ekki „Þetta gekk mjög vel hjá okkur en það fór eins og svo oft þegar við vinn- um stórt að mér tókst ekki að skora,” sagði Teitur Þórðarson i morgun er við spjölluðum vlð hann. öster vann AIK f gærkvöld f Allsvenskan með 5—0 og er nú eina liðið f deildinni með fullt hús eftir 5 umferðir. „Leikurinn var í nokkru jafnvægi 2. deildin: Aðeins sex mörk skoruð Fyrsta umferðin f 2. deild íslands- mótsins i knattspyrnu var háð um hela- ina. Úrslit urðu þessi. Haukar — Völsungur 1—1 Keflavik — Fylkir 2—0 Skallagrimur — ÍBÍ 0—0 Þróttur N — Selfoss 2—0 Þróttur R — Reynir, Sand. 0—0 Önnur umferðin hefst 21. maf — á fimmtudag — með leik Hauka og Kefl- vfkinga. Siðan verða fjórir leikir um næstu helgi. framan af og þeir fengu þá eitt al- mennilegt marktækifæri — Hörður Hilmarsson átti það, en tókst ekki að skora. Siðan tókum við hreinlega öll völd. Ungur strákur að nafni Nyman skoraði þrennu og Jan Mattson skoraði hin tvö,” sagði Teitur. Úrslit annarra leikja urðu sem hér segir: Elfsborg—Kalmar 1—3 Gautaborg—Brage 3—1 Halmstad—Malmö 1—2 Hamarby—örgryte 3—0 Norrköping—Djurgaarden 2—0 Sundsvall—Aatvidaberg 1—1 Sem fyrr segir er öster efst með 10 stig eftir 5 umferðir. Norrköping hefur 8, Sundsvall og Aatvidaberg 7, Brage 6, Gautaborg, AIK, örgryte, Halmstad, Malmö og Kalmar öll 4 stig, Hammar- by og Elfsborg 3 og Djurgaarden 2. -SSv. Sigurður var aftur beztur —sigraði i Víkurbæjarkeppninni Slgurður Pétursson, sem vann Fin- iux-keppnina á Hvaleyrinni um fyrri helgi, gerði sér lftið fyrir og vann einnig Vikurbæjarkeppnina sem fram fór f Leiru um helgina. Lék Sigurður 36 hol- urnar á 150 höggum, sem er hörkugott svo snemma sumars. Blíðskaparveður var báða keppnis- dagana en 2. og 3. flokkur kepptu á laugardag. Meistara- og 1. flokkur léku svo í gær. Þátttakendur voru 105 tals- ins og áhorfendur fjölmargir báða dag- ana. Úrslitin fara hér á eftir: 2. Geirm. Sigvaldason, GS 90 högg 3. Hafsteinn Ingvarsson, GS • 92högg Fyrir þá sem e.t.v. hafa ekki tekið eftir því voru leiknar 36 holur í mfl. en aðeins 18 í hinum. Þetta var ekki stiga- mót til landsliðs og skýrði það fjarveru margra sterkra kylfinga. Fyrsta stiga- mótið er hins vegar um næstu helgi á Hvaleyrinni, Þotukeppnin. -SSv. Meistaraflokkur 1. Sigurður Pétursson, GR 150högg 2. Gylfi Kristinsson, GS 152högg 3. Sigurður Albertsson, GS 154högg 4. Ragnar Ólafsson, GR 154 högg Þeir Sigurður og Ragnar léku bráða- bana um 3. sætið og hafði ,,sá gamli” betur. 1. flokkur 1. Guðmundur Vigfússon, GR 78högg 2. Guðlaugur Kristjánsson, GK 79 högg 3. Ólafur Skúlason, GR 80 högg 2. flokkur 1. Guðbjartur Jónsson, GK 85högg 2. Þorsteinn Björnsson, GK 87 högg 3. Ingi Kr. Stefánsson, GR 87 högg Þorsteinn vann bráðabana við Inga. 3. flokkur 1. Hannes Ingibergsson, GR 84 högg Sigurður Pétursson. KR4NGAR FENGU FLENGINGU KR-lngar komu niður á jörðina á laugardag og það ekki með neinni silki- lendingu eftir 0—3 tap fyrlr Valsmönn- um. Án Ottós Guðmundssonar var KR- vörnin eins og höfuðlaus her þótt yfir- burðir Valsmanna yrðu ekki aigerir fyrr en i siðari hálfleik. Leikurinn var ekki nema átta mín- útna gamall er KR-ingar fengu á sig út- sölumark af verstu tegund og geta engum nema sjálfum sér um kennt. Steves hefur lagt rika áherzlu á „ítölsku aðferðina”, þ.e. að mark- vörðurinn gefi knöttinn út til bakvarð- anna og það gerði Stefán Jóhannsson markvörður einnig í tilviki sem var —áttu ekki möguleika gegn f rískum Valsmönnum og töpuðu 0-3 ákaflega hæpið. Hann rúllaði knettin- um til Barkar sem þegar 1 stað var stíft pressaður af einum sóknarmanna Vals. Hann tók þá það ráö aö gefa þvert út eftir vítateignum til Atla Héðinssonar sem var rétt utan hans. Áður en hann gat áttað sig hafði Þorvaldur í. Þor- valdsson stolið af honum knettinum. Hann lék síðan rétt inn fyrir vítateiginn og skoraði með góðu skoti út við stöng, 1—0. Vel gert en að sama skapi nötur- legt fyrir KR-ingana. Það sem eftir lifði hálfleiksins áttu KR-ingar lítiö minna i leiknum. Óskar átti gott skot yfir og rétt á eftir skapaðist hætta við Valsmarkið eftir mistök Ölafs markvarðar. Sæbjörn átti skot i hliðarnetið og þar fram eftir göt- unum. Sókn KR-inga var þó ekkl markviss og færin komu frekar eftir varnarmistðk en snjallan sóknarleik. Annað mark Valsmanna kom svo á 59. minútu. Eftir hornspyrnu átti Dýri Guðmundsson skot að marki af ör- stuttu færi. Guðjón Hilmarsson bjargaði meistaralega á llnu — skallaði upp í þverslána og út — en þaö var skammgóður vermir. Boltinn hafnaði á hausnum á Hilmari Harðarsyni sem þurfti ekki annaö en stanga hann létti- legainetiö. Eftir þetta tóku Valsmenn öll völd og hver sóknarlotan á fætur annarri buldi á vörn KR sem var satt að segja ólík sjálfri sér. Þriðja markið var hins vegar það fallegasta og með fallegri mörkum sem undirritaður hefur séð. Þorsteinn Sigurðsson tók þá hornspyrnu. Jón Gunnar Bergs náöi ekki að hemja knöttinn inni í teig en sendi hann síðan út til Hilmars Sighvatssonar á hægri vængnum. Hann lék á Sigurð Péturs- son og gaf vel fyrir markið. Þar kom Dýri Guðmundsson að og átti þrumu- skot sem skök þverslána. Boltinn barst af slánni til Jóns Gunnars sem af- greiddi hann með ekki lausara skoti upp undir þverslá án þess að Stefán kæmi vörnum við. öruggur sigur og ekki er annað hægt að segja en að Vals- liðið hafi komið rækilega á óvart. Hinu er hins vegar ekki að neita að KR-ing- arnir voru slakir. Beztir þeirra vo'ru Birgir Guðjónsson og Sæbjörn Guðmundsson. Aðrir lltt sannfærandi. Hjá Valsmönnum var hins vegar fleira fyrir augað. Þor- grímur sterkur í bakvarðarstöðunni og Dýri mjög sannfærandi. Jón Gunnar Bergs stefnir rakleiðis í fótspor bróður síns. Þeir Njáll Eiðsson og Þorvaldur í. Þorvaldsson einnig sterkir. - SSv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.