Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. MAÍ1981. 14 r Rafha stenzt fyllilega saman- burð við eriendu vélamar — Greiðslukjör betri—góð varahlutaþjónusta, en of ninn mætti gjaman vera sjálf hreinsandi Voss-vclarnar hjá Fönix eru svipaðar Rafha-vclunum. Takkastilling er til fyrir- myndar — það kviknar Ijós á hverjum takka um leið og hann er settur á straum. (Ég gerði rönd úr bleiku naglalakki á mína til að geta strax séð hvernig staðan væri — cn það er óncitanlega dálítið drusló). DB-myndir: Sig. Þorri. Eldavélin mín er að lognast út af enda, guð má vita hvað, gömul. Það er hætt að kvikna nema á einni plötu og stundum svíkur hún líka. þá þarf ég að hrista hana og berja, eins þolin- móð og gömlu konurnar, sem þurftu að kveikja eld í hlóðunum sínum. Ofninn krefst líka mikils lang- lundargeðs. Ég held að hann komist ekki nema upp í 150 gráður, eða svo. Ég ætlaði að vera ægilega góð við ör- þreytta vinkonu mína eitt kvöldið og bauð henni i stei'kt kálfslæri klukkan sjö. Jæja, það oru nú hún og ég, sem sátum í elunúsint fram undir miðnætti og mændum vonaraugum á ofninn — en alltaf vætlaði blóð úr lærinu, þegar við héldum að það væri tilbúið. En loksins, loksins varð það ofsa gott, enda smurðum við það að ofan með sýrðum rjóma síðasta hálftím- ann. Æði! Eftir þetta kvöld áleit ég að tími væri kominn lii að endurnýja gripinn og labbaði í þrjái eldavéiabúðir. Rafha, Vörumarkaðurinn og Fönix urðu fyrir valinu. Eftir þennan leiðangur get ég upp- lýst lesendur neytendasíðu DB um það að á öllum þessum stöðum má fá traustar eldavélar á verðinu frá tæp- lega kr. 5.000—5.500. Á þeim eru bæði hraðsuðuhellur og ein plata með stiglausri stillingu (termostat), ofnar með grillelementi og teinum, gott hitahólf og síðast en ekki sízt klukkur, sem eru hreinustu galdra- verk. Þær geta kveikt á ofninum meðan þú ert i vinnunni, svo maturinn er til- búinn þegar þér þóknast að koma heim. Vélar, án hitahólfs, ofns, klukku og grillteina, fást bæði hjá Rafha og Vörumarkaðnum og eru allmikið ódýrari, eða kr. 3.000—3.500. Ég læt fylgja töflu með verði á sambærilegum vélum. Það gladdi mitt ættjarðarelskandi hjarta, að Rafha kom ágætlega út samanborið við innfluttu vélarnar, bæði hvað verð og gæði snerti. Þeir eru með sígildar gerðir, sem hægt er að treysta. Það eina sem ég saknaði verulega hjá Rafha var að ofnarnir skyldu ekki vera sjálfhreinsandi eins og hjá erlendum vélum í sama verðflokki. Sjálfhreinsunin fer þannig fram að ofninn er stilltur á geysihátt hitastig og hverfa þá fituskorpurnar eins og dögg fyrir sólu.Sumar konur segja að þetta spari þeim meiri tima en upp- þvottavélin. Ég er samt mjög alvarlega að hugsa um að fá mér Rafhavél i uppáhalds- litnum mínum (segi ekki hver hann eri). Þá fæ ég beztu afborgunarskil- málana. Þeir bjóða nefnilega við- skiptavinunum að greiða fjórðung út og afganginn á sex mánuðum. Hin fyrirtækin viljahelming út og afgang- inn á fjórum mánuðum. Ennfremur finnst mér öryggi í því að vita að um ókomin ár get ég fengið varahluti ef Rafhavélin mín bilar. Mér finnst þægilegt að hafa allar leiðbeiningar á íslenzku og geta, ef eitthvað kemur upp á, snúið mér beint til framleiðanda vélanna. Ég get ekki fundið að það sé neinn sparnaður í því að kaupa útlenda vél nokkrum krónum ódýrara, og geta reiknað með því að sú gerð verði þá og þegar að víkja fyrir nýrri tízku, eða hætti að flytjast til landsins. Öryggið er mér dýrmætara en stæl- arnir — og svo líður mér afskaplega vel á sálinni í hvert skipti sem ég styð islenzkan iðnað — ég tala ekki um í dæmi eins og þessu, þegar ég get gert það án þess að færa fórnir á sviði lífs- þægindanna. -IHH Valdís Steingrimsdóttir afgreiðslukona sýnir ofn með grillteini í Rafhavél. Vélarnar fást í fimm fallegum litum, avocado- grænu, antik-gulu, koparbrúnu, rauðu og bláu. Og svo i hvitu, að sjálfsögðu. Glóðarrist og djúpsteik- ingarpottur í eldhúsborðinu meðal nýjunga frá Gaggenau íVörumarkaðnum Alls konar tilbrigði við sígildu Margir vilja hafa plöturnar sér og sleppur við að beygja sig. eldavélagerðirnar efu til á markaðn- ofninn sér. Er þá ofninn venjulega Vinkona mín, sem á ofn sér og um. uppi á vegg í augnhæð, svo maður plötur sér í íbúð sinnt í Reykjavík en Verðsamanburður á eldavélum Verð á góðri vél „með öllu" 11. maí Rafha Voss (Hjá Fönix) Electrolux (í Vörumarkaðnum) hvit kr. 5.118.-* kr. 4.730.- kr. 5.800.- (ný sending) mislit kr. 5.516.- kr. 4.975.- kr. 5.450.- Einfaldari vél: hvorki hitahólf né klukka hvít kr. 3.345.- mislit kr.3.661. kr. 2.940.- (aðeins 3 plötur) ATH. Vióstaðgreiðslu lækka öll þessi verð um 5%. * Þess má geta að hægt er að fá Rafhavélarnar án klukku á kr. 652 og án grilltcina á 499 og lækkar þá verðið samsvarandi, niður í ea 4000 krónur. allt samfast upp á gamla móðinn í sumarbústaðnum segir að það sé miklu sniðugra að hafa þetta bara allt í einu lagi (en hún er í leikfimi þrisvar i viku). Hjá Rafha er lítill verðmunur á þessu tvennu. Fjórar hellur sér og ofn (sem er ekki afgreiddur öðru visi en með klukku) kosta samtals kr. 4.468 í hvítu og 4.904 i mislitu. Þá fylgir ekki hitahólf með ofninum en annars er þetta nauðalíkt samföstu gerðinni af Rafha-eldavélunum. Vilji maður hafa meiri stæla á hlut- unum þá er Vörumarkaðurinn með afar frumleg — og sniðug — eldunar- tól frá Gaggenau í Þýzkalandi. Þar er um ýmsar gerðir að velja. Til dæmis er hægt að fá plötuborð, sem er rennislétt og gert úr hörðum glerblönduðum leir. Hvít strik sýna hvar á að setja pottana, hvar á að sjóða og hvar á að halda volgu. Still- ingar eru stiglausar og nákvæmnin svo mikil að maður getur hitað upp mjólk í glerflösku, án þess að óttast að hún sjóði upp úr. Verð á þess háttar borði með tveimur suðu„reitum” er kr. 2.560, og með fjórum 4.210. í stil við jietta geturðu keypt þér „grill” af svipaðri stærð og sett það ofan í eldhúsbekkinn þinn. Maturinn fær sama bragð og af útigrilli. En í stað kola eru steinar, hitaðir með raf- magni. Mest af feitinni brennur burtu en annars er hægt að skipta um stein- ana eða þvo þá. Hitastillingar eru ná- kvæmar, frá 1—12. Þetta kostar kr. 2.230 og ekki er hægt að segja að það sé óstjórnlega dýrt. Að minnsta kosti ekki fyrir þá sem oft hafa nautasteik. (Svo má setja ýsuflökin-tálpappir með sítrónu og kryddi — og þá er ódýr og hollur kvöldverður ekki lengi að verða til.) Ef þú ert mikið fyrir djúpsteik- ingar þá hefur Gaggenau til sölu ágætis tæki til slíkra hluta. Það líkist djúpum stálvaski og er sett ofan í borð. Ofan í þennan vask er olíu eða annarri feiti hellt og hún hituð upp. Síðan dýfirðu því sem þú ætlar að steikja, kartöflunum eða humarhöl- unum eða hvað það nú er, ofan i vaskinn í þar til gerðri körfu. Þetta tæki kostarkr. 4.590. Loks framleiðir þetta fyrirtæki ofna í öllum stærðum, allt frá litlum örbylgjuofnum sem þíða frosinn mat á augabragði.-upp í heljarstóra tvö- falda ofna, þar sem steikin getur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.