Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 20
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1981. 20 I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D UEFA-sætið komið í hættu hjá Feyenoord Guðmundur Erlingsson „fórnar sér” hér i baráttu við markvörð og varnarmann Þórs i fyrri hálfleiknum. _ DB-mynd Ragnar Sigurjónsson, Eyjum. — Liðið náði aðeins jafntefli gegn Nijmegen-liðinu NEC í gær og það a heimavelli Mildl keppnl er nú um UEFA-sætin meðal liðanna i úrvalsdeildinni í Hol- landi. Þremur umferðum ólokið og það eru fjögur 110, sem berjast um þrjú UEFA-sæti. Utrecht meö 43 stig, PSV Eindhoven 42, Feyenoord 41 og Twente Enschede 39 stig. I gær náði Feyenoord ekki nema jafntefli A helma- velli, 1—1, gegn NEC Nijmegcn, einu af neðstu llðunum. AZ ’67 Alkmaar er fyrir löngu oröinn meistari og leikur við Ajax, Amsterdam, i hollenzku bikarkeppn- inni. Ajax leikur því i Evrópukeppni bikarhafa næsta leiktimabii hvernig svo sem úrslit verða í bikarkeppninni. Úrslit í hollenzku úrvalsdeildinni í gær urðu þessi. NAC Breda — PSV 0—2 Wageningen — Excelcior 0—0 LEIKMEtyN IBV SNJALLIR A GRASINUIVESTMANNAEYJUM og sigruðu Akureyrar-Þór örugglega 4-1 í 1. deild á laugardag Eyjamenn léku við hvern sinn fingur á laugardag, þegar þeir sigruðu Þór frá Akureyri 4—1 i 1. deild í fyrsta gras- leik sumarsins i Vestmannaeyjum. Norman var sterkastur Enski kylfingurinn Greg Norman sigraði i Martini-alþjóðlegu keppninni i Wentworth i Englandl i gær. Lék hann 72 holurnar á 287 höggum — höggi betur en Bernhard Lamger frá V- Þýzkalandi. Margir frægir kappar urðu i næstu sætunum, þ.á m. Sandy Lyle, Manuel Pinero, Nick Faldo, Sain Torrance, Eamonn Darcy og Neil Coles. Léttur sigur Norðfirðinga - Þróttur, Neskaupstað, vann Selfoss 2-0 Þróttur vann auðveldan sigur á Sel- fossi, 2—0, f fyrsta leiknum á Neskaup- stað i 2. deild á leiktímabilinu á laugar- dag. Áhorfendur voru á fjórða hundrað. Leikmenn Þróttar fengu mörg og góð færi í leiknum og þurftu ekki að sýna neinn stórleik til þess. Lið Selfyss- inga mjög slakt. Hins vegar tókst þeim aðeins aö nýta tvö. Þegar stundar- fjórðungur var af leiknum fékk Þróttur vitaspyrnu en Finnbjörn Hermannsson varði frá Einari Sigurj'ónssyni. Þetta kom þó ekki að sök fyrir Norðfirðinga. Þeir skoruðu nær strax eftir vítið. Björgúlfur Hermannsson skallaði mark eftir hornspyrnu. Á 65. min. skoráði Magnús Jónsson síðara mark Þróttar. Einlék í gegn, lék á markvörðinn og skoraði. Þar var laglega að staðið hjá Magnúsi. Heimamenn veröskulduðu sigurinn fyllilega og léku oft á tiðum ágæta knattspyrnu. Nýllðarnir frá Akureyri áttu f vök að verjast nær allan leikinn. Bitu þá frá sér af og til en verða að gera betur ef þeir ætla sér að halda sætiiiu i 1. deild. Bæði lið byrjuðu leikinn af krafti, Eyjamenn þó hættulegri upp við markið. Á 22. min. komst Ómar Jóhannsson í gegn eftir góðan samleik en Guðjón Guðmundsson, tengiliður Þórs, bjargaði með snilld á marklínu þrumuskoti Ómars. Fyrsta mark leiksins var skorað á 28. mín. Óskar Gunnarsson, Þór, hugðist gefa aftur til markvarðar. Engin sjáan- leg hætta en sending hans var laus og auk þess beint fyrir fætur Sigurlásar Þorleifssonar. Hann þakkaði gott boð og renndi knettinum í markið, 1—0. Aðeins þremur min. sfðar skoraði ÍBV beint úr aukaspyrnu af 20 metra færi. Ómar tók spyrnuna og þrumufleygur hans hafnaði beint í netmöskvunum. 2—0 og verðskulduð forusta ÍBV í hálfleik. Strax í byrjun sfðari hálfleiks átti Kári Þorleifsson gott skot að marki Þórs en Eiríkur markvörður varði vel. Skömmu síðar var Jón Lárusson í færi hinum. megin en skaut yfir. Þórsarar lögðu ekki árar í bát og á 51. mín. átti Þórður Hallgrimsson misheppnaða sendingu á Pál Pálmason markvörð ÍBV, Jón Lárusson komst á milli og sendi knöttinn f netið. Staðan 2—1 og alltgatskeið. En Akureyringar voru ekki lengi í paradís. Aðeins fjórum min. siðar skoruðu heimamenn úr hornspyrnu. Ingólfur Ingólfsson sendi knöttinn beint á höfuð Kára Þorleifssonar, sem skallaði i mark. 3—1 og á 62. min. skoruðu Eyjamenn sitt fjórða mark og jafnframt fallegasta mark leiksins. Ómar tók aukaspyrnu rétt utan vita- teigs. Hörkuskot hans lenti í varnar- vegg Akureyringa og það til Viðars Elíassonar. Fast skot hans lenti innan á stöng og i markið. Eftir markið fóru Norðanmenn aðeins að hressast, eink- um þó eftir að Bjarni Sveinbjörnsson, efnilegur nýliði, kom inn á. Hann gerði töluverðan usla I vörn heimamanna — komst meðal annars frir inn fyrir vörnina en Snorri Rútsson felldi hann aftan frá. Fékk gult spjald fyrir. Eina spjaldið í ieiknum. Beztu menn ÍBV voru Ómar og Val- þór Sigþórsson en Valþóri hættir þó við að einleika einum um of. Sigurlás og Kári voru góðir. Kári (mik- illi framför. Hjá Þór var meðal- mennskan alisráðandi. Athygii vöktu helzt Jónas Róbertsson, tengiiiður, og Bjarni Sveinbjörnsson, bráðefnilegur framherji, sem hlýtur að vinna sér fljótt fast sæti í Þórs-liðinu. Þá var Jón Lárusson ógnandi. Þorvarður Björnsson dæmi. Nokkuð óöruggur til að byrja með en óx ásmeg- in og komst vel frá leiknum, þegar á heildina er litið. -FÓV. Roda — Groningen Deventer — Den Haag Utrecht — AZ ’67 Tilburg — PEC Zwolle Feyenoord — NEC, Nijm. Twente — Ajax Maastricht — Sparta Staða efstu liða. AZ ’67 3 0 24 5 Utrecht 31 17 9 PSV 31 17 8 Ajax 31 19 4 Feyenoord 31 16 9 4—2 3-3 2—2 2— 5 1—1 3— 0 3—3 1 89—27 53 5 64—31 43 6 58—25 42 8 80—52 42 6 62—39 41 AZ ’67 og Ipswich leika slöari leik sinn í úrsiitum UEFA-keppninnar í Amsterdam á miðvikudag. Lokeren í öðru sæti — vann Standard 2-0 ílokaumferðinni Lokeren tryggði sér annað sætið f 1. deildinni belgfsku i gær, þegar liðið vann sigur á Standard Liegee 2—0 á heimavelli i lokaumferðinni. Brússel- liðið Anderlecht, sem fyrir löngu tryggði sér meistaratitilinn, hlaut 57 stig. Lokeren 46. Standard varð f þriðja sæti með 42 stig. Beveren hlaut 41 stig og Winterslag 38. Niður i 2. deild féllu Beringen og Berchem. Úrslitin í lokaumferðinni urðu þessi. Molenbeek — Lierse 2—1 Courtrai — Winterslag 0—; Beerschot — CS Brugge 2—3 FC Liege — Berchem 6—0 Lokeren — Standard 2—0 FC Brugge — Ghent 2-0 Waterschei — Waregem 3—1 Antwerpen — Anderlecht 0—3 JUVENTUS SIGRAÐIINAP0LI — og hefur nú alla möguleika á að hljóta ítalska meistaratitilinn í 19. sinn Torino-liðiö Juventus tryggði sér nær örugglega ftalska meistaratitilinn i knattspyrnu f 19. sinn f gær, þegar liðið sigraði Napoli 0—1 á útivelli. Aðeins ein umferð er eftir og Juventus hefur stigl meira en Roma. I sfðustu umferð- inni leikur Juventus á heimavelii við Fiorentina en Roma leikur á útivelli við Avellino. AC Milano, sem í fyrravor var dæmt niður i 2. deild vegna veðmálahneyksl- is, sigraði i gær i 2. deild með því að gera jafntefli við Cesena, sem er í öðru sæti. Úrslit í 1. deild i gær urðu þessi. Bologna — Avellino 0—0 Brescia — Como 1 —0 Cagliari — Catanzaro 2—1 Fiorentina — Ascoli 2—1 Inter — Perugia 3—1 Napoli — Juventus 0—1 Roma — Pistoiese 1—0 Torino — Udinese 0—0 Staða efstu liða. Juventus 29 16 10 3 45—15 42 Roma 29 14 13 2 42—19 41 Napoli 29 14 10 5 30—19 38 Mótherjar Islands léku sér að Skotum — Wales sigraði Skota 2-0 í brezku meistarakeppninni Landslið Wales f knattspyrnunni, sem leikur i sama riðli og ísland i HM- keppninni, vann auðveldan sigur á Skotum, 2—0, i fyrsta lcik brezku meistarakeppninnar f Swansea á laugardag. Ian Walsh, Crystal Palace, skoraði bæði mörkin f leiknum. Það var á 17. og 21. mín. fyrri hálf- leiks og í báðum tilfellum eftir mistök skozka markvarðarins, Alan Rough. BRASSARNIR FRA- BÆRIR í PARÍS unnu Frakkana 3-1 án fyrirhaf nar Landslið Brasilfu i knattspyrnunni sýndi oft frábæra knattspyrnu i lands- leiknum við Frakkland f Paris á föstu- dag — knattspymu, sem oft minnti á mestu veldlsdaga Brassanna hér á árum áður. Sigraðl 3—1 og hafði skorað þrjú mörk áður en Frakkland komst á blað. Það var annar slgur Brasiliu f Evrópu- keppninni. Vann England 1—0 á Wembley fyrr i vlkunnl. Leikvangurinn i Paris var troðfullur, 50 þúsund áhorfendur, og fögnuður þeirra var mikill áður en leikurinn hófst, þegar Pele kom niður á völlinn, Pas des Princes, til að taka við meters- hárri bronsstyttu frá blaðinu L’Equipe sem „meistari aldarinnar”. Síðan hófst leikurinn og allur fyrri hálfleikurinn tilheyrði Brasiliu. Hrein einokun. Zico og Socrates voru frá- bærir sem miðherjar og Tresor og. Lopez i vöm Frakka áttu mjög i vök að verjast. Zico skoraði á 21. mín. eftir uppbyggingu Socrates og Reinaldo. Á 28. min. skoraði Reinaldo. Frakkar, án Platini og nokkurra annarra þekktra leikmanna, komust lítið að í leiknum. í byrjun síðari hálfleiks skoraði Socrates þriðja markið og Brassarnir fóru sfðan að taka lífinu meö ró. Six skoraði eina mark Frakklands ellefu min. fyrir leiks- lok. Á þriöjudag leikur Brasilía Vestur-Þýzkaland i Stuttgart. við Walsh var þó reyndar tekinn út af loka- kafla leiksins og kom Jerome Charles i hans stað. Það vakti athygli hve hörkulegan leik Joe Jordan sýndi oft gegn varnarmönn- um Wales. Var rekinn út af á 75. mín. þegar hann rak olnbogann í andiit Terry Boyle, sem rétt áður hafði komið inn sem varamaður. Áður hafði Jordan verið bókaður fyrir áhlaup á markvörð og fyrirliða Waies, Dai Davies, sem lék sinn 42. landsleik og átti mjög góðan leik. John Toshack var meðal frétta- manna BBC á leiknum og afsakaði Jordan reyndar. Hann hefði bók- staflega engrar aöstoðar notið í fram- línu Skotlands. Það getur farið í taugarnar á mönnum. Asa Hartford, fyrirliði Skotlands, Arthur Graham, Leeds, og David Provan, Celtic, sáust varla i leiknum. Liðin voru þannig skipuð. Wales: Davies, Joey Jones (Boyle), Paul Prince, Leighton Phillips, sem lék sinn 54. landsleik þó hann haft að undanförnu ekki komizt í lið Swansea, Kevin Ratcliffe, Brian Flynn, Peter Nicholas, Mickey Thomas, Leighton James Ian Walsh (Charles) og Carl Harris. Skotland: Rough, Willie Miller, Ray Stewart, West Ham, sem lék sinn fyrsta lands- leik, Gordon McQueen, Kenny Burns, Frank Gray (Danny McGrain), David Narey, Asa Hartford, Provan, Jordan, Arthur Graham (Paul Sturrock). Brezka meistarakeppnin verður litil- fjörleg að þessu sinni. England og Wales hafa neitað að leika í Belfast við Norður-íra. Jafnvel möguleiki að hætt verði við meistarakeppnina í framtíð- inni. Jock Stein, landsliðseinvaldur Skotlands, telur að enska knattspyrnu- sambandið hafi ekkert á móti slíku. Stein sagði við fréttamann Reuters: „Það kemur enskum vel að þurfa ekki að leika við lið eins og lrlands. Þeir eru að verða of stórir til þess. Vilja heldur leika við lið eins og Brasilíu. Englend- ingar hafa of mikið á sinni könnu núna. Þeir reiknuðu ekki með að Liver- pool og Ipswich kæmust i úrslit Evrópumótanna og það hefur gert landsliðsvalið erfitt,” sagði Stein. Fjögur heimsmet ílyftingum Fjögur heimsmct i lyftlngum voru sett á sovézka meistaramótlnu i Novosibrisk um helgina. Jurik Varda- nyan, ólympiumeistarlnn i fyrra, setti þrjú þeirra i mið-þungavigt. Hann snaraði 182,5 kg f aukatilraun — jafn- hattaði 224 kg. Samanlagt 402,5 kg. Allt heimsmet. 1100 kg fiokknum setti Viktor Sots nýtt heimsmet þegar hann Jafnhattaðl 232 kg.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.