Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 1
7 7. ÁRG. —MÁNUDAGUR 18.MAÍ 1981 — ÍIO.TBL. RJTSTJÓRN SÍDHMÍJI A 12. AUÍÍI.VSINGAR ()(J AKíRKIDSI.A ÞVKRHOI.TI 1 l.-AÐAI SIMI 27022. '—-----( Dagblaðiðkannarfylgiflokkanna: GEYSILEG FYLGISAUKNING SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS —eins ogundanfamarkannanirDBhafagefíð tilkynna—enn kemur fram fylgishrun hjáAlþýduflokki Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú miklu meira fylgis en í siðustu kosn- ingum samkvæmt skoöanakönnun sem DB gerði fyrir viku. Niðurstöður þessarar skoðanakönnunar eru mjög áþekkar niöurstöðum síðustu kann- ana DB. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú fylgis 46,1 af hundraði þeirra sem taka afstöðu. Þetta er lítiö eitt meira en flokkurinn hafði samkvæmt könnun DB í janúar. Þetta fylgi er 8,8 prósentustigum meira en flokkur- inn fékk í þingkosningunum 1979 að meðtöldum óháðum sjálfstæðis- mönnum. Það samsvarar því að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 28 þing- menn og bætti við sig 6. Hið sama kom út úr könnunum DB í janúar sfðastliðnum og í september í fyrra. Framsóknarflokkurinn fær sam- kvæmt könnuninni 23,6% sem er 1,3 prósentustigum minna en hann fékk f kosningunum. Þetta samsvarar 14 þingmönnum ef - þingsætum yrði skipt i beinu hlutfalli við fylgið. Framsókn fær jafnan öllu fleiri þing- menn en fylgishlutfallið gefur til kynna, vegna kjördæmakerfisins, og gæti því fengið fleiri en 14 með því fylgi sem könnunin gefur til kynna. Framsókn hefur nú 17 þingmenn. Alþýðubandalagið fær sarnkvæmt könnuninni 19,5% sem er nánast alveg hið sama og flokkurinn fékk í kosningunum. Þetta samsvarar 12 þingsætum ef þeim yrði skipt í beinu hlutfalli við fylgi. Alþýðubandalagið hefur 11 þingmenn nú. Fylgishrun Aiþýðuflokksins frá kosningunum kemur enn fram í þess- ari könnun eins og í fyrri könnunum. Flokkurinn hefur 10,8% fylgi sam- kvæmt könnuninni sem er 6,6 prósentustigum minna en í kosning- unum. Samkvæmt því fengi Alþýðu- flokkurinn 6 þingmenn og tapaði fjórum. i Óákveðnum hefur fækkað frá síðustu könnun en þeir eru enn rúm 30% af heildinni. 7,8% vildu ekki svara spurningunni. Það hlutfall var 6,7%íjanúar. -HH. — sjánánarábls.4 og viðtöl við forystumenn fíokkanna á baksíðu - Edda Stefánsdóttir, módel Margrétar Pétursdóttur nema, stendur þarna lengst til vinstri. Við hlið hennar er Margrét og fyrir framan Halla Leifsdóttir, módel Sólvcigar Lcifsdóttur sem brosir breitt við hlið Margrétar. Fyrir aftan Sólveigu stendur Tryggvi Þórisson, módel Garðars Sigurgcirssonar scm hampar bikarnurn lengst til hægri. DB mynd Einar Ólason. Greittogklippt til íslands- meistaratitils: GARDAR OG SOLVEIG ÍSLANDSMEISTARAR Sólveig Leifsdóttir hlaut í gær ís- iandsmeistaratitil í hárgreiðslu. Garðar Sigurgeirsson hlaut sama titil í hár- skurði og Margrét Pétursdóttir bar sigur úr býtum í keppni nema í hár- greiðslu. íslandsmeistaramótið fór fram í gær í Íþróttahúsinu á Seltjarnar- nesi. Keppt var í hinum sígildu greinum, klippingu og greiðslu fyrir samkvæmi, daggreiðslu kvenna og klippingu og blæstri eftir nýjustu tízku. jafnframt flytja inn snyrtivörur sem rakarar og kynntu vörur sínar þeir aðilar sem hársnyrtar nota. -DS. — sjánánarbls.6 ..... i Ásgeirmeð leynisamning viðStandard — aðeinsþriðjungur tekna hans gefinn upptilskatts — sjá íþróttir bls. 16-20 Óvístummeiri- Mutafylgivið bráðabirgðalög stjómarinnar Meirihluti fjárhags- og við- skiptanefndar Alþingis er andvíg- ur samþykkt bráðabirgðalaganna um samningsumboð BSRB. Telja ASÍ-menn, meðal annars verka- mannasambandið, að samkvæmt bráðabirgðalögununt hafi BSRB í raun fengið samningsrétt fyrir hluta fólks í aðildarfélögum ASÍ. Fyrsti kafli bráðabirgðalag- anna gerir ráð fyrir því að þeir sem vinna hjá stofnunum, sem eru á fjárlögum, eða sameiginlcg- um stofnunum ríkis- og bæjarfé- laga, skuli lúta samningum BSRB. Hér koma meðal annars til sjálfseignarstofnanir, svo sem elliheimili, ýmiss konar vistheim- ili, dagheimili, þar sem til dæntis Sóknarfólk er starfandi. Sókn hefur engan atkvæðisrétt i BSRB en þó er gert ráð fyrir þvi að samningar þess gildi fyrir Sókn i áðurgreindum tilvikum. Sighvatur Björgvinsson og alþýðuflokksmenn eru þessu and- vigir. Þá eru Guðmundur J. Guð- mundsson og Verkamannsam- bandið andvíg samþykkt bráða- birgðalaganna óbreyttra. Albert Guðmundsson og margir sjálf- stæðismenn eru einnig andvigir tilhögun laganna. Óvist cr að þessir þingmenn geri sér að góðu yfirlýsingar fjármálaráðherra og ríkisstjórnar. Er þvf sú staða nú komin upp að vafi leikur á um það hvort meirihluti er við bráða- birgðalögin á þingi. Þau voru sett hinn 9. sept. 1980 og hafa legið í salti j nefnd í allan vetur enda voru þau 38. mál þingsins. I 'BS J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.