Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 36
f- Birgir ísleifur Gunnarsson: „Erfiðleikarn- ir ná ekki að letja kjósendur” „Könnunin ber vitni um það að ekki hafa orðið verulegar breytingar á fylgi Sjálfstæðisflokksins á undan- fðrnum mánuðum,” sagði Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins ímorgun. Fylgi flokksins virðist vera töluvert meira en það var I siðustu kosningum og er það auðvitað ánægjuefni. Þetta ber vott um það að erfíðleikarnir sem flokkurinn hefur átt viö að etja með þvl að vera bæði innan og utan stjórnar ná ekki að letja okkar kjós- endur. Þetta hvetur okkur til þess að gera allt sem við getum til þess að leysa þessi mál flokksins þannig að hann komi heili og óskiþtur út úr þeim erfiöleikum sem hann gengur nú í gegnum,” sagði Birgir. -DS. Magnús Magnússon: „Persónulegt fylgi við Gunnar Thoroddsen” ,,Ég er ekkert hissa á þessari út- komu,” sagði Magnús Magnússon varaformaður Alþýöufiokksins. „Niðurstaðan er ekki óeðlileg miðað við það sem á undan er gengið. Mér virðist sem stuðnings- menn stjórnarflokkanna styðji þá vegna þess að þeir sjá cngan annan möguleika og telja að þessi stjórn sé betri en engin. Ég túlka þetta svo að þetta sé fremur persónulegt fylgi við Gunnar Thoroddsen en stjórnarflokkana að öðru leyti,” sagði Magnús. -DS. 9 Svavar Gestsson: „Ánægjuleg vísbending” „Þessi niðurstaða segir okkur I Aiþýðubandalaginu ekki nýjar fréttir en er út af fyrir sig ánægjuleg vis- bending,” sagði Svavar Gestsson for- maður Alþýðubandalagsins. „Ég hef haft það á tilfinningunni að fylgi Alþýðubandaiagsins hafi iengi verið svipað, að flokkurinn hafi að minnsta kosti ekki tapað fylgi frá því I síðustu kosningum. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir halda sinu samkvæmt könnuninni. Ef niðurstöður þessarar könnunar og könnunarinnar á fylgi rikisstjórnar- innar eru bornar saman kemur í ljós að helmingur sjálfstæðismanna styður ríkisstjórnina. Hrun Alþýðu- flokksins kemur ekki á óvart. Ég hef ekki frekar en aðrir orðið var við lífs- mark hjá þeim flokki.” Þess má geta aö margítrekað var reynt að ná sambandi við forystu- menn Framsóknarflokksins í morgun, en árangurslaust. -ARH. Fyrstu lækn- amirganga útídag Fyrstu læknarnir sem sagt hafa upp störfum á Landspítalanum og Borgarspítalanum ganga út í dag. Eru það tveir af Landspitalanum og einn frá Borgarspitalanum. Mun fleiri ganga út á morgun, t.d. hætta þá átta læknar á Borgarspitaianum. Fara þeir síðan hver af öðrum með jöfnu millibili út mánuöinn. Strax á næstu dögum fer að skap- ast neyðarástand á sjúkrahúsunum. Læknar hafa boðizt til að koma til starfa ef slíkt ástand skapast en hafa ekki útskýrt á hvaða kjörum það verður. Yflrlæknar sjúkrahúsanna hafa heimild til að kalla læknana út ef þess gerist þörf. Engar samræður hafa farið fram við læknana síðan á föstudag og enginn fundur boðaður. -ELA. 14 ára hjólreiðamaður fórst á Knsuvíkurvegi mikill hraði talinn eiga þátt í slysinu Fjórtán ára Hafnfirðingur, Guð- ráður Davfð Bragason, Miðvangi 37, lét lífið í umferðarslysi á Krfsuvíkur- vegi rétt fyrir kl. 6 á laugardaginn. Guðráður Davíð var í hjólrciða- ferð með félaga sfnum og voru þeir á leið niður Krísuvíkurveg og komnir á vegarkafla sem lagður er slitlagi nokkru austan Reykjanesbrautar. Kom þá bíll á eftir þeim. Guðráður Davíð var þá á undan félaga sínum. Lenti bifreiðin á honum og kastaðist hann upp á vélarhús og skall síðan í götuna. Hann var látinn er læknar komu á vettvang. Að sögn rannsóknarlögreglunnar í Hafnarfirði eru tvö vitni að aðdrag- anda slyssins. Sá annað vitnanna bfl- inn fara eftir veginum á mikilli ferð, heyrði síðan flaut og hávaða er slysið varð. Fór hann á staðinn á bil sínum. Sá hann þá tvo menn koma úr bflnum er 1 slysinu lenti og gengu þeir að drengnum sem lá á veginum. Síðan hvarf bflstjórinn á bíl sínum en far- þeginn varð eftir. Skömmu sfðar kom ökumaður eftir að hafa kallað á hjálp. Annað vitni sá að félagarnir á hjólunum voru f röð er slysið varð og fór sá er lézt þá á undan. Hinn hjól- reiðapiltinn sakaði ekki. -A.St. Sanitas drykkir LÆKKAÐ VERÐ Jan Mayen vidræður: Skipulag um nýt- ingu auðlindanna —beggja vegna miðlínu. Elliot Richardson formaður sáttanef ndarinnar væntanlegur í dag Tillögur þær um Jan-Mayen-sam- komulag milli íslendinga og Norð- manna fela í sér skipulag um nýtingu auðlinda á landgrunninu milli íslands og Jan Mayen. Með hliðsjón af rannsóknum sem gerðar hafa verið af íslenzkum jarð- fræðingum og erlendum er talið að með nokkrum líkum megi ráða hvar helzt er að vænta auðlinda á eða — Og í landgrunninu. íslendingar hafa gert tilkall til nýtingar þess. Um það er ekki samkomulag. Elliot Richardson, fyrrum utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna, hefur verið í forsæti nefndar, sem skipuð er Hans G. Andersen þjóðréttarfræð- ingi, af hálfu íslands, og Jens Evin- sen fv. ráðherra og einum helzta fræðingi Norðmanna f hafréttarmál- um. Er Elliot væntanlegur til íslands i dag til viðræðna við Ólaf Jóhannes- son utanríkisráðherra, og ríkisstjórn. Fundir hafa veriö í utanríkismála- nefnd vegna málsins og viðræður f ríkisstjórninni. Landfræðilega er talið að á þessu stigi séu hugmyndir sáttanefndar- innar talsvert flóknar og að sumu leyti miklu frekari skoðunar verðar. -BS. frfálst, óháð dagblað MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1981. Lítil fiugyél brotlenti — allir sluppu ómeiddir Lítil, fjögurra sæta flugvél, TF- MOL, brotlenti á túni við bæinn Broddanes á Ströndum um kl. fjögur á laugardag. Um borð voru, auk eins flugmanns, þrir farþegar, þar af tvö börn. Sluppu allir ómeiddir. Flugmaðurinn hugðist lenda vél sinni á túni en rak hægra aðalhjólið í þúfu við túnendann með þeim afleiðingum að það brotnaöi af. 1 lendingunni kom vélin því niður á hægri vænginn. Flugvélin, sem þarf mjög stuttar brautir til að athafna sig, er mjög lítið skemmd. Er jafnvel hugsanlegt að hægt verði að fljúga henni suður til Reykjavíkur í dag eftir að búið verður aðgeraviðhana. -KMU. Blæjujeppi valt í Fnjóskadal Jeppi, sem var á leið til Akureyrar, fór út af beinum vegi 3—400 metra norðan við bæinn Skóga í Fnjóskadal um kl. sex síðdegis á laugardag. Fór jeppinn niður 4ra metra háa vegarbrún og kom niður á tún, þar sem hann fór a.m.k. eina veltu. ökumaðurinn var ung kona en með henni í jeppanum voru móðir hennar og unnusti. Voru þau öll búsett á Akur- eyri. Unga konan var meðvitundarlaus eftir óhappið og var hún strax flutt á sjúkrahús á Akureyri. Hin tvö sluppu ómeiddaðmestu. Orsökin fyrir veltunni mun hafa verið bilun í stýri. „Okkur sýnist liður- inn ofan við stýrisvélina hafa brotn- að,” sagði Stefán Tryggvason hjá Akureyrarlögreglunni við DB. Hann bætti við: „Þetta var blæjujeppi en með öryggisgrind og hefur það orðið fólkinu tillífs.” -IHH. Heppinn DB-áskrifandi verður dreginn út i vikunni og svari hann léttum spurningum um smáaug- lýsingar DB hlýtur hann Lignano- ferð að launum. Nýir vinningar verða velttir vikulega næsta hálfa árið i þessum leik Dagblaðsins. Fyrstu Egjlsstaðastúdentamir Fyrstu stúdentarnir voru brautskrádir frá Menntaskólanum á Egilsstöðum í gær. Vilhjúlmur Ein- arsson útskrifaði alls 22 stúdenta. Gestir við athöfnina voru Ingvar Gíslason menntamálaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson fv. menntamálaráðherra og Egill Jónasson alþingismaður og fluttu þeir á vörp. DB-mynd Einar Halldórsson Egilsstöðum. Vinningur fyrstu vikunnar er Útsýnarferð til Ítalíu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.