Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 35

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. MAÍ1981. 35 (i Útvarp Sjónvarp Dmitri Sjostakovitsj. Ludwig van Beethoven. SIÐDEGISTONLQKAR - útvarp kl. 16,20: BEETHOVEN 0C sjostakovitsj á síðdegistónleikum útvarpsins Síðdegistónleikar útvarpsins i dag flytja okkur eftirfarandi efni: Svjatoslav Rikhter leikur Píanósón- ötu í f-moll op. 57 eftir Ludwig van Beethoven. David Oistrakh og Nýja fíl- harmóníusveitin í Lundúnum leika Fiðlukonsert nr. 1 i a-moll op. 99 eftir Dmitri Sjostakovitsj; Maxim Sjosta- kovitsj stj. -FG NÚ ER ÞAÐ 0F SEINT—sjónvarp kl. 21,50: NICOLA HEFUR AIIT — skortir það sem máli skiptir Nicola er gift efnuðum fornmuna- sala. Þau hjónin búa i fjölbýlishúsi og eina nóttina vakna þau upp við barns- grát úr næstu íbúð. Nágranninn reynist vera ekkjumaður með tvo unga syni og sá yngri er að taka tennur. Nicola getur ekki átt börn, hún er heima allan daginn, hefur litið við að vera og fer að sinna litlu móður- lausu drengjunum. Fornmunasalanum er lítið gefið um þetta nýja áhugamál konu sinnar. Hann hefur búið henni heimili með öllum mögulegum þægindum og er þeirrar skoðunar að hún ætti að hafa nóg að hugsa um heima fyrir. Brátt kemur i ljós að saklausasta umhyggja tyrir litlum börnum getur nú haft í för með sér ýmsar afleiðingar. Nú er það of seint er brezkt sjón- varpsleikrit eftir Larry Wyce. Leik- stjóri er John Frankau og með aðal- hlutverk fara Felicity Kendal og Anton Rodgers. Þýðandi er Dóra Hafsteins- dóttir. PLEXIGLAS Acryl-gler í háum gæðaflokki. Eigum fyrirliggjandi Plexiglas í glæru og ýmsum litum, t.d. undir skrifstofu- stóla, á svalir, sólveggi og handrið, í ljósaskilti, gróðurhús, vinnuvélar og fleira — Skerum og beygjum. AKRON H/F Síðumúla 31 Sími 33706 Pixall mkii Langþráð lausn fyrir alla þá sem fara vel með hljómplöt- urnar og krefjast I staðinn full- kominna tðngæða. Sérstök Ifm- rúlla rffur til sfn öll óhreinindi á augabragði. Einfalt, öruggt og Hljóðfærahús Reykjavíkur Laugavegl 96 - Slml 13656 ARMAPLAST SALA - AFGREIÐSLA ÁRMÚLA16 - SÍMI38640 II k MRE8IMSS0N & CO NEMENDALEIKHÚSIÐ Morðið á Marat Sýning miðvikudagskvöld kl. 20. Sýning fimmtudagskvöld kl. 20. Miðasala í Lindarbœ frá kl. 17 alla daga nema laugardaga. Miðapantanir í síma 21791. FÁAR SÝNIIMGAR 'VÉLAVERKSTÆÐI Egils Vilhjálmssonar H/F SMIÐJUVEGI9 A - KÓP. - -SÍMI44445! • Endurbyggjum vélar • Borum blokkir • Plönum blokkir og head SÍMI 44445 • Málmfyllum sveifarása, tjakköxla og aðra slitfleti m/ryðfríu harðstáli • Rennum ventla og ventilsæti. • Slipum sveifarása. l FULLKOMIÐ MÓTOR OG RENMVERKSTÆÐI Iðnaðarmenn óskast Óskum að ráða hið fyrsta rennismið, bifvéla- virkja, vélvirkja og nema til starfa í véladeild. Upplýsingar urn störfin eru veittar í síma 21000. Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5, Reykjavík. ÚTBOD Tilboð óskast í uppsteypu og frágang utan- húss í kvikmynda- og veitingahús að Álfa- brekku 8 (Mjódd) Reykjavík. Tilboðsgögn verða afhent í Teiknistofunni ARKO, Laugavegi 41 í dag, mánudaginn 18. maí. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstu- daginn 29. maí kl. 14. Lærið ensku íEngkmdi Hinn vinsæli málaskóli The Globe Study Centre For Eng- lish í Exeter, Suðvestur-Englandi, efnir í sumar til tveggja námskeiða í ensku fyrir ungmenni 14—21 árs. Brottfarardagar eru 4. júlí og 1. ágúst. Lágmarksdvöl er 3 vikur en hægt er að framlengja upp í 8 vikur. Fullt fæði og húsnæði hjá völdum enskum fjölskyldum, að- eins einn íslendingur hjá hverri fjölskyldu. 14 klst. kennsluvika hjá góðum og reyndum kennurum. Dagsferðir og margs konar íþróttir á dagskrá 5 daga vik- unnar. Islenzkur fararstjóri fylgir nemendum frá Keflavík til Exeter og dvelur þar við leiðbeiningar. Allar upplýsingar veitir Böðvar Friðriksson í síma 78238 á kvöldin og í síma 41630 á skrifstofutíma.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.