Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 32
Þórir skólastjóri og Páll smiður samstiga og einbeittir. Ýmsar starfsgreinar lögðu hönd á plóginn við smiði kastala úr kapalrúllum. Frá vinstri lögregluþjónn, kennari, verzlunarmaður, tollvörður og trésmiðameistari. Leikvöllurinn við Kársnesskóla í Kópavogi iðaði af lifiogfjöri: Smiðirátré ogjám,bíl- stjórar, skrif- stofublækur og álverskallar — allir tóku til höndunum og leiktækin stóðu tilbúin til brúks eftir daginn Skóli á laugardegi! Það hefði mátt halda það. En ekki venjulegur skóli. Ekki eru foreldrar seztir á skólabekk í barnaskóla og ekki puða krakkarnir yfir skólabókum snemma á laugar- dagsmorgni. Samt iðaði leikvöllurinn við Kársnesskóla í Kópavogi af lífi og fjöri laugardaginn 9. maí. Og ekki vantaði að þar væru vinnufúsar hendur á lofti. Það sem fjörið gekk út á var að koma fyrir leiktækjum sem Foreldra- félag Kársnesskóla hafði gengist fyr- ir að láta smíða. Tiltækið fékk vel þeginn og vel veittan stuðning bæjaryfirvalda. Sérlegur leiktækja- hönnuður Kristján Ingi Gunnarsson hannaði þessi frábæru leiktæki, sem nú skarta tilbúin á lóðinni, og smiður nokkur, Páll Björgvinsson, smíðaði dót þetta úr rörum og spýtum. Áður en sveifluslárnar og hopp- grindurnar voru komnar á sinn stað höfðu margir krakkanna fengið sér prufusveiflu og svo sem nokkur Ásókn mikil í kaffi og kökur I bliðunni. hopp. Af svip þeirra að dæma líkuðu tækin. Verst er, ef satt er, — að illa gangi að ná krakkaormunum inn í tíma — að þau vilji bara dingla sér. Dugmikil stjórn Foreldrafélagsins hafði hvatt foreldra til að mæta gai- vaska klukkan hálftíu þennan laugar- dagsmorgun og skömmu siðar litu fyrstu holurnar i malbikið dagsins ljós. Börn, hjólbörur, fullorðriir í vinnugalla, konur með málningar- dollur og pensla, reiðhjól og fót- boltar og kaffi og kökur úti undir vegg. Steypuhrærivélar nágrannans voru settar í gang, smiðir á tré og járn, bílstjórar, skrifstofublækur, ál- verskallar, konukennarar og kalla- kennarar og allskonar annað fólk úr röðum foreldra röðuðu sér á verk- efnin, sem leystust eitt af öðru undir röggsamri stjórn Páls smiðs, Þóris skólastjóra og Sigríðar formanns. Klukkan fjögur var eins og ekkert hefði gerzt, nema nú stóðu leiktækin þarna eins og í startholunum, tilbúin til brúks þegar steypan harðnaði. Og parísar og allskonar hoppleikir nýmálaðir á malbikið undir veggjum. Það kemur vor hvert ár og vorin eru alltaf falleg. En það er ekki alltaf sem svo mörgum uppkomnum gefst svona gott tækifæri til að gera vorið enn fallegra og gleðirikara fyrir ung- viðið og auðvitað líka fyrir sjálfa sig um leið, því hvað er meira gaman en að puða í góðum hópi við verk sem kætir svo marga. Meira af svona löguðu um allan bæ! Ingólfur lögfræðingur og konur með málningardollur efast ekki um að línurnar séu beinar. Snæþór og Bragi komu sér saman um fötu og fúavörðu uppsláttinn i kastalana. Það er nú allt í lagi að styðja sig við skóflu stundarkorn þegar grindin er komin i holurnar. Strikin verða að vera bein svo bekkjaraðirnar verði beinar þegar hringt er inn i tíma.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.