Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1981. * Sjónvarp — Dallas: Hættið að sýna þessa lágkúru — er tvímælalaust það lélegasta sem éghefséð Guðný hringdi: Mikið finnst mér sjónvarpið leggjast lágt með því að sýna þennan Dallas-þátt. Þetta nýjasta æði í Bandaríkjunum er með því allra lélegasta sem ég hef nokkurntíma séð. Ekki nóg með það að í þessum framhaldsmyndaflokki safnist saman hin mestu hrakmenni heldur virðist myndatakan og innihald þáttanna vera tekið frá vægast sagt undarlegu sjónarhorni. Eins og í síðasta þætti þegar rass einar leikkonunnar var sýndur vendilega þegar hún var að dansa. Hves vegna? Spyr sá sem ekki veit. Ég vil endilega biðja sjónvarpið að hætta að sýna slika lágkúru og það sem fyrst. Fúlmennið J. R. úr framhaldsmynda- flokknum Dallas. Sjónvarp — Mörg eru dags augu: Góð mynd um sérstætt lífríki — sjónvarpið ættiað kaupa fleiri slíkar Guðmundur Gunnarsson hringdi: Mig langar til að láta í Ijós ánægju mína með sýningu myndárinnar Mörg eru dags augu í sjónvarpinu 10. rnai sl. Þessi mynd er sú bezta sem ég og vinnufélagar mínir hafa séð í langan tíma í sjónvarpinu. í myndinni var tekið með fágætri nærgætni á umfjöllunarefninu og eiga höfund- arnir !of skilið fyrir þessa mynd. Sjónvarpið mætti gera meira að því að kaupa gott efni sem unnið er af mönnum sem ekki starfa hjá sjón- varpinu. Þessi mynd sýnir ljóslega hvað einstaklingsframtakið getur afrekað. Raddir lesenda Barnafatnaður frá hinu heimsþekkta fyrirtæki (cacharel) Mikið úrval af sumarfatnaði, ennfremur alltaf eitthvað nýtt af hinum vinsœla ungbarnafatnaði frá VANLI BARNAFATAVERZLUN LÆKJARTORGI SlM110470 1P -; H HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur undrun. vegna þess hve fullkomlega einföld hún er. Sogstyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn rúmar 12 litra, já 12 lítra af ryki. HOOVER S 3005 er ennfremur léttasta ryksuga sem völ er á, hún líður um gólfið á loftpúða alveg fyrirhafnarlaust fyrir þig. svo létt er hún. HOOVER er heimilishjálp FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Verö kr. 1593,- Ryksugan sem svifur ✓ Gunnar Steindórsson kennari: Ég er óánægður með störf meirihluta þing- manna á liðnum vetri. Hvaö störf vetri? um Spurning dagsins Ágúst Kjartansson bilstjóri: Ég er bara nokkuð ánægður með störf Alþingis miðað við aðstæður. Pétur Björnsson framleiðslustjóri: Mér finnst að störf Alþingis í vetur hafi verið til meiri fyrirmyndar i vetur en undanfarin tvö þing. Störf meirihlut- ans bera með sér að stefnt sé að ákveðnu marki. Hallgrimur Benediktsson byggingar- meistari: Ég er óánægður með að ekki skuli nást betri samstaða innan rikis- stjórnarinnar. Nú síðast er Eggert Haukdal að derra sig út af engu. Jóna Ragnarsdóttir skrifstofumaður: Ég hef bara ekki orðið vör við að þeir gerðu nokkurn skapaðan hlut. Gylfi Guðmundsson trésmiður: Ég hef lítið tekið eftir verkum alþingismanna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.