Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. MAl 1981. 15 N Electrolux: Taktu eldavélina undir hand- legginn þegar þú flytur — kjörin smávél fyrir fólk í leiguherbergjum I VÖrumarkaðnum sá ég æðislega sniðuga „ferðaeldavél” (Electrolux). u Þetta er hálfgerð dvergvél en tvær hellur og ofn er meira en nóg til að útbúa þriggja stjörnu kóngamáltíð. Hún var ekki stærri en gamaldags út- varp, svo sem hálfur metri á breidd og 35 centimetrar á hæð og þykkt. Það er hægt að setja hana í samband i venjulega innstungu hvar sem er. Hún er kjörin fyrir fólk sem býr í her- bergjum án eldunaraðstöðu. Ekkert er auðveldara en bera hana burt með sér, þegar maður flytur. Rauð að lit kostarhúnkr. 1700. Sá eða sú sem á slíka vél þarf ekki að híma einmana yfir súrmjólkur- diski og brauðsneið, heldur getur eldað dýrlegar krásir í ofninum og á plötunum tveimur. Þótt ofninn sé ekki nógu stór fyrir kalkún, þá má baka í honum fisk, kjöt og hænsni á þúsund vegu. Enginn vandi að halda smáveizlu fyrir „kæróið”. - IHH Ekki lengur munaður: Klukka sem stjórnar ofninum — meðan þú ert úti íbæ Rafmagnsklukka virðist vera orðin sjálfsögð á allar stærri eldavélar nú til dags. Hún er tengd við ofninn og margar húsmæður kveikja á henni í hvert einasta skipti sem þær setja eitt- hvað inn í ofninn og láta hana hringja til að minna sig á að taka það út. Það er að sjálfsögðu miklu ánægjulegra heldur en að hrökka við með skelfingu þegar brunalyktin er farin að breiðast um íbúðina. Þannig gat hæglega farið i gamla daga, ef maðurgleymdi sér. En þessar klukkur geta gert fleira en tilkynna hvað tímanum líður. Það er hægt að stilla þær þannig að þær kveiki af sjálfsdáðum á ofninum, þótt enginn sé heima í húsinu, haldi honúm á vissu hitastigi svo lengi sem óskað er og slökkvi síðan á honum þegar maturinn er tilbúinn. Þetta getur verið alveg óskaplega þægilegt fyrir okkur sem þurfum að vera að vinna eða fundast allan dag- inn og komum dauðþreytt heim á kvöldin. Mér er sagt að amerískar húsmæður noti þetta mikið. Þær út- búa matinn fyrir hádegið, fara síðan að verzla, spila golf eða liggja í sól- baði og koma ekki heim fyrr en kom- inn er tími til að borða. En við hérna sem ekki erum í golf- inu þurfum kannski að fara aðeins fyrr á fætur á morgnana til að útbúa ofn.éttina. -IHH Soóin ýsa og kartöflur er það bezta, sem ég þekki. En þeir sem heldur vilja borða mat sinn glóðar- eða djúpsteiktan gætu haft ánægju af þessum eldunargræjum frá Gaggenau: Lengst t.v. er glerblandin ieirplata með tveimur suðureitum, í miöju glóðarrist, t.h. djúpsteikingarpottur. Verð samtals um kr. 9.400. verið í einu hólfi, grænmetið eða kakan í öðru. Verð á slíkum tvöföld- um ofni er rétt um kr. 7000. Þeir eru rennilega hannaðir með stórum svörtum gagnsæjum hurðum. Þegar reiknaður er út kostnaður við það að hafa hellur sér og ofn sér, þá má auðvitað ekki gleyma því að til að setja þau upp þarf smiði og raf- virkja. Það er dýrara og snúninga- samara heldur en að kaupa sér sam- byggða vél af sígildri gerð og stinga henni í samband þar sem sú gamla stóð áður. (Hún er nú væntanlega komin á haugana. Megi hún hvíla í friði.) - IHH • Lífrænn áburöur - ríkur af bætiefnum sjávar • Notist ásamt tilbúnum áburöi í matjurtagarða • Bætir frjómagn jarövegs - Flýtir vexti plantna • Eykur bragðgæöi og geymsluþol garöávaxta • Eykur viðnámsþrótt jurta gegn sjúkdómum TILVALIÐ í HEIMILISGARÐINN, ÞAR SEM GÆÐIN SITJA í FYRIRRÚMI. NOTKUNARREGLUR Á grasflöt.........5kg/100 m2 í jarðvegsblöndur... 1 kg/ 50 I (5 fötur) af moldarblöndu í safnhaug........10 kg/2Ö0 I af lífrænum úrgangi í matjurtabeð.....10 kg/ 50 m2 • INNIHELDUR % mg/kg Kofnunarefni (N?) 1,67 Joð I 1000 Fosfór (P2O5) 0,22 Járn Fe 480 Kalí (KaO) 3,8 Mangan Mn 86 Brennisteinn s 1.95 Molybden Mo 2,71 Klór Cl 5,5 Kóbalt Co 4,16 Kalsíum Ca 5,9 Nikkel Ni 13,8 Magníum Mg 1.01 Kopar Cu 10,4. Natríum Na 4,1 Zink Zn 21 Tin Sn 18,9 Blý Pb 10,57 Inniheldur auk þess plöntuhormóna' o.m.fl. sem flýta frumuvexti. Inniheldur engín klórkolvetni. UMBUÐIR SÖLUSTAÐIR: KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT REYKJAVÍK: BLÓMAVAL OG SÖLUF. GARÐ- YRKJUMANNA ÞÖRUNGAVimSLAN HF. \ y

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.