Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 33

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. MAÍ1981. (i Menning Menning Menning Menning Það er víst ekki ofsagt að sýning þeirra félaga, Magnúsar Kjartans- sonar listmálara og Árna Páls ljós- myndara, í Djúpinu í fyrra, hafi komið ýmsum í opna skjöldu. Þarna stóðu, héngu og lágu myndverk sem virtust einhvers staðar mitt á milli Storm P. og Dada, samansett úr furðulegasta dóti sem tvímenning- arnir höfðu tínt upp af vegi sínum og sett saman eftir hendinni. Þó var langt frá því að þetta væri tómt klambur, þvert á móti voru verkin vel unnin og báru vott ríku- legri efniskennd skaparanna, auk þess sem þau geisluðu af fjarstæöu- kenndri fyndni. Þeim var ætlað að gera allt í senn, hressa, kæta og skjóta áhorfandanum skelk í bringu. Þar að auki virtust þeir Magnús og Árni Páll hafa unnið nánast eins og samvaxnir tvíburar því erfitt var að greina á milli verkanna, heimfæra þau á annan fremur en hinn. Þetta er mjög óvenjulegt í myndlist. Af rakstur ársins En fyndni er nú kannski ekki alltof vel liðin í listum, alltént brugðust margir starfsbræður þeirra tveggja ókvæða við þegar fréttist að Menn- ingarsjóður hefði ákveðið að veita tvímenningunum starfslaun til heils árs, — töldu sjálfsagt eldri og alvar- legri listamenn betur að þeim aurum komna. En nú sýna þeir Magnús og Árni Páll afrakstur þessa árs í húsnæði Nýlistarsafnsins (til 23. maí) bæði skúlptúr og málverk. Það kemur i ljós að þessum starfslaunum hefur verið vel varið því sýning þeirra er í senn ferskasta og frisklegasta uppá- koma í myndlistum sem hér hefur átt sér stað i háa herrans tíð. Skúlptúr þeirra er til orðinn með svipuðum hætti og í fyrra, úr föngum héðan og þaðan en nú er efniviðurinn nær eingöngu brotajárn, ómálað en lakkað Listamennirnir eru sömu- leiðis orðnir metnaðarfyllri. Ferskir& frískir Magnús Kjartansson og Árni Páll í Nýlistarsafninu Vægi og virkni forma Þeir eru ekki alfarið að búa til furðuhluti, — gripi sem koma á óvart vegna þess hve líkir eða ólíkir þeir eru hlutum sem við þekkjum, — þó grunnt sé á slíkum hugmyndum i stöku verki. Nú gera þeir meira af þvi að kompónera í stórum einingum sem krefjast mikils rýmis, samræma verk innbyrðis, íhuga vægi og virkni forma, þ.e.a.s. ganga út frá mörgum helstu forsendum hins móderníska járnskúlptúrs. Það má meira að segja greina tvær meginkvíslir í þessum skúlptúr Magnúsar / Árna Páls, ann- ars vegar formalisma David Smiths og Caros (sjá hlutverk alls kyns hjóla í verkum hins fyrrnefnda), hins vegar óskipulegar samsetningar Rauschen- bergs og fylgismanna hans (assem- blage) þar sem formlegt samræmi er metið minna en stuðkraftur verks (shock value). Myndlist Árni Páll — Dans mynd, málv. & Ijósm. Þó get ég varla séð beinar ívitnanir í þessa erlendu meistara, nema kann- ski í hornverkinu „Fyrir menn” sem kinkar kolli í átt til Rauschenbergs. Jafnræði og jafnvægi Eru þetta svo virkir skúlptúrar út frá þeim forsendum sem höfundar gefa sér? Allflestir þeirra eru það, þó maður verði óneitanlega var við tog- streitu í sumum þeirra, milli hins formræna og hins „sniðuga” í þeim. En þar sem þeim Magnúsi & Árna Páli tekst best upp, t.a.m. í Kolbítur (nr. 11), Tango (nr. 13), Sperrileggur (nr. 16) og Hvurju spáð’ ann (nr. 17), þar rikir jafnræði meö hinum ýmsu þáttum myndverkanna og þar eru ýmis myndræn vandamál leyst af skemmtilegu hugviti. Tango er t.d. merkileg tilraun til að brúa bilið milli hreyfanlegs gólfverks og veggmyndar en þar er einnig slegiö á fjarstæðu- kenndina með því að koma fyrir hjól- um á verki sem ætlað er að standa rígfast upp við vegg. Allt um það eru þessi þrívíðu myndverk ágæt og þörf viðbót við fábreytilegan skúlptúr á íslandi. Málað aftan á Ekki eru málverk þeirra M & Á P. síður athyglisverð. Þeir hafa fundið sér sérstakan ljósnæman striga, kalla fram á hann ljósmyndir en bæta siöan við litum með því að mála strig- ann aftan frá eftir öllum kúnstarinn- ar reglum. Og að sjálfsögðu er einnig hægt að mála strigann að framan. Hvað vinnst svo við þessar brellur? Jú, hægt er að tengja ljósmyndir og oliuliti nánar en ella, öll skil verða ekki eins skörp og verkin verða „mýkri” og heillegri að sjá. Magnús sem hefur sérhæft sig í að tefla saman mótífum úr ýmsum átt- um, slær sér sérstaklega upp á þessari tækni. Mikið stækkaðar ljósmyndir af svörtum plastpokum verða í hans höndum feikilega magnaður kjarni a.m.k. tveggja verka en í kringum þann kjarna spilar Magnús svo á liti af sinni venjulegu leikni. Hér finnst mér eins og málverk hans gangi fylli- lega upp i fyrsta sinn, — hinir ýmsu partar þeirra lúta allir sömu hrynj- andi. Uppáfinningasamur Málverk Árna Páls með sömu tækni komu mér enn meira á óvart. Það var á margra vitorði að hann er ágætur og uppáfinningasamur ljós- myndari en hér sýnir hann fullkomið vald yfir hinum miklu víðáttum mál- verksins. Myndir hans, Vatns mynd og Dans mynd, að hluta afstrakt, að hluta raunsæjar, eru að mínu viti eitt- hvað fallegasta ljóðræna malerí sem ég hef séð hér á landi í langan tíma, — ef malerí er þá rétta orðið. Á þessa sýningu ætti fólk að flykkjast og taka nótis af því sem hugmyndabanki þeirra félaga hefur að bjóða. - Al AÐALSTEINN INGÓLFSSON m Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 VANTA5m FRAMRUÐU? <TF Ath. hvort við getum aðstoðað. ísetningar á staðnum. BÍLRÚÐAN S££n

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.