Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 18. MAÍ1981. 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn ... 33 1/3 sn . . . KfflingJoke: Fyrir margra hluta sakir athyglisverð Það er ekki langt síðan ég vissi hvorki haus né sporð á hljómsveitinni Killing Joke. Vafalítið eru fæstir hér- lendis, sem vita nokkur deili á henni enda ekki nema von.Hún er tiltölu a'.a ný af nálinni og ein þeirra hijómsveua sem spretta upp með hraða gorkúin- anna í Englandi. Fyrir margra hluta sakir er hér um nokkuð athyglisverða hljómsveit að ræða en fyrsta plata hennar, sem er hér til umfjöllunar, getur þó ekki talizt neitt meistaraverk. Það eru þeir Youth (bassi), Jaz (hljómborð), Geordie (gítar) og Paul (trommur) sem mynda þennan fjögurra manna — vægast sagt óvenjulega kjarna. Það er hins vegar tónlistin en ekki mennirnir sjálfir, sem hér er til umræðu. Auðvitað má eflaust flokka hana undir „nýbylgju”, sem í raun er anzi teygjanlegt hugtak. Ef við gefum okkur það samt að tónlist Killing Joke flokk- ist undir þann ramma mætti segja að hér væri á ferðinni, ,þung nýbylgja” og jafnvel mónótónísk á köflum. Lög KJ byggjast upp á sterkum trommu- og bassaleik og eins og hjá svo mörgum hljómsveitum er fylgja þessari stefnu tónlistar er pákunotkun trommarans áberandi. Gítarleikurinn er einfaldur og hljómborðin lítt áberandi. Á þessari fyrstu plötu Killing Joke er að Finna áttq |ög — mjög svo misgóð. Það lakasta finnst mér vera S. O. 36 þar sem þýzkur útvarpsmaður þylur upp einhverja romsu, sem „background”. Deutsch-Englische Freund-schaft? Áðurnefnt er sennilega eina lagið sem flokkast undir að vera slakt — aðallega vegna hræðilega einhæfrar laglínu. Góðu punktarnir eru tjk ^lögum eins og Requiem, Bloodsport, The wait og Complications. Tónlist Killing Joke er blátt áfram, einföld en umfram allt kraftmikil. Mér finnst þó skorts á hugmyndaflugi gæta í nokkrum laganna og það getur aldrei talizt kostur. Ég hef enn ekki heyrt nýju breiðskífu þeirra, sem er rétt komin út, en að sögn eru tónlistin þar mjög breytt frá því sem hér um ræðir. Það getur varla leitt nema til góðs og sjálfir munu meðlimirnir ekki vera neitt yfir sig hrifnir af fyrstu plötu sinni. Það segir e.t.v. meira en mörg orð vesæls gagnrýnanda. -SSv. Whitesnake: Comeandgetit Krafturinn og „þétt- leikinn” er engu líkur Shakin Stevens — This Ole House: PARTÍPLA TA Það leynir sér ekki þegar hlustað er á nýjustu breiðskífu Whitesnake, Come and get it, að þar er valinn maður í hverju rúmi. Hljóðfæraleikurinn hreint frábær og söngur Coverdale í senn geysilega þróttmikill og yfirvegaður. Það vekur þvi talsverða undrun að hljómsveitin virðist hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar i heimalandi sínu, Englandi. Með þessari plötu trúi ég vart öðru en þeir nái að festa sig al- mennilega í sessi því þótt Come and get it sé e.t.v. ekki hrátt bárujárnsrokk er á ferðinni kraftmikið og geysilega vel spilað þungarokk. Ég legg áherzlu á að ég tel þungarokk og bárujárnsrokk ekki einn og sama hlutinn. Rokkið hjá Whitesnake er ívið þunglamalegra án þess að það skemmi nokkuð fyrir — síður en svo. Mér heyrist að hljómsveitin sé orðin örlítið „amerískari” en áður og kemur það bezt í ljós í laginu Don’t break my heart again. Það er David Coverdale, fyrrum söngvari Deep Purple, sem er drif- fjöðrin í Whitesnake. Auk söngsins leggur hann til meirihluta laganna svo og alla texta. Textar hans eru dálítið einhæfir — fjalla allir, utan einn, um samskipti við konur. Innst inni grunar mann að hann sé að reyna að lýsa eigin reynslu að einhverju leyti. Sér til trausts og halds hefur Cover- dale frábæran mannskap. Ian Paice lemur húðirnar af snilld eins og hans er von og vísa og víst er að trommararnir í rokkinugerast ekki betri. Þriðji fyrrum meðlimur Purple, Jon Lord, sér um hljómborðsleik og skilar sínu vel. Bassaleikarinn Neil Murray er frábær og bókstaflega drífur hljómsveitina áfram með krafti sínum. Gítarleikar- arnir eru tveir, Bernie Marsden, sem m.a. var í Babe Ruth áður, og Mick Moody. Einnig þeir eru pottþéttir þótt hvorugur þurFi í raun að taka neitt verulega á nema þá helzt í laginu Wine, women and song. Sumsé, pottþéttur hljóðfæraleikur. Come and get it er í raun beint fram- hald af plötunni Ready and willing. Breytingir, er ekki mikil og yfirbragðið nokkuð svipað. Lögin er öll mjög í anda Coverdale, en Whitesnake er að mínu mati fantalega gott „band” og það er leitun að betri hljóðfæraleikur- um í rokkinu. Bezta lag plötunnar finnst mér vera, Wine, women and song. Hot stuff og Would I lie to you eru einnig mjög góð og hin koma öll í hnapp á eftir. Ekki verður svo skilið við plötuna að á Martin Birch sé ekki minnzt. Hann er „pródúser” á Come and get it, rétt eins og á Ready and willing, og það eru ekki margir sem standast honum snúning. Krafturinn og „þéttleikinn” er engu líkur. -SSv. The Who—Face Dances: Þrumandi gott rokk eins og fyrri daginn Ég vona að ég deyi áður en ég verð gamall, sungu The Who árið 1965. Þrír þeirra eru ennþá á lífi og sennilega hafa þeir aldrei verið vinsælli en einmitt nú. The Who eru hiklaust önnur tveggja virtustu rokkhljómsveita heimsins. Hversu lengi þeir Pete Townshend, Roger Daltrey, John Entwistle og Kenny Jones eiga eftir að starfa saman er þó ómögulegt að segja um. Fresta varð Evrópuferð Who núna fyrir nokkrum vikum vegna óstands og ósamkomulags fjórmenninganna. Townshend sagði i viðtali að annað- hvort hefðu þeir orðið að fresta Evr- ópuferðinni eða að hætta á að sam- starfið leystist endanlega upp í miðri hljómleikaferð. En hvað sem öllu ósamkomulagi líður þá er ný LP plata fyrir stuttu komin á markaðinn með The Who. Face Dances nefnist hún og inniheldur níu lög. Sjö þeirra eru eftir Pete Townshend. John Entwistle er skrif- aður fyrir tveimur. Face Dances er kraftmikil rokkplata. Nokkuð eru lögin þó misgóð. Til dæmis á Entwistle ekki góðan dag að þessu sinni. Þau tvö lög sem hann lagði í púkkið skemma þó engan veginn heildarmyndina. Hann hefur bara oft gert miklu betur á eldri plötum. Townshend svikur ekki frekar en fyrri daginn. Face Dances hefst á sterk- asta lagi plötunnar, You Better You Bet, kraftmiklum rokkara sem mikilla vinsælda hefur notið vestan hafs að undanförnu. Lögin Don’t Let Go The Coat og Daily Records gefa því fyrr- nefnda lítt eftir. Þarna er svo sannar- lega engin stelpumússík á ferðinni. Þau lög, sem eru ótalin, urðu skrifara ekki LP platan, This Ole House, hefur að geyma hressilegt rokk og ról upp á gamla móðinn. Andi Presleys heitins svífur yfir vötnunum. Sums staðar læðist meira að segja að manni sá grunur að búið sé að endursemja gömul Presleylög. Ekki skemmir það heldur að Shakin’ Stevens nær fraseringum rokkkóngsins gamla prýðilega. Það er kannski ekki að ófyrirsynju að söngur Shakin’ Stevens minnir á rödd Presleys. Þegar söngleikurinn Elvis var settur á svið í London fékk hann aðalhlutverkið og þótti standa sig prýðilega. Þegar sýningum lauk gekk hann inn í sjónvarpsþáttinn, Oh Boy, sem Jack Good stjórnar. í nóvember í fyrra kom út fyrsta LP platan hans. Sú nefnist Take One. Um það leyti sem hún kom út stofnaði Stevens hljómsveit og ferðaðist með henni vítt og breitt um England. Sú kynning bar þann árangur að nú er hann orðinn vinsæll rokkari í heimalandinu og viðar. Á plötunni, This Ole House, syngur Shakin’ Stevens tólf lög. Þeirra þekktust hafa orðið lögin Marie, Marie og titillagið. Það komst reyndar í efsta sæd enska vinsældalistans á dögunum. öll hin lögin á plötunni eru álíka hressi- leg. This Ole House krefst einskis af hlustandanum annars en að hann þarf að vera hress í skapi þegar hann rennir plötunni undir nálina. Hér er því um ákjósanlega dans- og partíplötu að ræða. Hún ætti að geta komið flestum í gott stuð. -ÁT- eins minnisstæð, ágæt á að hlýða engu að síður. The Who er ein af fáum hljómsveit- um sem tekst að spila af slíkum krafti i stúdíói að hún gæti allt eins verið á sviði. Tónlist hennar höfðar til allra þeirra sem hafa gaman af kraftmiklu og þéttu rokki. Aldur skiptir þar engu máli. Þó að Who hafi spilað saman í sautján ár og eigi vonandi eftir að halda saman lengi enn þá höfðar hún jafnt til táninga og jafnaldra þeirra Townshends, Daltreys, Entwistles og Jones. Platan Face Dances var gerð þessum hópi til ánægju. - ÁT 33 1/3 sn ... 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . .

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.