Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1981. 67. skoðanakönnun Dagblaðsins: Hvaða stjórnmálaf lokki telur þú þig standa næst um þessar mundir? L_ Geysimikil fylgisaukning Sjálfstæöisflokksins — eins og kannanir DB hafa sýnt að undanfömu — óákveðnum fækkar en eru um þriðjungur kjósenda Sjálfstæöisflokkurinn heldur sam- kvæmt skoðanakönnun Dagblaðsins nú þeirri miklu fylgisaukningu sem skoðanakannanir DB hafa gefið til kynna aö undanförnu. Sjálfstæöisflokkurinn fær sam- kvæmt síðustu skoöanakönnun stuðn- ing 46,1 af hundraði af þeim sem taka afstöðu. Þetta er svipað fylgi og flokk- urinn hafði samkvæmt könnunum DB í janúar síðastliðnum og í september í fyrra. Fylgið er 8,8 prósentustigum meira en flokkurinn fékk i síðustu þingkosningum að meðtöldum óháðum sjálfstæðismönnum. Þetta samsvarar því, að flokkurinn fengi 28 þingmenn og bætti við sig 6. Hið sama kom út úr skoðanakönnunum DB i janúar sl. og september í fyrra. Að sjálfsögðu verður engum getum leitt að því að Sjálfstæöisflokkurinn gæti fengið slikt fylgi í þingkosningum. Þeirri spurningu er ósvaraö, hvort hinir ýmsu „armar” flokksins gætu staðið að sameiginlegu framboði í kosning- um. Augljóst er, aö í skoðanakönnun- um safnast menn úr ýmsum áttum um Sjálfstæðisflokkinn, hvort sem þeir telja sig fylgismenn eöa andstæðinga núverandi ríkisstjórnar. Enn birtist fylgishrun Alþýðuflokks Framsóknarflokkurinn fær sam- kvæmt skoðanakönnuninni nú 23,6 af hundraöi, sem er 1,3 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í síðustu þingkosningum. Sé þingsætum skipt milli flokka i beinu hlutfalli við fylgið samsvarar þetta að Framsóknarflokkurinn fengi 14 þingmenn. Það væri þriggja þing- RJÖLBRAUTASKÓUNN /nnrítun í Fjö/brautaskó/ann ÍBreiðho/ti fer fram í Miðbæjarskó/anum í Reykjavík dagana 1. og 2. júní nk. k/. 9.00—18.00, svo og í húsakynnum skólans, við Austurberg, dagana 3. og 4. júní á sama tíma. Umsóknir um skólann skulu að öðru leyti, liafa borist skrifstofu stofnun- arinnar fyrir 9. júni. Þeir sern umsóknir senda siðar, gcta ekki vænst skólavistar. Fjölbrautaskólinn i Breiðholti býður frani nám á 7 nánissviðum og eru nokkrar námsbrautirá hvcrju námssviði. Svið og brautir eru sem hér segir: Almennt bóknámssvið: (mcnntaskólasviðl. Þar niá velja nulli sex nánis brauta sem eru: cðlisfrxðibraut, félagsfrxðihraut, náttúrufræðibraut, tón- listarbraut, tungumálabraut og tæknibraut. 1 leilbrigðissvið: Tvær brautir eru fyrir nýnema, heilsugæslubraut: Itil sjúkraliðaréttindal og hjúkrunarbraut. En hin siðari býður upp á aðfaranám að hjúkrunarskólum. Hugsanlegl er að snyrtibraut, vcrði einnig starfrækt við skólann á þessu nántssviði ef nemendafjöldi reynist nægur. Hússtjórnarsvið: Tvær brautir verða starfræktar. Matvælabraut I er býður frani aðfaranám að Hótcl- og veitingaskóla íslands og matvæla braut II er veitir undirbúning til starfa á möluneytum sjúkrastofnana. Listasvið: Þar er um tvær brautir að ræða. Myndlistarbraut bæði grunn nám og framhaldsnám svo og handmenntabraut er vcitir undirbúning undir nám i Kcnnaraháskóla Íslands. Tæknisvið: (iðnfræðslusvið). Iðnfræðslubrautir Fjölbrautaskólans i Breið- holti cru þrjár: Málmiðnabraut, rafiðnabraut og tréiðnabraut. Boðið er frani á eins árs grunnnám, tveggja ára undirbúningsmenntun að tækni námi og 3ja ára braul að tæknifræðinámi. Þá er veilt menntun til sveins- prófs í fjórum iðngreinutn: húsasmiði, rafvirkjun. rennisntiði og vélvirkj un. Loksgeta nemendureinnig tekiðstúdentspróf á þessu námssviði. sem og öllum sjö námssviðum skólans. Hugsanlegt er, að boðið verði frani nám á sjávarútvegsbraut, á tæknisvæði næsta haust, ef nægilega margir nemendur sækja um þá menntun. Uppeldissvið: Á uppeldissviði eru þrjár námsbrautir i boði: Fóstur- og þroskaþjálfabraut, iþrótta- og féiagsbraut og loks menntabraut er einkum laka mið af þörfum þeirra, er hyggja á háskólanám til undirbúnings kennslustörfum, félagslegri þjónustu og sálfræði. Viðskiptasvið: Boðnar eru fram fjórar námsbrautir: Samskipta- og niála- braut, skrifstofu- og stjórnunarbraut, verslunar- og sölufræðibraut, og loks læknaritarabraut. Af þrem fyrstu brautunum, er hægt að taka al- mennt verslunarpróf eftir tvö námsár. Á þriðja námsári gefst nemendum tækifæri til að ljúka sérhæfðu verslunarprófi í tölvufræðum, markaðs- fræðum og sölufræðum. Læknaritarabraut lýkur með stúdentsprófi og á hið sama við um allar brautir viðskiptasviðsins. Nánari upplýsingar um Fjölbrautaskólann i Breiðholti má fá á skrifstofu skólans að Austurbergi 5, sími 75600 og er þar hægt aö fá bækling um skólann svo og Námsvísi F.B. Skólameistari sæta tap frá kosningunum. Þess ber áb gæta að Framsókn fær jafnan öllu fleiri þingmenn en þetta hlutfall gefur til kynna, vegna kjördæmakerfisins. Alþýðubandalagið fengi samkvæmt skoðanakönnuninni 19,5 prósent sem er 0,2 prósentustigum minna en flokk- urinn fékk í síðustu þingkosningum. Þetta er hins vegar mesta fylgi sem Alþýðubandalagið hefur fengið sam- kvæmt skoöanakönnunum Dagblaðs- ins síöan kosið var til þings. Ef þingsætum yrði skipt milli flokk- anna I beinu hlutfalli við fylgið sam- svarar þetta að Alþýðubandalagið fengi 12 þingmenn og bætti við sig ein- um. Eins og áður segir hagnast Fram- sókn á kjördæmakerfinu. Því er óvíst að Alþýðubandalagið gæti hreppt hið nýja þingsæti, þótt því beri það sam- kvæmt hlutfallinu. Fylgishrun Alþýðuflokksins frá síðustu þingkosningum birtist enn glöggt I þessari skoöanakönnun eins og í undanförnum könnunum Dagblaðs- ins. Alþýðuflokkurinn nýtur samkvæmt könnuninni nú fylgis 10,8 af hundraði þeirra sem taka afstöðu. Þetta er 6,6 prósentustiga tap frá síðustu þingkosn- ingum. Það svarar til þess að Alþýðuflokk- urinn fengi 6 þingmenn og tapaði fjórum. Óákveðnum fœkkar Geysimikill fjöldi kjósenda er óákveðinn í afstöðu til flokka eins og í síðustu skoðanakönnunum Dagblaðs- ins. Samtals segjast 30,6 af hundraði af heildinni vera óákveðnir eða „engan flokk” styðja. í skoðanakönnun DB í Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessan Alþýöuflokkur................. 40eða 6,7% Framsóknarflokkur.............. 87 eða 14,5% Sjálfstœðisflokkur.............170 eða 28,3% Alþýðubandalag................ 72eða12% „Enganflokk" .................. 47 eða 7,8% Óákveðnir......................137 eða 22,8% Vilja ekki svara............... 47 eða 7,8% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, vcrða niðurstöðurnar eítirfarandi. (Til samanburðar eru niðurstöður skoðanakannana DB f janúar síðastliðnum, septembcr og febrúar i fyrra og úrslit síðustu þingkosningal: Nú Jan. '81 Sept '80 Feb. '80 Kosn. Alþýðuftokkur 103% 10,7% 133% 123% 17,4% Framsóknarflokkur 23,6% 233% 21,7% 26,3% 243% Sjálfstæðisflokkur 46,1% 465% 462% 435% 37,3% (að meðtöldum „óhððum sjálfstæðismönnum" í kosningunum 79) Alþýðubandalag 195% 183% 18,8% 16,8% 19,7% Aðrir - 15% 0,2% 0,7% 0.4% Ef þingsætum yrði skipt i beinu hlutfalli við fylgi flokkanna i prósentum vrðu niðurstöðurnar cftirfarandi. (Til samanburðar er skipting þingsæta eins og hún hefði orðiö samkvæmt fyrri könnunum DB og úrslit síðustu þingkosningal: Nú Jan. '81 Sept. '80 Feb. '80 Kosn. Alþýðuflokkur 6 6 8 7 10 Framsóknarflokkur 14 15 13 16 17 Sjálfstæðisflokkur 28 28 28 27 22 Alþýðubandalag 12 11 11 10 11 janúar var þessi hópur mun stærri eða samtals 38,9 prósent. Nú vildu 7,8 af hundraði ekki svara spurningunni um stjórnmálaflokk. Það hlutfail var í janúar 6,7 prósent. Úrtakið í skoðanakönnuninni var 600 manns eins og í könnunum DB að undanförnu. Helmingur þess hóps er á höfuðborgarsvæðinu og því helmingur utan þess. Jöfn skipting er milli kynja. Skoðanakönnunin var gerð fyrir rúmri viku, samtímis þeirri könnun á fylgi ríkisstjórnarinnar, sem DB birti fyrir helgina, og var sama fólkið spurt beggja spurninganna. - HH Athugasemdir fólks í skoðanakönnuninni: ENDIST ÁKVÖRÐUNIN TIL KJÖRDAGS? ,,Ég er sjálfstæð kona og því vel ég Sjálfstæðisflokkinn. Ég vil bara að allir séu á eitt sáttir í flokknum og ég vil ekki komma,” sagði kona í Hafnar- firði þegar hún svaraði spurningunni í skoðanakönnuninni. „Ég get sagt i dag: Sjálfstæðisflokkur en það geri ég með hangandi hendi og ekkert víst að sú ákvörðun endist til næsta kjör- dags,” sagði kona á Vestfjörðum. „Sjálfstæðismaður og styð Albert en er á móti bröltinu I Gunnari Thor,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu, sem tók einnig fram að Hitler hefði gert betur en núverandi valdhafar hér. „Framsókn er flokkur ok'kar bænd- anna,” sagöi kona í sveit. „Ætli ég kasti ekki atkvæði á Framsókn, svona mest af gömlum vana,” sagði karl á Akureyri. „Held ég kjósi helzt Fram- sókn. Ég er alltaf svo hrifin af Óla Jóh.,” sagði kona á Reykjavíkursvæð- inu. „Ég segi Framsókn en það er sko langt í frá aö ég sé ánægö meö frammi- stöðu framsóknarmanna,” sagði kona á Vesturlandi. „Ég er alþýðubandalagsmanneskja. En núna er ég hundóánægð og mér finnst enginn ljómi um bandalagiö lengur,” sagði kona á Austurlandi. „Ég er hrifinn af Gunnari Thor. og Ólafi Ragnari en ég kýs Alþýðuflokk- inn,” sagði kona á Vestfjörðum. „Guðhjálpi mórl" „Þessir stjórnmálaflokkar eru allir orðnir jafnvitlausir svo að ég styð engan,” sagði karl á Suðurnesjum. „Ég er ráðvilltur um hvar ég mundi setja krossinn, ætti ég að kjósa á morg- Augljóst er að i skoðanakönnunum safnast menn úr ýmsum áttum um Sjálfstæöis- flokkinn, hvort sem þeir telja sig fylgismenn eða andstæðinga núvcrandi ríkisstjórnar. un,” sagði karl á Raufarhöfn. „Það er enginn flokkanna þannig að maöur geti komið nálægt þeim,” sagði karl í sveit. „Þetta er allt sama tóbakið,” sagði annar karl í sveit. „Ég segi nú bara: Guð hjálpi mér! Eru ekki allir búnir að fá nóg af þeim öllum?” sagði kona á Rey kj avík ursvæðinu. „Óákveðinn. Þetta er óttalegur hrærigrautur,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Þetta eru allt þröngar fjölskyldu- og hagsmuna- klíkur,” sagði karl á Reykjavíkursvæð- inu.- „Búinn að missa trú á öllum flokkum. Þetta eru hálfgerðir vitleys- ingar allt saman,” sagði karl á Reykja- víkursvæöinu. „Þetta er allt sama tuggan. Ég kýs engan þeirra,” sagði karl á Noröur- landi eystra. „Ég get engum flokki treyst lengur,” sagði kona á Reykja- vikursvæðinu. „Ég er vinstri mann- eskja, en mér finnst enginn vinstri flokkur vera til lengur,” sagði kona úti á landi. „Það eru alltof margir flokk- ar,” sagði kona í sveit. „Þeir hafa allir líka stefnu. Ég styð ekki neinn,” sagði kona 1 sveit. „Mér dettur ekki I hug að kjósa neinn þeirra,” sagði karl í sveit. „Það er ekki hægt að verja þaö gagn- vart samvizku minni að kjósa neinn flokkanna. Því skila ég óákveðnu,” sagði kona á Austurlandi. „Hef verið í Alþýðubandalaginu en er búin að gefast upp og mundi ekki kjósa í dag,” sagði kona í Reykjaneskjördæmi. - HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.