Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 18.05.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1981. 23 EtOur EMsson. FÓLK Villinganes- virkjun sárabót fyrir Norð- lendinga? Orkumálafrumvarp Hjörleifs Guttormssonar hefur verið mikið til umræðu síðustu daga. Eitt atriði í frumvarpinu kemur nokkuð á óvart. Það er að óskað er eftir heimild til að virkja Héraðsvötn í Skagafirði við Villinganes. Villinganesvirkjun er mun minni en hinar þrjár (Blanda, Fljótsddur og Sultartangi). Velta menn því fyrir sér hvort Hjörleifur ætli sér að hafa Villinganesvirkjun sem eins konar sárabót fyrir Norðlendinga þegar hann velur Fljótsdalsvirkjun. Stœrstu kýr í heiminum Þessi rifjaðist upp þegar horft var á frábærlega vel gerða og leikna ein- þáttunga eftir tékkneska andófsmenn á litla sviði Þjóðleikhússins: Menn tóku tal saman á krá í Prag eftir innrás Sovét 1968. Annar spurði: „Heyrðu, félagi. Veiztu hvar er að finna stærstu kýr í heimi?” „Neeeei,” svaraði hinn. „Auðvitað í Tékkóslóvakíu!” „Ha?” ,,Já, kýrnar okkar standa með framlappirnar á tékknesku landi og bíta tékkneskt gras. En svo standa þær með afturlappirnar í Sovétríkj- unum og eru mjólkaðar þar.” Mannlegt réttarfar í bí ð á föstudagsmorguninn siðastliðinn hóf Þórður Björnsson ríkissaksóknari sóknarræðu sína í al- varlegu sakamáli sem áfrýjað hafði verið til Hæstaréttar. Þá barst beiðni frá ákærða þess efnis að honum yrði leyft að hlýða á málflutninginn. Ævinlega er það leyft, enda venjulegt að um það sé beðið velítækatíð. Rikissaksóknari, Hæstiréttur, skipaður Birni Sveinbjörnssyni for- seta réttarins, Sigurgeiri Jónssyni, Loga Einarssyni, Benedikt Sigurjóns- syni og Ármanni Snævarr, sem og verjandi i málinu, Brynjólfur Kjart- ansson hrl., brugðust allir sem einn vel við beiðninni. Varð að fresta mál- flutningi þar til síðari hluta dags þar sem flytja varð ákærða austan frá Litla-Hrauni. Ágreiningur um skólastjórn Haukur Ingibergsson, skólastjóri Samvinnuskólans, hefur nú látið af þeim starfa svo sem fram hefur komið. Hitt er ekki ljóst, hvað hann hyggst fyrir. Borið var til baka að hann hygðist sækja um starf fram- kvæmdastjóra Náttúruverndarráðs, þrátt fyrir það að vel sýndist geta fariðáþví. Sagt er að upp hafi komið svo djúpstæður ágreiningur um ýmis mál tengd skólastjórn Hauks að honum hafi ekki verið vært lengur í sæti sínu. Hafi æðstu menn Sambandsins ráðið honum að leita að öðru starfi. Vill komast í samband við íslendinga sem hafa verið í sumarbúðum CISV: Frjálshyggjukróinn dafnar vel: Frjálshyggjan á fullri ferð í málþingahaldi og útgáfu „Stofndag Félags frjálshyggju- manna bar upp á áttræðisafmæli Friedrich A. Hayeks, nóbelshafa í hagfræði. Vitanlega er það engin til- viljun,” sagði Friðrik Friðriksson, formaður félagsins, i viðtali við DB á tveggjá ára afmæli hins unga félags hinn 8. maí síðastliðinn. Félagsstarfið hefur verið marg- þætt. Helzt má nefna málþing, sem þeir félagar hafa efnt til, útgáfa bóka og bókasala. Þá gefur félagið út árs- þriðjungs tímarit, Frelsið, undir rit- stjórn Hannesar H. Gissurarsonar. „Framsögumenn á málþingum okkar hafa verið dr. David Fried- man, sonur Miltons, Ólafur Björns- son prófessor og Friedrich A. Hayek,” sagði Friðrik. „Leiðina til ánauðar” eftir Hayek gaf félagið út í samvinnu við Al- menna bókafélagið. Bóksöluna ann- ast Skafti Harðarson. — Hvað er framundan? „Fjögur málþing eru áformuð á komandi starfsári,” sagði Hannes H. Gissurarson. Dr. Þráinn Eggertsson verður málshefjandi um efnið: „Á peningakenning Friedmans við á íslandi?” Geir H. Haarde og Pétur J. Eiríksson hagfræðingar vekja um- ræðu um kenningar Johns Kenneths Galbraiths. Þeir Friðrik Sophusson, Guð- mundur G. Þórarinsson og Vil- mundur Gylfason eru málshefjendur um „Frjálshyggjuna og lýðræðis- flokkana”. Loks verður fjallað um „Frelsi, lög og lagasetningu” með prófessorunum Jónatani Þórmunds- syni og Sigurði Líndal sem málshefj- endum. Þrjár bækur verða gefnar út: Vel- ferðarríki á villigötum eftir Jónas Haralz, Frelsi og framtak eftir Milton Friedman í þýðingu Geirs H. Haarde hagfræðings og Greinar bandalagsmanna (The Federalist Papers), skjöl úr bandarísku bylting- unni í þýðingu dr. Halldórs Guðjóns- sonar. -BS Hefur hug á að stofna sam- tök hér á landi fyrir alþjóð- legar sumarbúðir „Islendingar fóru á sumarbúðir CISV (Children’s International Summer Villages) fyrst árið 1954, siðan ekki fyrr en árið 1971. Eftir það var farið 1972, 1975 og 1980. Ég var fararstjóri 1980 svo ég veit hverjir fóru þá. Einnig veit ég hverjir fóru 1975, en hin árin veit ég ekkert um, ekki einu sinni hvaða aðili stóð að baki þess að íslendingar fóru. Mér þætti mjög vænt um að komast í samband við þetta fólk, en þeir sem fóru fyrst ættu að vera nálægt fer- tugu miðað við að hafa farið ellefu ára,” sagði Gunnar Kristinn Sigur- jónsson ritstjóri barnablaðsins ABCD, fyrir skátahreyfinguna. Gunnar Kristinn hefur mikinn áhuga á að komast í samband við þá íslendinga sem hafa veriö á hinum al- þjóðlegu sumarbúðum CISV^Hann, ásamt fleiri, hefur í huga að síofna samtök CISV á íslandi. Undanfarin ár hefur Vilberg Júlíusson kennari verið milligöngumaður fyrir sumar- búðirnar. Children’s International Summer Villages var stofnað árið 1951 af bandarískri konu, Doris Twisher AUan. Með stofnun alþjóðlegra sumarbúða taldi hún að hægt væri að stofna til friðar í heiminum. Á hverju ári koma saman tugir barna, öll ell- efu ára, frá ólikum löndum saman í einhverjum af sumarbúðunum. í sumar fara samtals tuttugu manns frá íslandi til að taka þátt i störfum sumarbúðanna. Fimm fara tU Bandaríkjanna, fimm til Austur- ríkis, fimm til Costa Rica og fimm til Þýzkalands. Einn fararstjóri er með í hverri ferð. „Það var alveg sérstök upplifun aö fara þarna í fyrrasumar,” segir Gunnar Kristinn. „Það er varla að ég sé kominn niður á jörðina aftur. Þarna voru krakkar frá öllum heims- hlutum samankomnir í leik og starfi. Þrátt fyrir að flestir hafi aðeins talað Tuttugu manns verða á sumar- búðum CISV í sumar og verður Gunnar Krístínn Sigurjónsson rit- stjóri ABCD-barnablaðsins farar- stjóri í hópnum sem fer tíI Banda- ríkjanna. sitt tungumál var ótrúlegt hve vel krakkarnir skildu hvert annað. Sem dæmi um hve vel fór á með öllum þá voru þarna tveir drengir, annar frá íran og hinn frá Bandaríkjunum. Þó þjóðir þessara drengja eigi sifellt í stríði var ekki sama að segja um þá. Svo vel fór á með þeim að það þótti furðu sæta. Var meira að segja tekin mynd af þeim saman sem birtist víða um heim i blöðum,” segir Gunnar Kristinn. Hvert land fyrir sig borgar uppi- hald og gistingu fyrir þau börn sem koma til sumarbúðanna. Börnin sjálf þurfa því ekkert að greiða nema far- gjald milli landa. Gunnar Kristinn hefur fengið upplýsingar um það hvenær og hvar íslendingar hafa verið og fer það hér á eftir. Grinda, Stokkhólmi, Svíþjóð 8.-28. ágúst, 1954. Noregi 11. júlí—8. ágúst, 1971 og Fransta, Stokkhólmi, Svíþjóð 12. j úlí—9. ágúst 1972. - ELA Frá sumarbúðum CiSVi Noregi í fyrrasumar. Böm frá öllum landshlutum bregða á leik saman. íþetta skiptíð voru bömin 40. Loksins íslenzkt bárujárnsrokk: Stjórn Fólags frjálshyggjumanna: Hreinn Loftsson, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, Árni Sigfússon, Friðrik Friðriksson, Skafti Harðarson, Hannes H. Gissurarson og Auðunn Svavar Sigurðsson. Þriggja laga plata með Tívolí er vœntanleg — Ánægður með út- komuna, ” segir Eiður Eiðsson, söngvari hljóm- sveitarinnar „Ég verð að segja það að ég er verulega ánægður með útkomuna hjá okkur,” sagði söngvari hljómsveitar- innar Tívolí, Eiður Eiðsson, í spjalli við DB fyrir stuttu. Fyrir rúmri viku lauk hijómsveitin við upptöku á. þremur lögum í Hljóðrita sem ætlunin er að Steinar hf. gefi út um mánaðamótin. Það þykja e.t.v. ekki nein stórtíð- indi þegar hljómsveitir gefa út Iitla plötu en að þessu sinni er um nokkuð merkan viðburð að ræða því Tívolí fer út á braut sem aðrir hafa ekki reynt. Bárujárnsrokk skal það heita og ekkert minna. Tiltölulega lítið hefur borið á þessari tegund tónlistar hjá hérlendum poppurum þótt erlendis tröllríði bárujáirnið útvarps- stöðvum. En nú skal ísinn brotinn. „Ég tók mér hlé í ein 8 ár frá söngnum,” sagði Eiður, „en þegar rokkið fór að koma upp aftur af krafti upp úr áramótum i fyrra bloss- aði löngunin upp í manni á ný. Við mótuðum okkur stefnu fljótlega í fyrrahaust og byrjuðum með pró- gramm sem innihélt um fjörutíu pró- sent bárujárnsrokk. Viðtökurnar hafa verið góðar og því höfum við smáaukið skammtinn og ég tel nú að um 70—80 prósent af okkar tónlist sé bárujámsrokk.” Eiður á sjálfur eitt lag plötunnar, Syngdu með, en Jóhann G. á annað, Meira meira. Þriðja lagið, Stór- borgarblús, er eins og Eiður orðaði það „alþjóðlegt og því varla rétt að skrifa mig fyrir því. Hins vegar samdi ég textann við það svo og í laginu Syngdu með.” Það er orðið æði langt síðan komið hefur út hérlendis ærleg rokkplata. Sumir minnast e.t.v. breiðskífunnar What’s hidden there, sem Svanfríður gaf út upp úr 1970. Síðan má heita að rokkplötur hafi ekki komið út hér, en nú verður hins vegar hraustleg breyt- ing því tónlistin hjá Tívolí er eins „gratt” rokk og hægt er að hugsa sér. - SSv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.