Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 1
JÓNAS KRISTJÁNSSON:
SAMBAND
NAUTGRIPARÆKTARFÉLAGA
EYJAFJARÐAR 40 ÁRA
INNGANGUR
Fræðimönnum, sem ritað hafa unr búpening Islendinga,
kemur saman um, að landnámsmennirnir hafi flutt með sér
búfé frá heimalöndum sínum, svo sem Noregi, Svíþjóð, Skot-
landi, írlandi og fleiri löndum, en þó eru líkur fyrir, að
meirihluti búfjárins, og þar á meðal kýr, hafi aðallega verið
af norskum og sænskum uppruna.
Þessi nautpeningur var allur smávaxinn, og munu kýrnar
varla liafa verið yfir 300—350 kg að þyngd. íslenzka kýrin,
eins og hún er nú, minnir mjög á kúakyn, senr algengt er enn
að sjá í norðurhluta Skandinavíu. Þetta kúakyn er grann-
holda að eðlisfari, en miðað við stærð þess mun óhætt að
fullyrða, að það er mjólkurlagið og hraust.
Til forna mun ekki hafa verið lagt nrikið kapp á, að kýrnar
skiluðu mikilli mjólk, heldur nrun nautpeningur fremur
lrafa verið aiinn vegna kjötsins og húðanna, en aftur á móti
hefir sauðkindin og geitin verið nreira notuð til mjólkur-
framleiðslu.
Páll Zóponíasson getur þess í ritgerð sinni, varðandi naut-
griparækt á íslandi, senr Búnaðarfélag íslands gaf út árið
1947, að til forna hafi það verið „talin fullgild kýr ef hún
3