Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 11
sig, að heildarframfarir kúastofnsins eru í bezta tilfelli til-
tölulega mjög hægfara, oft er kyrrstaða og stundum jafnvel
bakkippir. Veldur þessu að miklu leyti tilhneiging manna
til að nota mest ung, óreynd naut. Þótt sum séu í eðli sínu
góð til kynbóta, koma kostirnir jafnaðarlega ekki í ljós fyrr
en of seint, þ.e. eftir að þau hafa safnast til feðra sinna.
Við þessu er erfitt að gjöra, meðan ekki er unnt að fá
nema 50—100 kálfa undan nauti á ári. Þegar fundið er kosta-
naut með sannreynda kynbóta eiginleika, og þegar fundin
er aðferð, sem gjörir unnt að tífalda árlegan afkvæmafjölda
nautsins, þá er fyrst sköpuð skilyrði til þess að framkvæma
fljótvirkar og öruggar kynbætur. Þessháttar naut eru nú til
í landinu, þótt fá séu, og með sæðingu (tæknifrjóvgun) er
hægt að framkvæma síðara atriðið.
Hugmyndin um að notafæra sér þennan möguleika hefir
verið á sveimi í Eyjafirði urn nokkurt skeið. Forráðámenn
S. N. E. héldu málinu vakandi og ólu á áhuga meðlimanna.
En með áhuganum einum varð ekki komið upp sæðingastöð.
Til þess þurfti líka fé. En S. N. E. átti enga sjóði, en tímamir
voru hagstæðir. Búnaðarfélag íslands hafði áhuga á að reyna
eina slíka stöð hérlendis. Nú bauð stjórn þess að lána Ey-
firðingum einn starfsmann sinn til að koma upp stöðinni og
stjórna henni fyrst um sinn.
Boðið var þegið. Leitað var til K. E. A. og Eyjafjarðarsýslu
og þessum stofnunum boðið upp á þau fríðindi að styrkja
gott málefni. Báðar þekktust boðið og veittu kr. 12.500 hvor.
Enn var eigi nóg komið. Þá var þess farið á leit við bændur,
að þeir hlypu undir bagga. Á mjólkursamlagsfundi var ein-
róma samþykkt að láta i/2 eyri af hverjum mjólkurlítra, sem
til Samlao;sins kæmi, oanoa til S. N. E. Þetta var alls um
20.000 kr.
Nú þótti tiltækilegt að ráðast til framkvæmda. Vinnustofa
var útbúin hér á Grísabóli, tæki voru fengin og allt, sem til
þarf, svo hægt sé að framkvæma tæknifrjóvgun. Þar á meðal
tveir Jeppar, og þann þriðja þarf að fá til vara. — I stuttu
máli: Hlutunum var komið í það horf, senr þið sjáið þá í
núna.
13