Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 20

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 20
Grísaból. inni reynslu þótti ekki hyggilegt að hætta rekstri svínabús- ins og ákvað því aðalfundur S. N. E. árið 1966 að reisa skyldi nýtt Grísaból að Rangárvöllum. Var þegar byrjað á fram- kvæmdum og þ. 22. nóvember 1968 var húsið tekið í notk- un, en þar munu geta rúmast um 500 grísir á ungum aldri. Bygging og rekstur Búfjárræktarstöðvarinnar í Lundi, svo og fleiri starfsgreina S. N. E., hefir á liðnum árum kostað allmikið fé, en þetta starf hefir hlotið tiltrú og fjárhagslegan stuðning bæði frá ríkinu, í gegnum Búnaðarfélag íslands, og þó ekki hvað sízt frá eyfirzkum bændum með framlög- um mjólkursamlagsins, nautgriparæktarfélaganna og Bún- aðarsambands Eyjafjarðar. Þá hefir og tekizt að afla láns- fjár hjá bönkum og sparisjóðum svo og hjá Stofnlánadeikl Búnaðarbankans. Hefir allt þetta verið með þökkum mót- tekið af S. N. E. og stjórn þess, en einnig í trausti þess, að vel takist með endurgreiðslu á þessum framlögum og láns- fé. 22

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.