Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Síða 21

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Síða 21
TILRAUNIR MEÐ KVÍGUKÁLFA í OPNU HÚSI Á árunum 1961 til 1963 lét S. N. E. gera tilraunir með upp- eldi á kvígukálfum við frumstæðan húsakost. Umsjón þess- ara tilrauna liafði Sigurjón Steinsson ráðunautur, sem þá var bústjóri á Lundi. Ástæðan fyrir framkvæmd þessarar til- raunar var sú, að allmargir bændur höfðu áhuga fyrir að fjölga nokkuð kúm sínum, en fjóspláss voru víða ekki nægj- anleg fyrir aukið uppeldi og fjósbyggingar kostnaðarsamar framkvæmdir. Auk þessa benti margt til, að uppeldi ung- viðahópa gæti vel heppnast í ódýrum og einföldum húsum og við opnar dyr, ef vissum reglum væri fylgt. Tilraunir þessar fóru fram í gömlum herbragga á Rangár- völlum og hófst fyrri tilraunin í maímánuði 1961 og stóð yfir í 12 mánuði. Keyptir voru 16 kvígukálfar, sem voru frá 7—10 daga gamlir. Húsplássið var aðeins 28 m2 þar sem kálf- arnir voru látnir ganga lausir, en auk þess höfðu þeir aðgang að 50 m2 hlaupagarði við suðurhlið braggans. Hreysti og vaxtarauki kálfanna á tilraunaskeiðinu reyndist í bezta lagi þegar miðað var við aðra tilraunakálfa, sem á svipuðum tíma voru aldir í bragga á Grísabóli við allt aðrar, hlýrri og betri aðstæður. Hin tilraunin var mjög hliðstæð og liófst haustið 1962 og var lokið eftir f2 mánuði eins og sú fyrri. Hún fór fram í sama húsi og við sömu aðstæður og fóðrun. Munurinn var aðeins sá, að þessi tilraun hófst að haustinu, en ekki að vor- inu eins og sú fyrri, því kanna þurfti hvernig þessir kálfar þyldu vetrarkulda á þessu aldursskeiði. Niðurstaða þessarar tilraunar var næstum alveg hin sama og var á vorkálfunum, að því er varðaði hreysti og þroska. Niðurstaðan af þessum tilraunum með kálfauppeldi í opnu húsi bæði vetur og sumar virðist geta verið lærdómsrík fyrir bændur, sem stunda nautgriparækt sem aðalbúgrein. Sigurjón Steinsson, sem annaðist þessa tilraun, gerði ýtarlega grein fyrir framkvæmd og niðurstöðu tilraunar- innar í Ársriti Ræktunarfélagsins 1964. 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.