Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 23

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 23
Fylkir, N 88. Eitt af fyrstu afkvcemaprófuðu nautum S. N. E. Reyndist mjög vel. hvers starfsárs eru birtar. Til álita kom að birta aðeins tölur varðandi starfið með 5 eða 10 ára millibili, en við nánari athugun þótti það ekki gefa rétta mynd af þróuninni, þar sem mismunandi árferði hefir haft veruleg áhrif á mjólkur- magnið, kjarnfóðurgjöfina o. fl. DJÚPFRYSTING NAUTASÆÐIS Tæknifrjóvgun búpenings hefir verið viðhnlð víða um heim á undanförnum árum. Reynslan hefir m. a. sýnt, að nauta- sæði hefir ekki langt geymsluþol nema sérstök aðferð sé liöfð við geymslu þess og notkun, en án þess er ekki unnt að ná góðum árangri við geymslu sæðisins, eða ef senda á það um langan veg áður en notað er. Vísindalegar tilraunir hafa sýnt, að með djúpfrystingu sæðisins vex geymsluþol þess næstum ótakmarkað og þar með möguleikar á að geta sent það til fjarlægra staða og landa, og jafnvel einnig að geta 25

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.