Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 32

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 32
Síðastliðið vor raunu kalskemmdir víða hafa orðið meiri í túnum en nokkru sinni áður. Olli því bæði nýtt kal, sem víða kom fram á túnum, er áður höfðu sloppið þolanlega og svo voru kalskemmdir undanfarinna ára óbættar. Þá kom það og til, að sumarið var óvenjulega kalt og öll spretta þar af leiðandi hæg og léleg, svo bæði eldri og nýrri kal- skemmdir hafa lítið gróið upp. Þegar athugað er kalið frá síðastliðnum vetri, eins og það kemur mér fyrir sjónir og ég hefi haft spurnir af, vekur það fyrst athygli, að mörg tún hafa kalið, sem að undan- förnu hafa sloppið óskemmd, svo sem gömul tún í góðum halla, græðisléttur vaxnar alinnlendum gróðri, hólar og brekkur. Ekki má skilja þetta svo, að önnur tún með öðr- um gróðri og annari legu, hafi sloppið, því fer fjarri. En þar blandaðist gamalt og nýtt kal meira saman. Það voru víst nokkur brögð að því, að útjörð kól síðastliðinn vetur, svo sem árbakkar og berangur. Eg hefi að vísu ekki haft aðstöðu til að rannsaka þetta náið, en hefi þó, af samtölum við bændur og eigin sýn, gert mér þá skoðun, að þetta nýja kal sé fyrst og fremst ísalögum að kenna. Þau hófust eiginlega í vetrarbyrjun. Þá gerði bleytuhríðar um Norðurland og varð snjórinn að krapi í öllum láglendari sveitum að minnsta kosti. Síðan fraus og varð krapið að ísstorku í grasrótinni. I þíðunum í janúar, hreinsaði sums staðar úr rót, en annars staðar nægðu þær ekki, en juku fremur á svellalögin, er síðan lágu ólireifð til vors. A nokkrum stöðum, þar sem snjór var mestur, tók hann ekki upp í janúarþíðunum. Þar urðu því lítil svellalög. Nú virðist mér, að kalið hafi orðið einkum eða einvörð- ungu þar, sem svellalögin urðu mest í miðsvetrarþíðunum. Þar sem svellin leysti alveg, varð ekkert kal og ekki heldur þar, sem snjór var nægur til að hindra svellalög. Af þessu dreg ég þá ályktun, að kalið í ár sé fyrst og fremst svellkal, orðið til vegna langvarandi svellalaga. Svellalög; munu einhver alsiengasta kalorsökin hér Norð- anlands, en ekki liggur ljóst fyrir hvenær þau eru hættuleg- ust, eða hve langvinn þau þurfa að vera til þess að tjón 35

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.