Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Qupperneq 33
hljótist af. Svellkal verður hér oft á vorin, þegar hjarn er að
leysa, vegna árrennslis, er ýmist þiðnar eða frýs, en svo mun
ekki hafa orðið að neinu ráði að þessu sinni. Maímánuður
var að vísu kaldur, en næturfrost þó fátíð. Snjór og klaki
eyddist smám saman án þess að teljandi árennsli ætti sér
stað eða snöggar hitasveiflur yrðu.
Nú dettur mér ekki í hug að neita því, að þótt svellalög
hafi að þessu sinni verið hin sýnilega orsök kalsins, geta
duldar orsakir einnig komið til greina og haft sín áhrif. Má
þar til nefna vinnslu landsins, gróðurfar, áburð, meðferð og
notkun, en engu að síður verða svellin frumorsökin, því
þar sem svell urðu ekki eða eyddust í miðsvetrarhlákunum,
kól ekki, og ekki heldur þar, sem nægur snjór skýldi. Við
megum því búast við áþekkri útreið hvenær sem svipuð
svellalög gerir, nema við kunnum ráð við þessum háska, en
þar virðist við ramman reip að draga.
Fyrst kemur þá til álita hvernig ísalögin eyða gróðrinum.
Það mun almennt talið, að köfnun eigi sér stað, en þó svo
aðeins, þegar ísalögin eru mjög langvinn, og einkum síðari
hluta vetrar, þá jurtunum er eðlilegt að hefja lífsstarfsemi á
ný. Þetta má vel vera rétt, þó ætla mætti að eitthvað áþekkt
gildi um þá jurtahluta, er Hggja harðfrosnir í þéttri mold
allan veturinn. Vel má þó vera, að venjulegur jarðklaki
sé sjaldan fullkomlega vatns og loftþéttur, að minnsta kosti
alls ekki í vel ræstri og ræktaðri gróðurmold. Ennfremur
er venjulegur jarðklaki minna háður þeim þennslu- og hita-
sveiflum, sem yfirborðsísinn verður fyrir, þegar hann á
vorin þiðnar og frýs á víxl.
Vel má líka vera, að ísinn í grasrótinni valdi sprengingum
í frumum jarðstönglanna og rótarslitum, er hindri vatns-
upptöku jurtanna að vorinu. Hinir skemmdu jurtahlutar
deyi því af vatnsskorti eða ofþurrki. Hófleg völtun slíkra
túna á vorin, áður en þau þorna að ráði, getur hamlað gegn
þessu. Hér er rannsókna þörf, bæði á ástandi jurtanna undir
langvinnum ísalögum og svo á gildi vorvöltunar á slíkum
túnum.
Hvað varnir gegn ísalögum áhrærir, þá er ekki hægt um
36