Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 48
í garði þessum. Spurningin var hvað skyldi reyna. Eins og
fyrr er nefnt, var ekki hægt að heimfæra skortseinkennin
nema helzt á kalsíumskort, en sem niðurstöður jarðvegs-
efnagreininganna mæltu á móti. Ákveðið var þó að reyna
kalsíumáburð, og fyrir valinu var kalksaltpétur. Af snefil-
efnum féll grunur á bór, kom þar einkum til, að bórskortur
er áberandi hér á landi í rófum og káli. Bórskortur hefur
fundist í kartöflum erlendis (6) og því þekkt fyrirbæri. —
Skortseinkennin fyrir bór í kartöflum eru og e. t. v. ekki öll
kunn, þó til séu um þau nokkur umsögn (9).
Að þessum ákvörðunum teknum var tilraunin gerð sam-
kvæmt tilraunaáætlun, sem sýnd er í töflu 1.
Bóráburður sá, senr notaður var í tilrauninni var bórax.
Auk þessa var einnig ákveðið að bera á blöndu af snefil-
efnum, svokallað „Sporomix“. Þessi snefilefnablanda var
reynd á tilraunastöðvunum í grastilraunum fyrir nokkrum
árum. Magn einstakra snefilefna í blöndunni er hægt að
finna í töflu 2.
Tafla 1. Tilraunaáætlun fyrir tilraun á Teigi í Hrafnagils-
hreppi 1969.
Tilrauna- liðir Kg garðáb. 9-14-14 Tilraunaáburður Dreifingar- aðferð
Tegund Magn af bór g/ha
a 1900 Enginn 0 Raðdreift
b 2400 - 0 -
c 3000 - 0 -
d 1900 - 0 Jafnt dreift
e 2400 - 0 -
f 3000 - 0 -
g 1900 Kalksalp. 0 -
h 2400 Bórax 800 -
i 3000 Sporómix 65 -
j 1900 Kalksalp. 0 Raðdreift
k 2400 Bórax 800 -
1 3000 Sporómix 65 -
51