Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 49
Tafla 2. Magn einstakra efna í Sporomixblöndu.
Efni % Efni % Efni %
MgO 20,0 Mn 0,6 Bór 0,08
Cu L0 Zn 0,1 Co 0,05
Mo 0,025
Eins og samsetning blöndunnar sýnir, inniheldur hún <)gn
af bóri.
Utsæðið í tilraun þessari var gullauga, sæmileg vel spírað.
Sett var niður 23/5, en upp var tekið 15. sept. Hver reitur,
sem borið var á, var 2,6x5,0 m eða 13 m2. Bil á milli raða
var 65 cm og á milli kartaflna ca. 30 cm. Uppskerureitir
urðu ekki allir nákvæmlega jafn stórir, kom þar til, að varð-
belti voru ögn mislöng eftir því sem á stóð með kartöflu-
grös. Stærð þeirra var frá 5,2—6,2 m2. Samreitir voru tveir,
þ. e. tveir reitir fengu sömu meðferð. En þar senr reitir h,
i, k og 1, hver með tvær endurtekningar, fengu bór, og sam-
svarandi reitir, þ. e. b, c, e og f voru bórlausir, fengust
raunverulega átta endurtekningar á hverri meðferð í sam-
anburði á áburði með bóri og án bórs.
Þeir vankantar voru á þessari tilraun, að ekki var dregið
um röð reita, heldur var þeim dreift kerfisbundið um til-
raunalandið. Þrátt fyrir þennan ágalla þykir rétt að birta
þær ábendingar, sem tilraun þessi gaf, bæði til að hvetja til
áframhaldandi rannsókna á bórskorti í kartöflum og í annan
stað til þess að vekja athygli á því, að sífellt þarf að vera vel á
verði gagnvart hugsanlegum skorti á næringarefnum í nytja-
plöntum almennt.
NIÐURSTÖÐUR TILRAUNAR OG UMRÆÐUR UM ÞÆR
I töflu 3 eru sýndar tölur yfir uppskeruna. í töfluna eru
færðar tölur, sem sýna uppskeruna úr hverjum einstökum
reit, bæði af smælki (þ. e. kartöflum léttari en 30 g), sölu-
52