Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 55

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 55
ÓLAFUR JÓNSSON: ENDURRÆKTUN* Uppliafleg ræktun okkar var útgræðsla. Áburður var bor- inn á þurrar grundir, móa og hóla, og smám saman jók þetta grasviixtinn, gerði hann þróttmeiri og gaf vissum tegundum jurta aukna hlutdeild í gróðursamfélaginu. Gróðurbletti þá, er við þannig höfðum ívilnað um langt skeið, nefndum við tún, og þetta voru helztu tilburðir okkar til ræktunar í hart nær þúsund ár. Þó kemur þar, að við erum ekki lengur ánægðir með þetta og eru það þá einkum hin þýfðu tún, er verða mörg- um þyrnir í augum. Þó var nokkuð deilt um, hvort þúfna- sléttun væri hagkvæm, þar sem hún minnkaði yfirborð lands- ins! Skortur á verkfærum og kunnáttu olli því, að þúfna- sléttuninni miðaði lengi vel hægt, en er líða tók á f9. öld- ina, og einkum eftir að bændaskólarnir tóku til starfa, breiddist sléttun túnþýfisins tit. Aðallega var það þakslétt- un, sem notuð var, og þiitt hún sé nú alveg lögð niður, nema helzt á lóðum, á ekki að þurfa að lýsa henni. Þetta eru fyrstu viðburðir til endurræktunar túnanna og þarf varla um að deila, að hún gaf góðan árangur. Ef rétt var að farið, óx upp- skeran verulega, auk þess hagræðis, sem af sléttuninni leiddi. * Endurvinnsla hefði ef til vill hæft betur, en ég læt nafnið halda sér, eins og það var í útvarpinu, og ætla, að það valdi engum miskiln- ingi. - Ó. J. 58

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.