Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 62
angri. Samanber það sem þegar hefur verið sagt um tildrög
þess, að túnin þarfnast endurvinnslu. Þó hygg ég, að óvíða
sé hörgull á slíkum túnum eða nýræktun, sem úrræktast
hafa á einn eða annan hátt, svo auðvelt sé, nær undantekn-
ingarlaust, að hagnýta búfjáráburðinn í sambandi við end-
urræktun, ef ekki skortir plóga og verklega kunnáttu við
notkun þeirra, en áburðurinn verður að plægjast niður, ef
liann á að koma að tilætluðum notum. Þar duga engin und-
anbrögð.
Þá er það gildi endurvinnslunnar í sambandi við ástöðu-
og yfirborðsvatn. Jarðvegur, sem þétzt hefur af einhverjum
ástæðum, hvort sem því veldur of mikil umferð eða léleg
eðlisgerð, verður ávalt mjög vatnsheldur. Vatn, sem fellur á
yfirborð hans sígur því seint og illa niður. Sama verður auð-
vitað ef grunnvatnsstaðan er of há, en hún hækkar oft veru-
lega á veturna. Þetta getur haft mjög slæmar afleiðingar,
eykur jarðklakann, spillir jarðvegsbyggingunni og stuðlar
að langvarandi svellamyndunum á yfirborðinu og eftirfylgj-
andi kali. Einhverjum kann að finnast, að þetta skipti ekki
miklu máli, því úr því jörð sé freðin á annað borð, þá sleppi
hún ekki vatni í gegn um sig. Þetta ætla ég þó mesta mis-
skilning. Vel ræstur og vel unninn jarðvegur er sjaldan
mettaður af vatni. Hann er því ávallt með nokkurt holrými,
og verður því ekki fullkomlega þéttur, þótt hann frjósi. Þar
af leiðandi sleppir hann alltaf nokkru vatni í gegn um sig,
og því fremur sem hann er gljúpari og lausari í sér. Því ætti
endurvinnsla túnanna við og við að geta dregið verulega
úr uppistöðu vatns á yfirborðinu, langvarandi áfrera og
skemmdum af svellalögum.
Þetta gæti verið orsök þess, að sáðsléttur á fyrsta ári virð-
ist í ýmsum tilvikum verjast betur kali en eldri sléttur. Sama
veldur sennilega því, er sums staðar má sjá í sléttum, sem
lokræstar hafa verið með hnausræsunr eða jafnvel kílræsum,
að sáðgresið heldur velli yfir lokræsunum, löngu eftir að það
er horfið með öllu víðast hvar á milli þeirra. Svipuðum ár-
angri mætti ef til vill ná með djúpplægingu, en hún hentar
varla við endurvinnslu túnanna. Skýringin á þessu gæti
65