Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 67

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 67
oftast sitt frá hverjum bænum, þótt dæmi séu til um hið gagnstæða, þá er hugsanlegt, að hér sé um tilviljun að ræða. Til að fá frekari vissu fyrir hvort svo sé, og fá um leið yfirlit yfir steinefnamagn á sömu bæjum, eftir árum, þá voru teknar niðurstöður heyefnagreininga af nokkrum tún- spildum frá Rifkelsstöðum og Akri í Öngulsstaðahreppi, Eyjafirði, árin 1965 til 1970, að báðum meðtöldum. Alls voru 10 spildur teknar í meðaltalið. Á mynd 1 eru dregnar línur, sem sýna að Ca og P magn heysins hefur breytzt á þessum spildum að meðaltali á þessu árabili. Fosfórmagnið er mjög svipað á báðum bæjum ár hvert og er dreifing milli spildna furðulítil. Má t. d. geta þess, að fosfórmagnið var undantekningarlaust lægst á öll- um spildum sumarið 1967. Dreifingin á Ca magninu var miklu meiri, þótt árið 1970 hafi það víðast hvar verið minnst. Afleiðingin hefur orðið sú, að Ca/P hlutfall töðunnar á þessum túnum, hefur farið heldur lækkandi, og á sumum þeirra mjög verulega. Er nú svo komið, að hlutfall þetta er víða um eða undir ein- um. Sem dæmi má nefna, að hlutfall þetta mældist á einni spildunni vera 1,04 síðastl. sumar, en var 1,87 sumarið 1967. Þótt þessi þróun verði að nokkru rakin til hækkandi fos- fórmagns á þessum bæjum, þá koma þessar niðurstöður að mestu heim og saman við töfluna. Sama má raunar segja um sveiflur á magni hinna steinefnanna. Erfitt er að segja til um, hvað þessu veldur, og verður því miður að skiljast að mestu við þetta eins og annað, sem ekkert hefur sér til síns ágætis annað en að vera staðreynd. Þó hefur það komið í ljós í tilraunum (Skýrslur Tilrauna- stöðvanna 1961 — 1964, bls. 32—61), að fosfóráburður hefur áhrif í þá átt að lækka K/Mg efnahlutfall uppskerunnar. — Þannig var fosfórlaus reitur í tilraun nr. 3 — ’59 á Sáms- stöðum með K/Mg hlutfallið 23,1, en meðaltal 30—90 kg P2O^-reitanna með hlutfallið 16,5. Sömuleiðis má sjá (til- raun nr. 9 — ’57 á Hvanneyri), að með vaxandi K áburði minnkar magn Mg, P og Na í uppskerunni mjög verulega og jafnvel Ca að nokkru. 70

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.