Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Qupperneq 73
magn. Þó ákváðum við samt að láta til skarar skríða, ekki
sízt vegna þess, að heldur blés byrlega með nýtt og rúmbetra
húsnæði. Auk þess sóttum við um rannsóknarstyrk fyrir
þetta verkefni til Vísindadeildar Atlantshafsbandalagsins
(NATO), upp á von og óvon.
Endanlega voru dregnir út 22 bæir á félagssvæðinu: 2 úr
V-Hún., 3 úr A.-Hún., 4 úr Skagafjarðarsýslu, 6 úr Eyja-
fjarðarsýslu, 5 úr S.-Þing. og 2 úr N.-Þing. Túni hverrar
jarðar var síðan skipt niður í eins margar hæfilega stórar
spildur og eðlilegt þótti samkvæmt jarðvegsgerð og aldri
spildunnar. Síðastliðið vor voru tekin jarðvegssýni af 2—3
spildum á flestum jörðunum og svo af nánast öllum spildum
á hverri jörð í haust (sept.) og auk þess voru tekin 2—3 sýni
á úthaga á viðkomandi jörð. Þannig eru jarðvegssýnin ein
orðin um 500 talsins. Þá voru tekin a. m. k. tvö heysýni frá
hverjum bæ og allt upp í sjö í sumar og verða þau í allt um 90
talsins. Þessi tæp 600 sýni verða síðan efnagreind fyrir eins
mörgum efnum og frekast er unnt.
Ætlunin er að efnagreina nú í haust og vetur þessi sýni
fyrir kalsíum, fosfór, magníum, kalíum og natríum og stóran
hluta þeirra fyrir kopar, sínki, járni og mangan og e. t. v.
nokkur fyrir selen og breinnisteini. Auk þess verður sýrustig
ákvarðað í jarðveginum og prótein í heyinu ásamt rneltan-
leika þess. Hið síðastnefnda verður þó ekki hægt fyrr en að
vetri, en meltanlegu orkugildi heysins hefur verið allt of
lítill gaumur gefinn. Mundi slík þjónusta líklega verða innt
af hendi að mestu beint til bænda.
Þá verður fylgzt sem nánast með heilsufari gripanna á
þessum bæjum í framtíðinni, með því að SAB-bændur færa
dagbækur yfir heilsufar búfjárins. Ef ástæða þykir, sam-
kvæmt framansögðu, mun að öllum líkindum fara fram
efnafræðilegt mat á blóði og öðrum vefjum skepnanna, lif-
andi eða dauðra, og á afurðum þeirra og úrgangsefnum
eftir atvikum hverju sinni.
Með því að samræma niðurstöður efnagreininganna og
ytri aðstæður á SAB, ættu, að okkar áliti, að fást allábyggi-
legar tölur. Sá grundvöllur, sem þannig fæst verður síðan
76