Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Síða 75
Til þess að vinna sem bezt að rannsóknum fyrir hvern
einstakan bónda, væri vafalaust árangursríkast að hreyfa
enga jörð til ræktunar, án þess að efnagreina hverja spildu
hennar, slá ekki né gefa heyið af henni án sömu meðferðar
á því, og ala ekki skepnu, án þess að magn svo og svo margra
efna, sem hún kemst í tæri við, sé þekkt. Enginn ætlast þó til
slíks með sanngirni, enda óframkvæmanlegt. Hins vegar er
hægt að skipuleggja ýmsar aðgerðir í þessa átt, en til þess
þarf óskoraða samvinnu okkar við alla bændur og gagn-
kvæmt traust. Ein slík aðgerð, og sú, sem við ætlumst einna
mest til af, er SAB-rannsóknin, sem áður hefur verið fjallað
um.
Grundvallarskilyrði fyrir því, að raunhæfur og gagnlegur
árangur náist, með þessum aðgerðum sem öðrum, er að með
heysýnum, jafnt sem öðrum sýnum, fylgi sem gleggstar upp-
lýsingar.
Eins og umhorfs er í dag er þetta mjög erfitt í framkvæmd,
en það verður að koma sem fyrst, því að árangurinn byggist
að langmestu leyti á því að geta samrœmt niðurstöðurnar. —
Fyrr verður ekki ráðlagt með verulegu öryggi samkvæmt
þeim, með þeim rökum, sem út úr samanburðinum fæst. —
Má í þessu sambandi ekki gleyma hinu mikilvæga hlutverki
dreifðra tilrauna, sem nú þegar eru orðnar allmargar á Norð-
urlandi, þótt betur megi ef duga skal.
Meðal helztu annmarka á því, að hægt sé að hrinda þessu
í framkvæmd, eins og umhorfs er nú, eru þessir:
1. Kortlagning jarða og þá einkum túnanna og skipun þeirra
niður í ákveðnar spildur eru algjört grundvallaratriði
þessa máls. Þótt ráðunautar búnaðarsambandanna á svæði
Ræktunarfélagsins hafi raunar lyft Grettistaki varðandi
þetta atriði, þarf samt með einhverjum ráðum að full-
komna þetta enn meir og bæta við nýjum túnspildum á
kortið jafnóðum og þær eru teknar til ræktunar.
2. Greining spildna í ákveðna flokka eftir gerð þeirra, aldri
o. s. frv.
3. Færzla áburðarbóka.
78