Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 77
2. Af hvaða spildu er sýnið (heiti eða númer).
3. Hvaða ár var spildan tekin til ræktunar og hvenær endur-
unnin ef um það er að ræða (nákvæmnisþörf þessara at-
riða fer minnkandi með tímanum, sem liðið hefur frá
framkvæmdum þessum).
4. Nefnið áburðartegundir og magn hverrar um sig, miðað
við poka á hektara á viðkomandi spildu eftir beztu vit-
und.
5. Hefur orðið vart þekkts eða óþekkts kvilla í búfé á bæn-
um, sem ástæða er til að rekja til fóðursins og þá hvenær?
Hver eða hverjir eru þeir? Hvernig lýsa þeir sér?
Þá væri æskilegt, að eftirfarandi atriði kæmu fram:
a) Sláttudagur, b) jarðvegsgerð, c) spretta (góð, meðallag,
slæm — dæmist á ókölnu), d) kal (lítið, rnikið, ókalið).
Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka Jóhannesi Sig-
valdasyni fyrir sérstaklega gott samstarf, svo og bændum
þeim og ráðunautum, sem ég hef haft samvinnu við síðast-
liðið ár. Einkum er mér minnisstætt hversu ráðunautar bún-
aðarsambandanna voru ósparir á farkost sinn og tíma, þegar
mig bar að garði í héraði þeirra s.l. sumar á vegum stofunnar.
»0