Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Blaðsíða 143
HALLDÓR HERMANNSSON
143
íslandi. enn síðar á Rússlandi, en er nú í Danmörku. Ritgerð hans var um Gustav Wied,
danskan leikritahöfund, en Halldór lét hann lesa íslendingasögur og Sturlungu til prófs.
Enn var Philip M. Mitchell nemandi Halldórs í íslenzku og unni hann Halldóri mjög.
Hann var í þýzkudeild. Hann skrifaði doktorsritgerð um áhrif Norðurlanda — eða
íslenzkra — bókmennta á snemmrómantíkina þýzku. Mitchell fór til Islands, en kvæntist
danskri konu og skrifaði hina dönsku bókmenntasögu fyrir American Scandinavian
Foundation 1958.
Þess er að geta, sem sjálfsagt var, að íslenzka safnið varð upplýsingaskrifstofa um
íslenzk fræði og svaraði fyrirspurnum hvaðanæva um víða veröld. Og Halldór gleymdi
ekki að svara bréfum.
Oft heyrði ég Halldór minnast á það, að íslenzka safnið væri illa sett upp í sveit;
það hefði heldur átt að vera í Nevv York, þá hefðu nemendur orðið fleiri.
Þótt ég viti það ekki með vissu, þá grunar mig, að Halldór hefði fengið hærri laun,
kannske 6 til 8 þúsund, ef hann hefði haft fleiri nemendur, svo sem prófessorar í ensku-
eða þýzkudeildum skólans. Beck hafði 6 þúsund í Grand Forks, þegar Cornell bauð
honum stöðu Halldórs fyrir 4 þúsund, en norsk-norræna deildin í Grand Forks hefur
eflaust haft fleiri nemendur en deildin í Cornell, enda var sú deild lögð niður, þegar
Halldór hætti. En þótt Halldór kvartaði aldrei, þá er það allhart fyrir fyrsta flokks
menn eða langt fram úr því, eins og Halldór var, að sitja í annars eða þriðja flokks
launum; en hætt er við, að það muni enn loða við íslenzka fræðimenn hér vestan hafs-
ins.
BÓKFRÆÐIRIT HALLDÓRS
Höfuðafrek Halldórs í íslenzkum fræðum eru bókaskrár hans og bókasöfnun; bóka-
skrárnar standa snemma á afrekaferli hans. Níu árum eftir að hann hóf fyrst störf við
safnið (1905), kom út fyrsta og stærsta bindi bókaskrárinnar. Þar hafði nýrri íslenzkri
bókfræði v'erið tekið tak, sem helzt mátti líkja við skrá um íslenzk handrit Árna Magnús-
sonar. Þeir Árni og Fiske voru báðir afburðasafnarar, en Jón Grunnvíkingur var því
miður enginn Halldór Hermannsson, annars hefðu handrit Árna ekki þurft að bíða
fram á síðustu tugi 19. aldar eftir skráseta sínum, Kristjáni Kaalund, bókaverði við
Árnasafn, er dó svo seint, að Halldóri var boðin staða hans. Halldór bar af þessum
mönnum í því, að hann varð bæði afburða safnari og afburða skráseti, og mun það
einsdæmi um íslenzka fræðimenn. En skrár Halldórs einar eru Grettistak hið mesta.
Halldór hóf skrásetningu sína í lslandica með efnisskrá um íslendingasögur; þar í
eru skráðar bæði útgáfur og allt sem um bækurnar var skrifað (1908). Næst eru
..Norrænir menn í Vesturheimi“ (1909), að mestu bækur og greinar um Vínlandssög-
urnar. Þá er skrá um Noregskonungasögur (1910), önnur um forn lög Norðmanna og
Islendinga (1911). Þá er skrá um Fornaldarsögur Norðurlanda (1912).
Þá kemur loks hin mikla bókaskrá alls safnsins 1914. Bindatala þess hafði verið um