Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Blaðsíða 164
164
TOLUSETTAR BÆKUR
bindi, og er fyrsta bindi eitt áritað. Loks er eitthvað af fjölrituðum útgáfum, sem ég tek
ekki með. Hér fer á eftir skrá yfir þær tölusettar bækur, sem mér eru kunnar, og set við
þær útkomuár og upplagsfjölda, þar sem ég veit um hann.
Sig. próf. Nordal hefur bent mér á, að greina þyrfti tölusettar bækur í þrjá flokka:
1) Þar sem allt upplagið er tölusett.
2) Þar sem tölusettu eintökin eru verulega frábrugðin,
a) að efni, sbr. Egils-sögu og Kyljur,
b) að frágangi (pappír), sbr. Vísnakver Fornólfs.
3 ) Þar sem ekkert skilur nema tölusetningin og áritun á nokkrum hluta upplagsins.
Víst væri þetta skemmtilegast, en það má heita frágangssök, þar sem fjöldi af þessum
útgáfum bera það ekki með sér, hvort meira er gefið út en það, sem tölusett er.
Heimildir mínar eru fyrst og fremst mitt eigið bókasafn. Þá hefi ég farið yfir allar
bókaskrár Halldórs próf. Hermannssonar um Fiske-safnið og bókaskrá Gunnars Hall.
En á þeim er lítið að græða. Þær eru ekki auðugar af tölusettum bókum. Af bóka-
mönnum hefur Þorsteinn Jósepsson, blaðamaður, gefið mér langmestar upplýsingar,
svo og Stefán Rafn, rithöfundur, og kann ég þeim beztu þakkir fyrir. Ég tel alveg víst,
að eitthvað fleira hafi komið út af tölusettum bókum en mér hefur tekizt að grafast
fyrir.
Mjög væri mér kært, ef þeir, sem eiga eða vita um tölusettar bækur, sem eru ekki í
skrá þessari, létu mig vita.