Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Blaðsíða 146

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Blaðsíða 146
146 HALLDÓR HERMANNSSON dollarar, og fekk Halldór þau eins og aörir. Ef ég man rétt. þá var honum í fyrstu ætlað jafnmikið fé til bókakaupa ásamt útgáfu Islandica, en útgáfuféð voru rentur af 5000 dollurum, svo sem segir árlega í tímaritinu. Vextirnir af sjóði Fiske’s munu heldur hafa farið lækkandi en hækkandi. En þegar Halldór lét af störfum, munu byrjendalaun kenn- ara hafa verið orðin nálægt 4000 dollurum, og hefði bóka- og útgáfusjóðurinn hækkað að sama skapi, hefði safninu enn verið vel borgið. En því fór fjarri. Halldór vildi samt ekki láta Islendinga senda safninu gjafaeintök, nema tryggt væri, að bókavörður fengi að kenna íslenzku; en til þess skorti fjárveitingu frá háskólanum. Þannig atvikaðist það, að Cornell illu heilli varð útundan með gjafaeintök, og er það misráðið mjög, því fram á þennan dag er safnið langbezt safn íslenzkra bóka fyrir vestan haf og þótt víðar sé leitað. Eitthvað var þó úr þessu bætt á árinu 1958, Halldóri áttræðum til heiðurs, er ís- lendingar veittu safninu nokkurn fjárstyrk til kaupa á íslenzkum bókum. ÖNNUR RIT HALLDÓRS Að rekja önnur rit Halldórs í Islandica og annars staðar yrði nokkuð langdregið mál, enda gerist þess heldur ekki þörf vegna bókaskrárinnar. En val þessara rita ber Halldóri vitni um hugkvæmni og fjölhæfni. Þegar Halldór tók við safninu, hafði hann ekki stundað islenzk fræði sem háskólanámsgrein. Má vera, að sú hafi verið ástæða til, að liann hætti sér ekki út í íslenzka fornöld, en byrjaði í nútíðinni, þar sem allt var óunnið. Með nútíð á ég við tímann eftir siðaskipti. „Lof lyginnar“ gaf bragð af upp- reistaranda endurreisnar, ættuðum frá Erasmusi Rotterdam, en Annalium in Islandia jarrago og De mirabilibus Islandiae eftir Gísla biskup Oddsson var mjög hindurvitnum skotið upphaf náttúrufræði á íslandi. Framhald náttúrufræðinnar kom í „Um íslands aðskiljanlegar náttúrur“ eftir Jón lærða og í bók Halldórs um Eggert Olafsson, er var mestur náttúrufræðingur á sinni öld auk skáldskapar síns. Einn þáttur í náttúru- og landafræði íslands var kortagerðin, og gerði Halldór henni skil í tveim bindum, svo að ekki varð um bætt fyrr en í Islands kortlœgning eftir N. E. Nörlund 1944. Þegar Halldór stóð á fertugu, kom út eftir hann bók um merkilegan kafla í íslenzkri bókmenntasögu: Tímaritin frá upphafi fram að 1874, og stendur sú ritgerð enn í fullu gildi. Næsta ár skrifaði hann ágæta og frumlega bók um menningarsögu íslenzkrar tungu. Hún stendur enn einstök í sinni röð. Þegar Halldór var fimmtugur (1928) kom út bók eftir hann um Sir Joseph Banks; var það stærst binda í Islandica og með mörgum myndum. Sir Joseph var uppi á dög- um Napóleons og Jörundar hundadagakonungs. Hann vildi bjarga íslendingum frá bráðum dauða með því að koma þeim undir England. En þótt Napóleon væri vondur, þá slagaði hann lítt upp í Hitler að illsku, svo Englendinga gat ekki dreymt, að þeir mundu nokkurn tíma þurfa að taka útskerið ísland til að forða lífi sínu, því síður að þeir þyrftu að senda þangað herskip til fiskiveiða, en á þeim árum vörðu Danir enn sína 16 mílna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.