Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Blaðsíða 145
HALLDÓR HERMANNSSON
145
ekki fyrr en 1948—52. Annars fórum við Beck auðvitað fyrst í skrár Halldórs til að
vita, hvort hann hefði ekki ártölin. Varð hann þannig fyrsta og stundum eina heimild
okkar.
En í öllu þessu verki sínu má nærri geta, hvort Halldór hefur ekki saknað skrár um
íslenzka höfunda, enda var það eitt af fyrstu verkum hans, meðan hann var að vinna
aðalskrána, að skrá íslenzka samtíðarhöfunda í Islandica (1913). Og þegar eg kom í
safnið (1928), átti hann á miðum skrá yfir rithöfunda frá eldri tímum. I þessari skrá
voru tilvitnanir i blöð og tímarit, sem eitthvað höfðu sagt um mennina; aftur á móti
voru þarna ekki fullar ritaskrár manna, eins og hann hafði gert um lifandi höfunda
1913. Fann eg nú í skránni spjald um Halldór sjálfan og á því tilvitnun í Lögberg. Enn
fremur var þar tilvitnun í grein eftir Sigurð Nordal um Halldór sextugan í Nýja Dag-
blaðinu 6. janúar 1938. Hefur Halldóri að maklegleikum þótt mjög vænt um þá grein,
því þeir Nordal voru miklir mátar. Eflaust hefur Halldór hugsað sér, að einhverntíma
gæti komið að því, að hann gæfi út þetta rithöfundatal í Islandica.
I formála stóru skrárinnar (1914) getur Halldór þess, að Fiske hafi verið byrjaður á
vísindalegri skráningu íslenzkra bóka; en á eldri bókum fylltu titlarnir oft titilsíðuna
alla. Halldór tók sér nú fyrir hendur að lýsa þessum bókum vísindalega í nokkrum
árgöngum af Islandica, fyrst 16. aldar bókum (1916), síðan 17. aldar bókum (19221.
Nokkrar viðbætur við þessar skrár birti hann í Bibliographical Notes (1942). Eitthvað
var hann að hugsa um að halda áfram með 18. aldar bækur á sama hátt, en ekki varð
af því. Hins vegar hélt hann áfram bókaskrám um fornritin. Skrá um Eddur kom 1920,
viðbótarskrá um íslendingasögur 1935, en viðbætur við Konunga- og Fornaldarsögur
1937.
Aður en framhaldsbindin af stóru bókaskránum eru tekin fyrir, er rétt að geta um
rúna-bókaskrá, sem út kom 1917. Fiske hafði safnað hókum og ritgerðum um rúnir,
svo að þetta safn mun hafa verið eitthvert hið bezta, er skráin kom út. En eftir það
hætti Halldór að safna rúnum.
Þá er komið að framhaldsbindum aðalbókaskrárinnar. Kom hið fyrra 1927 og hið
síðara 1943; þá var safnið orðið 21.830 bækur, eða nærri helmingi stærra að bindatölu
en þegar fyrsta skráin kom út. Skrána 1927 borgaði Halldór með prófessorslaunum sín-
um 1925—26, er safnazt höfðu fyrir, meðan hann var bókavörður í Árnasafni. En hann
fékk peninga úr Carnegie-sjóði til að gefa út skrána 1943. Nú eru allar skrárnar upp-
seldar. En í erfðaskrá sinni gaf Halldór fé til að ljósprenta þær allar að nýju.
Það hafði verið siður Halldórs, er hann var að búa sig undir stórskrárnar, að viða að
sér bókum til að fylla skörð í safnið. Keypti hann oft í því skyni bækur af fornbóksöl-
um við niðursettu verði. Var þetta tiltölulega auðvelt verk 1914 og 1927. En eftir það
fór það saman, að hann hafði minni peninga að spila úr, en þeir verðlausari með ári
hverju. Á stríðsárunum óx bóka- og blaðaframleiðsla svo, að engin tök voru á að kaupa
nema úrval. Þannig hefur Halldór hætt að kaupa Alþýðublaðið 1940, en Vísi 1944.
Svipuð skörð urðu í bókakaupin, sumpart fyrir trassaskap bóksala heima.
Þegar Halldór hóf kennslu við Cornell voru byrjendalaun kennara 1500 eða 1700
Árbók Lbs. ’57-58
10