Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Blaðsíða 142
142
HALLDÓR HERMANNSSON
(assistant professor) 1920—-24 og prófessor 1924—46. En hann hélt bókavarðarstöð-
unni tveim árurn lengur eða þar til hann varð sjötugur 1948. Eitt ár, 1925—26, var
hann bókavörður við Arnasafn við Kaupmannahafnarháskóla, og í Arnanefnd a. m. k.
frá 1935—52. Um mörg ár var Halldór í útgáfunefnd bókmennta- og menningarfélags-
ins American Scandinavian Foundation og fulltrúi þess (trustee) frá 1943. Fyrir það
félag átti hann að skrifa íslandssögu, en ellin hindraði.
Halldór var að sjálfsögðu margvíslegur sómi sýndur. Þannig varð hann RF (riddari
fálkaorðunnar), Str (stórriddari fálkaorðunnar) og Str*F (stórriddari fálkaorðunnar
með stjörnu).
Halldór var gerður heiðursdoktor við Háskóla Islands 1930. Hann var og heiðurs-
félagi Hins íslenzka Bókmenntafélags og Þjóðræknisfélags íslendinga í Winnipeg.
Hann var bréfafélagi í Vísindafélagi Islendinga og í The Medieval Academy of America
(sem gefur út tímaritið Speculum). Hann var og meðlimur í ný-mála-félagi Ameríkana.
The Modern Language Association of America, sem gefur út PMLA og heldur fundi ár
hvert milli jóla og nýjárs. Var Halldór að sjálfsögðu meðlimur í Norðurlandamála-
deild þess og kom oft á fundi, meðan hann var frískur.
HALLDÓR OG NEMENDUR
Um kennslu Halldórs er rétt að leiða Richard Beck til vitnis, þar sem hann var fyrsti
og eini nemandi hans íslenzkur, enda hefur hann skrifað meira um Halldór en nokkur
annar maður. í Tímariti þjóðrœknisfélagsins 1941 segir hann svo:
,,Þó að bókavarðarstarfið og ritstörfin hafi verið meginþættirnir í starfi Halldórs
Hermannssonar í Cornell. hefir hann samhliða þeim haft með höndum kennslu í nor-
rænum fræðum frá því að hann gerðist þar bókavörður fyrir meir en 35 árum síðan;
enda hefir Norðurlandamáladeild háskólans, undir handleiðslu hans, skipað öndvegis-
sess meðal slíkra deilda vestan hafs, að því er íslenzk fræði snertir.
Hann hefir kennt bæði forna íslenzku og nýja, og var um langt skeið eini háskóla-
kennari í Vesturheimi, er kenndi nýmálið ásamt fornmálinu. Auk þess hefir hann flutt
og flytur árlega (vitanlega á ensku) fyrirlestra um norræna menningu, sögu og bók-
menntir. Er það orðinn álitlegur hópur nemenda, sem stundað hafa nám hjá honum í
íslenzku og öðrum Norðurlandamálum, hvað þá þeir, er fræðzt hafa um norræn efni
af háskólafyrirlestrum hans. Getur sá, er þetta ritar, borið um það af eigin reynd, að
sarna alúð og vandvirkni einkenna kennslu hans sem ritstörf hans.“
Einn af eldri nemendum hans var Bertha Thompson; hún þýddi íslenzka smásögu
fyrir American Scandinavian Review 1932. Beck varð fyrstur manna til að taka meist-
ara- og doktorspróf undir handleiðslu Halldórs, þó í enskudeild skólans. En eini maður-
inn sem las norræn fræði hjá Halldóri og Norðurlandabókmenntir og tók doktorsritgerð
í þeim fræðum var John B. C. Watkins, þá ritari i American Scandinavian Foundation.
Þetta var á stríðsárunum síðari. Síðar varð Watkins sendiherra Canada í Noregi og á