Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Blaðsíða 149
HALLDÓR HERMANNSSON
149
Halldór mun hafa litið svo á, að Islendingar hefðu lítinn réttargrundvöll að endur-
heimta handrit úr Árnasafni. Vissi og, að tilkall í hendur Dönum var ekki auðvelt eftir
hraðskilnaðinn á stríðsárunum. En frarn að skilnaðinum áleit hann, að Islendingar og
Danir ættu að hafa samvinnu um handritin, og Danir leggja fé til útgáfu þeirra að
miklu leyti. Það sem frá Halldórs sjónarmiði mælti með því, að handritin væru í Kaup-
mannahöfn, voru betri bókasöfn Kaupmannahafnar, kunnur dugnaður Dana og fjár-
rnagn. Sjálfsagt hefur Halldóri ekki þótt tillagan um skiptingu handritanna milli Reykja-
víkur og Kaupmannahafnar eins ill og mörgum íslendingum, sem minna höfðu um mál-
ið hugsað en hann. Ef því boði hefði verið tekið, þá væru nú tveir hálaunaðir bóka-
verðir, annar í Reykjavík, hinn í Kaupmannahöfn, þar sem enginn hafði verið síðan
Kaalund og Halldór, og þeir sennilega ekki á háum launum. Með þessu hefði verið
tryggt útibú íslenzkra fræða í Kaupmannahöfn, ef til vill um aldur og æfi, og þar með
sú samvinna við Norðurlönd, er hann mat svo mikils. Hann hafði sjálfur reynslu af því
í Cornell, hve endasleppir amerískir sjóðir gátu verið. En þannig beið Halldór að
nokkru leyti ósigur: Danir skelltu skollaeyrum við því að stofna bókavarðarembættið.
En um bókaútgáfuna sigruðu hugmyndir og röksemdir Halldórs. Jón Helgason skrifar
mér, að á þessu ári séu tíu bækur í prentun hjá sér. Eflaust mest fyrir danskt fé. Þessi
tíðindi mundu gleðja duft Halldórs.*
FRÁ HÁTTUM HALLDÓRS OG DAUÐA
Halldór hafði gaman að segja frá því, að hann hefði farið 17 ferðir til Evrópu eða
34 sinnum yfir Atlantshaf. Fór hann í þessu að dæmi amerískra prófessora, sem að stað-
aldri áttu og eiga mikið að sækja til bókasafna í Evrópu — auk sumarfrísins. Ekki varð
komizt hjá skemmtilegri sjóferð, sem tekið mun hafa undir tvær vikur hvora leið á fyrri
árum Halldórs, en tæpa viku síðustu árin. En Halldór skemmti sér og öðrum vel, ekki
sízt yfir borðum, þar sem það gat komið fyrir, að menn trúðu því ekki, að hann væri
höfundur bókaskrárinnar miklu, heldur skeggjaði prófessorinn virðulegi, sem sat við
hlið hans. Bókasöfnin, sem hann vitjaði til að skrifa bækur sínar, voru Bodleian í Ox-
ford og British Museurn í London, bókasöfnin í Kaupmannahöfn og Landsbókasafnið.
Alls staðar kynnist Halldór fræðimönnum og virðist þeim vel. Bréf frá Guðmundi Finn-
bogasyni, Matthíasi Þórðarsyni, Sigurði Nordal og Sigfúsi Blöndal munu bera vitni
um vináttu við Halldór. Líka bréf frá Sir William A. Craigie
Við Halldór höfðum fyrst hitzt í boði hjá Sigfúsi Blöndal, áður en ég fór vestur;
hlakkaði ég til að hitta hann heima í íþöku. Þangað fór ég á hverju sumri 1928—50,
nema 1930 og 1933, og hitti þá Halldór oft, en ekki alltaf. Alþingishátíðarsumarið var
* Einu sinni skrifaði Jón grein um það, að hann þyrfti þrjá eða fjóra aðstoðarmenn í Árnasafn, ef
vel ætti að vera. Hélt hann, að þessir aðstoðarmenn mundu kosta um 100 þúsund krónur danskar.
Kæmi Arnasafn heim, sem vonandi er, og Jón með því, mundi hann eigi síður þurfa þessara manna
með og má líklegt telja, að það yrði auðsótt, eins og málum er nú kontið.