Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 23

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 23
VILHJÁLMUR BJARNAR Fiske-safnið í íþöku Fyrsta undirstaða Fiske-safnsins (Fiske Icelandic Collection) við Cornell-háskólann í New York var lögð um miðja síðustu öld - eða tæpum 20 árum áður en háskólinn sjálfur var stofnaður (1868). Stofn- andi safnsins, Daniel Willard Fiske, sem við stofnsetningu háskólans varð fyrsti yfirbókavörður hans og kennari í norðevrópskum málum, fór 18 ára gamall til Danmerkur og Svíþjóðar 1850 til þess að nema norræn mál, þeirra á meðal íslenzku. Dvaldist hann þar í tvö ár og hóf þá þegar að safna íslenzkum bókum og bókum á öðrum málum um íslenzk efni. En áhugi hans á Islandi og íslenzkum menntum haíði vaknað við það að lesa enska þýðingu á hinni íslenzku málfræði Ras- mus Kristian Rasks og fáein önnur rit, er snertu íslenzkar bókmenntir. Tók Fiske miklu ástfóstri við Island og íslenzku þjóðina og bar hag hennar mjög fyrir brjósti til æviloka. Arið 1883 sagði Fiske lausu starfi sínu við Cornell-háskólann og settist að í Flórens á Italíu. Eftir það herti hann mjög á söfnun íslenzkra bóka og bóka á öðrum málum um íslenzk efni. Fiske varð bráðkvaddur haustið 1904. Við þau tímamót taldi safnið þegar um 8600 bindi (að bæklingum meðtöldum). Fiske arfleiddi Cornell-háskólann að hinu íslenzka safni sínu (ásamt ágætu Petrarchasafni). Erfðagjöfinni fylgdu þrír sjóðir, skyldi vöxtum eins þeirra varið til greiðslu bókavarðar- launa, annars til bókakaupa og hins þriðja til útgáfu safnverks um Island og íslenzka safnið. Samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar skyldi bókavörðurinn vera fæddur á íslandi og útskrifaður úr íslenzkum menntaskóla, og hann skyldi hafa hlotið meðmæli menntaskólarektors. Að ósk Fiskes varð Halldór Hermannsson frá Velli í Hvolhreppi, sem unnið hafði að skrásetningu safnsins í Flórens fyrir Fiske í nokkur ár fyrir andlát hans, fyrsti bókavörur þess. Halldór kom með safnið til Iþöku vorið 1905 og starfaði við það við ágætan orðstír, unz hann fór á eftirlaun 1948.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.